Vikan


Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 37

Vikan - 03.09.1992, Blaðsíða 37
■ Maður nokkur, Jón Guð- mundsson að nafni, var eitt sinn í erfisdrykkju eftir aldraða sæmdar- konu. Sest var að borðum að jarðarförinni lokinni og sat Jón hið næsta prestshjónunum. - Mikið þótti mér léleg hjá þér húskveðjan, sagði Jón við prestinn. Presturinn, sem var stilltur maður, glotti og svaraði því engu. - Já, heldur Jón áfram, - hún var meira að segja lélegri en ég hafði búist við. Þá reiðist kona prests, tekur svari manns síns og segir með þjósti: - Og heldurðu nú, að þú hefðir getað haldið betri húskveðju, Jón? - Ekki eftir þig, svaraði Jón henni. ■ Frúin: Því kemurðu ekki þegar ég hringi á þig? Vinnukonan: Ég heyrði það ekki. Frúin: Þú verður þá að láta mig vita ef þú heyrir ekki næst þegar ég hringi. ■ Móðir: Ég er mjög óánægð með vitnisburðinn sem þú færð í skólanum, Eiríkur. Eiríkur: Þetta hélt ég alltaf og ég sagöi það líka við kennarann en ég gat ómögulega fengið hann til að breyta því. ■ Kona nokkur kom að himna- hliðinu, heilsaði Lykla-Pétri og kvað eiginmann sinn vera kom- inn inn í paradísina fyrir nokkr- um árum. „Hvað heitir hann?“ spurði Pétur. „Jón Jónsson." „Það var nú verri sagan. Hér eru svo margir með því nafni að erfitt getur reynst að finna hann. Geturðu gefið mér nokkr- ar upplýsingar um hann?“ „Já, áður en hann dó sagði hann að ef ég nokkru sinni kyssti annan mann myndi hann snúa sér við í gröf sinni.“ „Þá veit ég hver hann er,“ svaraði Pétur brosandi. „Við hérna uppi köllum hann óró- lega Jón.“ Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda BJjaeis js Qi^udniisx g |oq e jbiuba |Eis>(pg g ujæis ja ub>(SEí > bj6u8| J8 pipj86ujn g juA) qiwo>( QU8A jnjsq BUBqeunjg z ?!II!'|S Bjæ( qb J8 Qing t STJÖRNUSPÁ HRÚTURINN 21. mars - 19. aprfl Einhver ólga liggur í loft- inu næstu daga en það er um að gera fyrir þig að fara varlega í sakirnar. Þú getur komist langt ef þú beitir hæfni þinni inn á vel af- markaða braut. Búðu þig undir góða helgi frá 11. september. Jð NAUTIÐ 20. apríl - 20. mai Tilfinningar þínar eru með næmasta móti og breytast ört um þessar mundir. Gættu þín á aö misskiiningur komi ekki upp. En næmi þitt á líka sínar góðu hliðar og með vaxandi athygli gætiröu klófest heppnina um miðjan mánuð. TVÍBURARNIR 21. maí - 21. júní Haustið kemur hægt og gæfan þín virðist á sama hátt vera hægfara, þótt henni miði áfram á rétta leið. Með þraut- seigju tekst þér að koma reglu á leiðinleg mál. Einkunnarorð sept- embermánaðar gætu verið: „Allt tekur sinn tírna." KRABBINN 22. júní - 22. júlí Löngun þín og þörf fyrir einveru nær enn betri tökum á þér. Hafðu þó hugfast að þú verð- ur aö blanda geði við fólk af ýmsu tagi, ekki síst 11. og 12. septemb- er. Vandamál verða ekki umflúin með því að snúa baki við þeim. UÓNIÐ 23. júlí - 23. ágúst Haustið fer vel í þig og tækifærin virðast vera allt í kring um þig. Þitt er að velja úr þeim. Til að þér takist vel upp þarftu að beita ákveðni og (stundum) pers- ónutöfrum. Örlítið óhapp gæti sett smávegis strik í reikninginn 13. september. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Beittu hæfileikum þinum og reynslu i þágu annarra. Áhrifin af því gætu reynst þér ótrúleg. Þú ert í góðu andlegu ástandi um þessar mundir og þvi gæti inn- blástur þinn og innsæi komið ýmsu góðu til leiðar. Hafðu hægt um þig 12. september. VOGIN 24. sept. - 23. okt. Nú er það raunveruleik- inn en ekki hégóminn sem skiptir mestu máli. Það er um að gera að koma reglu á hlutina og búa í haginn fyrir framtíðina. Um helg- ina 11.-13. september gæti brugöið til beggja vona. ^ SPORÐDREKINN 24. okt. - 21. nóv. Þú virðist ekki vera alls- kostar ánægð(ur) með sjálfa(n) þig þessa dagana. Samskipti þín við fólk hafa oft verið betri og þú þykist eiga einhverja sök á því. Þó er sáraeinfalt að kippa þessu í lag. Ef fjallið kemur ekki til Múhameðs, þá fer Múhameð til fjallsins. BOGMAÐURINN 22. nóv. - 21. des. Ennþá virðist flest ganga þér í haginn. Þú átt einungis svo- lítið erfiðara með að temja gæf- una sem virðist, þrátt fyrir allt, vera þér hliðholl. Um miðjan mán- uð komast skriöur á mál sem þú hefur mikinn áhuga á . STEINGEITIN 22. des. - 19. janúar Þegar framkvæmdir hald- ast í hendur við hugmyndir ganga hlutirnir upp, ef hugmyndirnar eru góðar. Þú virðist hafa öll skilyrði til að koma góðum hlutum í verk ef þú lætur áhyggjurnar ekki spilla fyrir þér. VATNSBERINN p 20. janúar - 18. febrúar Hafirðu gefið loforð verð- urðu að standa við þau. Nú verð- ur ekki aftur snúið með gamlar skuldbindingar. Haustiö virðist koma óþægilega við þig á ýmsan hátt, en þetta er tímabundið á- stand sem lagast strax eftir miðj- an mánuð. FISKARNIR 19. febrúar - 20. mars Sjálfstraust er lykilatriði fyrir þig fram undir miðjan mánuð. Hugmyndir þínar eru góðar, þótt ekki sé víst að allir átti sig á þeim strax. Haltu þínu striki. Laugar- dagurinn 12. september gæti reynst þér mikilvægur dagur. 18. TBL. 1992 VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.