Vikan


Vikan - 03.09.1992, Síða 37

Vikan - 03.09.1992, Síða 37
■ Maður nokkur, Jón Guð- mundsson að nafni, var eitt sinn í erfisdrykkju eftir aldraða sæmdar- konu. Sest var að borðum að jarðarförinni lokinni og sat Jón hið næsta prestshjónunum. - Mikið þótti mér léleg hjá þér húskveðjan, sagði Jón við prestinn. Presturinn, sem var stilltur maður, glotti og svaraði því engu. - Já, heldur Jón áfram, - hún var meira að segja lélegri en ég hafði búist við. Þá reiðist kona prests, tekur svari manns síns og segir með þjósti: - Og heldurðu nú, að þú hefðir getað haldið betri húskveðju, Jón? - Ekki eftir þig, svaraði Jón henni. ■ Frúin: Því kemurðu ekki þegar ég hringi á þig? Vinnukonan: Ég heyrði það ekki. Frúin: Þú verður þá að láta mig vita ef þú heyrir ekki næst þegar ég hringi. ■ Móðir: Ég er mjög óánægð með vitnisburðinn sem þú færð í skólanum, Eiríkur. Eiríkur: Þetta hélt ég alltaf og ég sagöi það líka við kennarann en ég gat ómögulega fengið hann til að breyta því. ■ Kona nokkur kom að himna- hliðinu, heilsaði Lykla-Pétri og kvað eiginmann sinn vera kom- inn inn í paradísina fyrir nokkr- um árum. „Hvað heitir hann?“ spurði Pétur. „Jón Jónsson." „Það var nú verri sagan. Hér eru svo margir með því nafni að erfitt getur reynst að finna hann. Geturðu gefið mér nokkr- ar upplýsingar um hann?“ „Já, áður en hann dó sagði hann að ef ég nokkru sinni kyssti annan mann myndi hann snúa sér við í gröf sinni.“ „Þá veit ég hver hann er,“ svaraði Pétur brosandi. „Við hérna uppi köllum hann óró- lega Jón.“ Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda BJjaeis js Qi^udniisx g |oq e jbiuba |Eis>(pg g ujæis ja ub>(SEí > bj6u8| J8 pipj86ujn g juA) qiwo>( QU8A jnjsq BUBqeunjg z ?!II!'|S Bjæ( qb J8 Qing t STJÖRNUSPÁ HRÚTURINN 21. mars - 19. aprfl Einhver ólga liggur í loft- inu næstu daga en það er um að gera fyrir þig að fara varlega í sakirnar. Þú getur komist langt ef þú beitir hæfni þinni inn á vel af- markaða braut. Búðu þig undir góða helgi frá 11. september. Jð NAUTIÐ 20. apríl - 20. mai Tilfinningar þínar eru með næmasta móti og breytast ört um þessar mundir. Gættu þín á aö misskiiningur komi ekki upp. En næmi þitt á líka sínar góðu hliðar og með vaxandi athygli gætiröu klófest heppnina um miðjan mánuð. TVÍBURARNIR 21. maí - 21. júní Haustið kemur hægt og gæfan þín virðist á sama hátt vera hægfara, þótt henni miði áfram á rétta leið. Með þraut- seigju tekst þér að koma reglu á leiðinleg mál. Einkunnarorð sept- embermánaðar gætu verið: „Allt tekur sinn tírna." KRABBINN 22. júní - 22. júlí Löngun þín og þörf fyrir einveru nær enn betri tökum á þér. Hafðu þó hugfast að þú verð- ur aö blanda geði við fólk af ýmsu tagi, ekki síst 11. og 12. septemb- er. Vandamál verða ekki umflúin með því að snúa baki við þeim. UÓNIÐ 23. júlí - 23. ágúst Haustið fer vel í þig og tækifærin virðast vera allt í kring um þig. Þitt er að velja úr þeim. Til að þér takist vel upp þarftu að beita ákveðni og (stundum) pers- ónutöfrum. Örlítið óhapp gæti sett smávegis strik í reikninginn 13. september. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Beittu hæfileikum þinum og reynslu i þágu annarra. Áhrifin af því gætu reynst þér ótrúleg. Þú ert í góðu andlegu ástandi um þessar mundir og þvi gæti inn- blástur þinn og innsæi komið ýmsu góðu til leiðar. Hafðu hægt um þig 12. september. VOGIN 24. sept. - 23. okt. Nú er það raunveruleik- inn en ekki hégóminn sem skiptir mestu máli. Það er um að gera að koma reglu á hlutina og búa í haginn fyrir framtíðina. Um helg- ina 11.-13. september gæti brugöið til beggja vona. ^ SPORÐDREKINN 24. okt. - 21. nóv. Þú virðist ekki vera alls- kostar ánægð(ur) með sjálfa(n) þig þessa dagana. Samskipti þín við fólk hafa oft verið betri og þú þykist eiga einhverja sök á því. Þó er sáraeinfalt að kippa þessu í lag. Ef fjallið kemur ekki til Múhameðs, þá fer Múhameð til fjallsins. BOGMAÐURINN 22. nóv. - 21. des. Ennþá virðist flest ganga þér í haginn. Þú átt einungis svo- lítið erfiðara með að temja gæf- una sem virðist, þrátt fyrir allt, vera þér hliðholl. Um miðjan mán- uð komast skriöur á mál sem þú hefur mikinn áhuga á . STEINGEITIN 22. des. - 19. janúar Þegar framkvæmdir hald- ast í hendur við hugmyndir ganga hlutirnir upp, ef hugmyndirnar eru góðar. Þú virðist hafa öll skilyrði til að koma góðum hlutum í verk ef þú lætur áhyggjurnar ekki spilla fyrir þér. VATNSBERINN p 20. janúar - 18. febrúar Hafirðu gefið loforð verð- urðu að standa við þau. Nú verð- ur ekki aftur snúið með gamlar skuldbindingar. Haustiö virðist koma óþægilega við þig á ýmsan hátt, en þetta er tímabundið á- stand sem lagast strax eftir miðj- an mánuð. FISKARNIR 19. febrúar - 20. mars Sjálfstraust er lykilatriði fyrir þig fram undir miðjan mánuð. Hugmyndir þínar eru góðar, þótt ekki sé víst að allir átti sig á þeim strax. Haltu þínu striki. Laugar- dagurinn 12. september gæti reynst þér mikilvægur dagur. 18. TBL. 1992 VIKAN 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.