Vikan


Vikan - 26.11.1992, Page 8

Vikan - 26.11.1992, Page 8
50% tekna sinna. Við hinar sem aldrei nutum dagvistar fyrir börnin eða nokkurra ann- arra fríðinda frá ríkinu borguð- um fulla skatta af tekjum heimilis því ekki naut eigin- maðurinn afsláttar af tekju- skatti. Enn ríkir sama viðhorf því heimavinnandi konur fá aðeins að nýta 80% persónu- afsláttar. Það er líka sorglegt að tutt- ugu til þrjátíu ára vinna á heimili er einskis metin þegar út á vinnumarkaðinn er kom- ið. Allt byggist á prófum og sjálfsmenntun og þekking, sem fólk aflar sér, verður því ekki til framdráttar þegar til launagreiðslna kemur og at- vinnuöryggi þess fólks er lítið. Ég þekki konu sem í tutt- ugu ár hugsaði um heimili. Hún byrjaði nýlega að vinna í mötuneyti og hún fær sama kaup og fimmtán ára stúlku- barn sem varla kann að smyrja brauð.“ Herdísi er annt um kjör^ mæðra og hún þekkir þau ar eigin raun. Hún er vinsæl með- al ungra mæðra í hverfinu og þær koma gjarnan við í búðinni hjá henni til að skoða og spjalla. Barnavagnarnir standa fyrir utan meðan konurnar velta fyrir sér barnauppeldi, nýjum flíkum og þeim málum sem hæst ber í þjóðfélaginu. „Það er nauðsynlegt að heimavinnandi konur hafi fata- búð í hverfinu sínu. Ekki eru allir með tvo bíla og þær verða að geta fylgst með. Það er ekki nauðsynlegt að kaupa, nóg að kíkja og sjá hvað er til. Mér finnst þetta skemmtilegtv starf og sé ekki eftir að hafa^ hafið þennan rekstur. Skemmtilegast er að það eru engir tveir dagar eins. Ég gæti ekki unnið á skrifstofu þar sem ég vissi við lok hvers vinnudags nákvæmlega hvað tæki við morguninn eftir.“ Herdísi er illa við áhættu en hún telur að það sé ekki kynjaþundið. „Ég þekki viðskiptakonu sem oft skautar þunnan ís og einn vinur sonar míns, sem er þekktur fyrir að tefla á tæp- asta vað, sagði einu sinni: „Hús, hvað er það? Það er bara hús.“ Þetta lýsir kannski best viðhorfum þeirra sem þannig spila úr sinni hendi.“ Þó áhættusækni sé að ein- hverju leyti einstaklingsbundin er ekki vafi á að færri konur en karlar veðsetja hús sín til að vinna allt eða tapa öllu. í augum Herdísar og Helgu voru húsin þeirra ekki bara hús heldur heimili. □ Verk Sigrúnar bera það með sér að hún leggur sál sína í vinnuna. Sigrún Gunnarsdóttir leir- listakona er fjögurra barna móðir og ein fimm listakvenna sem reka Art-hún galleríið. Sigrún var heima- vinnandi húsmóðir í sautján ár auk þess sem hún kenndi notkun Toyota-prjóna- og saumavéla. „Þetta hélt mér eiginlega gangandi. Mig langaði í list- nám en gat það ekki vegna barnanna. Það var ár milli þeirra elstu en svo liðu fjögur ár og þá komu aftur tvö með tveggja ára millibili. Lang- amma þeirra sagði að það væri næstum dónalegt hversu stutt væri á milli þeirra. Mig langaði að skapa eitt- hvað og saumaskapurinn gerði mér það kleift. Ég var óttalegur klaufi í handavinnu í skóla og kunni ekkert þegar ég byrjaði en ég vildi hafa krakkana vel til fara þó að efnin væru ekki mikil á þeim tíma. Það má segja að ég hafi komist áfram á þrjóskunni. Það tók mig tvo mánuði að búa til fyrstu flíkina og svo passaði hún ekki á barnið þegar hún var loks fullgerð. Ég náði samt tökum á þessu smátt og smátt. Seinna fór ég að halda námskeið í notkun prjóna- og saumavéla. Einu sinni, þegar ég var að kenna, gekk gamli handavinnukennarinn minn í salinn. Hún kom til mín eftir á og sagði: „Á dauða mínum átti ég von en ekki því að sjá þig kenna handavinnu, Sigrún mín.