Vikan


Vikan - 26.11.1992, Síða 4

Vikan - 26.11.1992, Síða 4
HUGSAÐ OG HEYRT I HOLLYWOOD 26. NÓVEMBER 1992 24. TBL. 54. ÁRG. VERÐ KR. 545 í áskrift kostar VIKAN kr. 310 eintakið ef greitt er með gíró en kr. 272 ef greitt er með VISA, EURO eða SAMKORTI. Áskriftargjaldið er innheimt fjórum sinnum á ári, sex blöð í senn. Athygli skal vakin á því að greiða má áskriftina með EURO, VISA eða SAMKORTI og er það raunar æskilegasti greiðslumátinn. Tekið er á móti áskriftarbeiðnum í síma 91-813122. Útgefandi: Samútgáfan Korpus hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórarinn Jón Magnússon Ritstjórnarfulltrúi: Hjalti Jón Sveinsson Framkvæmdastjóri: Jóhann Sveinsson Markaðsstjóri: Heigi Agnarsson Innheimtu- og dreifingarstjóri: Sigurður Fossan Þorleifsson Framleiðslustjóri: Sigurður Bjarnason Sölustjóri: Pétur Steinn Guðmundsson Auglýsingastjóri: Helga Benedíktsdóttir Aðsetur: Ármúli 20-22, 108 Reykjavík Simi: 685020 Útlitsteikning: Guðmundur Ragnar Steingrímsson Ágústa Þórðardóttir og Þórarinn Jón Magnússon Setning, umbrot, litgreiningar og filmuskeyting: Samútgáfan Korpus hf. Prentun og bókband: Oddi hf. Höfundar efnis í þessu tölublaði: Steingerður Steinarsdóttir Jóhann Guðni Reynísson Bergþóra Eiríksdóttir Hjalti Jón Sveinsson Loftur Atli Eiríksson Sigrún Sigurðardóttir Esther Finnbogadóttir Þórarinn Jón Magnússon Anna S. Björnsdóttir Fríða Björnsdóttir Þorsteinn Erlingsson Sigtryggur Jónsson Margrót Hrafnsdóttir Gunnar H. Ársælsson Guðjón Baldvinsson Gíslí Ólafsson Þorsíeinn Eggertsson Jóna Rúna Kvaran Vera Ósk Steinsen Hallgerður Hádal Chrístof Wehmeier Auk þess lögðu Vikunni lið matreiðslu- menn á Hótel Loftleiðum, Holiday Inn og Óðinsvéum. Ljósmyndir í þessu tölublaði: Binni Bragi Þ. Jósefsson Magnús Hjörleifsson Bergþóra Eiriksdóttir Loftur Atli Eiríksson Þorsteinn Erlingsson Friða Björnsdóttir Gunnar H. Ársælsson Christot Wehmeier María Guðmundsdóttir o.m.fl. Forsíðumyndina tók Bragi Þ. Jósefsson af Bimu Bragadóttur f lcelandic Models. Förðun: Krístín Stefánsdóttir með snyrtivörum frá Gale Hayman. Hár: Erla ( Hári og förðun. Sjá nánar bls. 24 VEIRAN FER EKKI í MANNGREINARÁLIT Sæl aftur og takk fyrir síð- ast. Það er mikið hugs- að í Hollywood um eyðni þessa dagana og þrátt fyrir mikinn áróður og sameiginlegt átak fjölda Hollywoodstjarna að kenna fólki að umgangast fórnarlömbin og sjúkdóminn Freddy Mercury, söngvari hljómsveitarinnar Queen, lést af völdum eyöni fyrir um ári. færist þessi hrikalegi faraldur jafnt og þétt í aukana. Þótt menn séu ýmsu vanir hér og við öllu búnir sló þögn á mannskapinn þegar þær fregnir bárust að leikarinn góðkunni Anthony Perkins hefði gengið með þessa veiki og væri nú látinn aðeins 60 ára gamall. Áfallið var kannski meira fyrir þá sök að Anthony Perk- ins var einn þeirra sem slógu í gegn ungir en áttu erfiðara með að fá hlutverk þegar leið á ævina. Hann komst því aldrei í hóp þeirra leikara sem við fengum að sjá eldast hægt og bítandi á hvíta tjaldinu. Anthony Perkins var fanta- leikari þegar honum tókst best upp. Hver man ekki eftir hon- um í myndinni þar sem hann sló í gegn - hinum fræga taugabana Hitchcocks, Psycho? Þar var hann í hlutverki mótel- stjórans móðursjúka, Nor- mans Bates. Eftir leik sinn í þeirri mynd lék hann nær und- antekningalaust geðbrengl- aða morðhunda eða niður- brotnar taugahrúgur. Þannig var hann frábær í hlutverki lögreglustjórans skelfilega í Vesalingum Hugos (Les Mis- erable) og í The Trial (Réttar- höldin), hinni frábæru mynd Orsons Wells eftir sögu Kafka, svo eitthvað sé nefnt. Eyðniveiran fer ekki í manngreinarálit, svo mikið er víst. Skemmst er að minnast að ekki er nema ár frá fráfalli hins merka söngvara hljóm- sveitarinnar Queen, Freddy Mercury. Það var einmitt hóp- ur þekkts tónlistarfólks sem lagði leið sína á Wembley- leikvanginn um síðustu páska til þess að minnast söngvar- ans og safna fjármunum til rannsókna á þessari skæð- ustu veiru nútfmans. Þannig hafa stjörnurnar all- ar sem ein lagt þessari bar- áttu lið hér í Bandaríkjunum og eiga hrós skilið. Eða hvað? í reynd er þetta alls ekki spurning um val. Þetta fólk veit mætavel að ef það berst ekki hetjulegri baráttu gegn þessari ógnarveiru getur hún bókstaflega valdið því að stjörnurnar verði að lokum jafnsýnilegar á hvíta tjaldinu og himintunglin á festingunni um miðjan morgun. Því er eins gott að standa sig í baráttunni, þeirri baráttu sem ekki aðeins samkynhneigðir glíma við heldur fólk úr öllum stéttum, úr öllum áttum, á öllum aldri, allir sem stunda kynlíf og þar er æskan auðvitað fyrirferðar- mest eins og fyrri daginn. Því eru dapurleg tíðindi að heyra ennþá fordóma heima á Fróni í garð þeirra smituðu en þeir eru alltof margir sem vit- að er um og þá væntanlega þrisvar sinnum fleiri sem enn hafa ekki greinst. Þetta er því sameiginlegt mál allra þjóða en ekki sér- vandi þröngs hóps og eins fá- ránlegt að hundsa hann og holdsveikina forðum. Setjið því öryggið á oddinn. Það gera í það minnsta höfundar framhaldsþáttanna hér í Hollywood ef marka má vinsældir Beverly 90210, The Heights og Melrose Place svo einhverjir séu nefndir. Þar er nefnilega ekki tekin áhætta í efnisvali og því minna þessir þættir óneitanlega á sykur- sæta snúða sem telja farsæl- ast að vera lagðir á hilluna gómsætir og glaðir uns ein- hver bítur á agnið. Bless í bili. Kveðja, Margrét Hrafns f Hollywood Fæstir höföu grun um aö Anthony Perkins hefði gengiö með eyöniveiruna þegar hann lést fyrir skömmu, 60 ára aö aldri. 4 VIKAN 24. TBL. 1992
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.