Vikan


Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 46

Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 46
Þórunn Högnadótt- ir útskrifaðist úr Christian Chauveau förðunarskólanum í París í janúar síðast- liðinum. Hún starfar nú í Förðunarmeistaran- um í Borgarkringlunni, við hlið Línu Rutar en þær taka að sér al- hliða förðun ásamt því að kenna í Förð- unarskóla Línu Rutar. Að þessu sinni tók Þórunn við penslinum úr höndum Línu Rutar og sýnir okkur stakkaskiptin sem fyrirsætan tekur við að vera förðuð með vörunum frá Make-Up Forever. Eins og sjá má er það enginn viðvan- ingur í fyrirsætustörfum sem Ijáir Þórunni andlit sitt í verkið því fegurðardrottning- una Guörúnu Möller þekkja sjálfsagt allir. Guðrún starfar með Módel 79 og hefur unnið við sýninga- og fyrirsætustörf í fjórtán ár. Þar að auki er Guðrún flug- freyja og móðir svo það er sjálfsagt í mörg horn að líta hjá henni. Á annarri myndinni ber Guðrún allsér- stakan hatt sem Rósi hattari hannaði og gerði. Hárin, sem falla fyrir andlit Guð- rúnar, eru ekki hennar heldur eru þau hluti af hattinum og fengin af einhverri fyrrum hárprúðri Austurlandamey. Á hattamyndinni hefur Þórunn notað ferskjubleikan lit fyrir neðan augabrúnir Guðrúnar, eplagrænan lit ofan á augn- lokin en skyggir með flöskugrænum lit á- samt örlitlu af svörtu. Gerviaugnhár slá svo endapunkt á augnförðunina. Varir eru hárauðar eins og sjá má. Á hinni myndinni er millibleikur litur settur fyrir neðan augabrúnir, Ijósbleikur og hvítur á augnlokin en skyggt meö vin- rauðum, fjólubláum og svörtum litum. Gerviaugnhárin hafa fengið silfurlitan blæ og á vörunum er bleikur varalitur. Þá geta lesendur dregið fram snyrti- vörurnar og reynt að spreyta sig á að líkja eftir. Gangi ykkur vel! □ UMSJÓN: LÍNA RUT OG ÞÓRUNN • FÖRÐUN: ÞÓRUNN HÖGNADÓTTIR HÁRGREIÐSLA: SÓLVEIG SIGURJÓNSDÓniR, HVERAGERÐI • HATTUR: RÓSI LJÓSMYNDARI: GÚSTAF GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.