“ Ég smíðaði líka hús- gögn en með misjöfnum ár- angri." Sigrún fór á námskeið í Myndlistarskóla Reykjavíkur UÓSM.: BINNI árið 1979 og lagði þar stund á málun, höggmyndalist og leir- list. Hún var í fyrstu heilluð af höggmyndalistinni enda hefur hún mest gaman af að gera stóra hluti en það þarf mikið líkamlegt þrek til að vinna höggmyndir og kona með stórt heimili hefur ekki úthald í svo erfiða vinnu. Eftir mikla yf- irvegun varð leirinn ofan á. „Sumarið 1985 tók ég þá ákvörðun að gera alvöru úr listnáminu. Við fórum saman þrjár til Bandaríkjanna og vor- um í tvo mánuði á listahá- skóla. Áður en við lögðum af stað sóttum við um inngöngu í Myndlista- og handíðaskólann og vorum metnar inn á annað ár haustið eftir. Skólann klár- aði ég því á þremur árum.“ Að náminu loknu stofnaði Sigrún Art-hún ásamt Mar- gréti og Elínborgu og fljótlega bættust Erla og Helga í hóp- inn. Art-hún er ekki bara sýn- ingarsalur og gallerí heldur eru vinnustofur listamann- anna á sama stað. „Tilgangurinn er að bjóða fólki að sjá listamanninn við vinnu sína. Listfræðingar og gagnrýnendur eru búnir að skrifa fólk svo langt frá listinni að það er hrætt við hana. Oft heyrir maður sagt: „Ég hef ekkert vit á list.“ Þetta er vit- leysa því að allir hafa vit á list og eiga að njóta hennar. Hver okkar sér um galleríið eina viku i senn, þó auðvelt sé fyrir viðkomandi að vinna á meðan." ALLAR KONUR ÆITU AÐ FÁ FRÍ FRÁ HEIMILINU Þegar Sigrún fór til Bandaríkj- anna var yngsta dóttir hennar ellefu ára en elsta barnið átján ára. Hún skildi heimilið eftir í höndum eiginmannsins. „Það hefur margt breyst varðandi heimilishaldið. Fólk- ið mitt bjargar sér meira sjálft og ábyrgðinni er dreift. Ég vinn mikið og það er ekki ver- ið að baka kökur og pússa sí- fellt eins og áður var. Nú ger- um við allt saman. Við erum samhentari og ánægð með þær stundir sem við eigum saman. Það ætti að senda allar konur í nokkurra mánaða frí frá heimilinu. Þegar ég var komin í burfu sá ég best hvað ég átti góða fjölskyldu. Maður- inn minn studdi mig heilshug- ar. Þeim fórst heimilishaldið vel úr hendi og hann fékk tækifæri til að vera meira með börnunum en áður.“ GALLERÍ Á VILLIGÖTUM Þegar Sigrún og félagar hennar stofnuðu Art-hún stóð ekki á hrakspám og úrtölum fólks. „Það hélt að við myndum ekki endast út árið, staðurinn væri úr alfaraleið og við mynd- um fljótlega gleymast. Raunin hefur orðið önnur og við erum óskaplega ánægðar með sam- starfið. Við erum mjög sam- hentar og samkomulagið er gott enda orðnar þekktar sem Art-hún hópurinn og sýnum oft saman. Núna stendur til að við sýnum í Chicago í haust. Kannski felst styrkur okkar í þvi hvað við förum ólíkar leiðir í listsköpun okkar. Ef einhver okkar er í vandræðum getum við gefið hver annarri góð ráð og þannig kvikna oft bestu hugmyndirnar." Sigrún er mikil útivistarkona og hún slappar af á golfvellin- um. „Golf er mjög agað sport sem krefst mikillar einbeiting- ar. Það hjálpar mér að aga sjálfa mig. Ég hef gaman af útiveru en göngutúrar án golf- kúlu eru að mínu mati til- gangslausir. Helst vildi ég aldrei gera annað en að leira og spila golf.“ Þessi forgangsröð Sigrúnar segir kannski meira um hana en mörg orð og víst er að þessi kona geislar af vinnu- gleði og ánægju. Verkin henn- ar bera það með sér og hún leggur sál sína í vinnuna. í kertastjaka nýtir hún fótinn af uppáhalds rauðvínsglasinu sem brotnaði og skartgripi skreytir hún antikperlum, steinum og öðru sem fellur til. Konan sem smíðaði hillur og saumaði af þrjósku er komin á rétta hillu. FRAMKVÆMDAKONUR Viðmælendur okkar eiga það sameiginlegt að hafa ákveðið að stíga skrefið sem oft er erfitt að taka og treysta á sjálfar sig og hæfileika sína. Þær sáu fram á rýmri tima og leiðin, sem þær völdu til að nýta hann, gafst þeim öllum vel. Kannski hafa konur þau forréttindi umfram karlmenn að geta leikið tvo þætti sinnar eigin ævi. Ef þær kjósa að eignast börn verða þær að laga vinnu sína að þörfum fjölskyldunnar. Þegar börnin vaxa úr grasi og losa takið á pilsfaldi móðurinnar gefst henni tækifæri til að grípa flóðið og róa á ný og betri mið. □ 8 VIKAN 24. TBL. 1992
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.