Vikan - 26.11.1992, Qupperneq 42
! UÍ ECTll
Nefna má margar tegundir
línóleiksýra, rakaefna og að
auki margs konar sólgeislasí-
ur sem vernda húöina fyrir ó-
hollum áhrifum sólarinnar.
Þátttakendum var að lokum
boðiö að koma sér fyrir á
legubekkjum eins og þeim
sem Rómverjar notuðu til
forna til að njóta vellystinga.
Afhent var mikil „bók“ sem
innihélt fjölda silkimjúkra efn-
isbúta sem þreifa átti á og
áttu að svara til húðar sem
hefði hlotið meöferð Teint
SLumimnére Fluide. Á meðan
gestirnir lágu út af fylgdust
þeir á litlum skjá við fótagafl-
inn með degi í lífi tveggja ást-
fanginna og áhyggjulausra
Parísarbúa. Síðan var leikið á
hörpu á meðan gestirnir
hvíldu sig á legubekkjunum
og átti hörpuslátturinn að und-
irstrika slakandi áhrif Teint
Lumimnére Fluide á húðina.
Allar vörur frá Chanel eru
hannaðar í anda frúarinnar en
jafnframt eftir ströngustu
gæðastöðlum heims. .Snyrti-
vörurnar eru þær vörur sem
eru undir nákvæmastri smá-
sjá þar sem þær tengjast
heilsufari fólks en ekki er mik-
ið að óttast á því sviði fyrir
Chanel þar sem snyrtivörurn-
ar þaðan eru meðal þeirra
bestu í heiminum. n
▲ Mýkingar- og
slökunareigin-
leikar faröans
kynntir á tákn-
rænan hátt,
annars vegar
meö lítlu
bókinni meö
mjúkum efnis-
bútum sem
sést liggja viö
hliö konunnar í
forgrunni og
hins vegar
meö hörpuleik,
afslöppun á
legubekkjum
fyrir utan aö
fylgst var meö
stuttmynd á
sjónvarps-
skjánum.
I'EINT lumiéh
INT LUM FLUIDE
FLUIDE ebfecting makeu,
.vl-'ECT I NG MA
CHANEL
CHANE paris
PARIS r
,*v -UZjjgL
INT
FLL
INT LUMÍ EINT LUMIÉRE LUMie;
FLUIDE FLUIDE .UIDE
: . FCTING MA FERFECTING MAKEUP TING MAKt
CHANI CHANEL ANEL
P A R 1 5 PARIS ARIS
M j u jHp
ÁTTA MÁNAÐA
ELDGOS
ÚR BÍLSKÚR
ÞUNGAROKK Á
GEISLADISKI MEÐ
BLEEDING YOLCANO
Fyrir tveim árum spilaði
hljómsveitin Boneyard í
Klúbbnum og eignaðist
álitlegan hóp aðdáenda. Síð-
an ekki söguna meir fyrr en
allt I einu núna að hljómsveit-
in hefur breytt um nafn og
gefið út geisladisk. Allt efnið
er nýtt og nú heitir sveitin
Bleeding Volcano. Þegar
strákarnir voru búnir að fá nóg
af spilamennskunni í Klúbbn-
um sendu þeir staðnum
þannig hugsanir að hann
hrundi til grunna á endanum.
Svo lokuðu þeir sig inni í bíl-
skúr og strengdu þess heit að
vera þar þangað til þeir hefðu
samið frambærilegt efni á
geisladisk. Þeir komu út úr
bílskúrnum í febrúar síðast-
liðnum. Þá tóku þeir upp eitt
lag á væntanlegan disk.
Smám saman tóku þeir upp
fjórtán lög en það leið hálft ár
þar til diskurinn var fullgerður.
Hljómsveitin kynnti diskinn
á Púlsinum um daginn. Strák-
arnir segjast vera kraftrokkar-
ar en það er engum blöðum
um það að fletta að hér er
þungarokk á ferðinni. Þeir
halda í heiðri helstu hefðir
þungarokksins í sviðsfram-
komu, svo sem hársveiflur og
líta þar að auki út eins og
þungarokkarar; leðurgalli, sítt
hár og tilheyrandi.
Það er ósvikið bílskúrssánd
I bandinu, í besta skilningi
orðsins; þétt og örugg spila-
mennska eftir þrotlausa
samæfingu og lögin lifa hvert
um sig sínu lífi enda eru þau
ekki eins einhæf og oft vill
verða með þung rokklög.
Textarnir eru allir á ensku og
eru birtir á vel útilátnum miða
með disknum á frumlegri hátt
en ég hef áður séð; þeir eru
allir teiknaðir upp í símjókk-
andi hring, svipað og hringiða
hrauns enda heitir diskurinn
Damcrack eða Stíflubrot. Hall-
ur Ingólfsson trommari hann-
aði umslagið og virðist vera
aðalsprautan í grúppunni en
auk hans eru meðlimir hljóm-
sveitarinnar þeir Vilhjálmur
G.F. Brekkan söngvari, Guð-
mundur Þ. Sigurðsson bassi,
Sigurður Kristinsson gítar og
maður að nafni Hellvis
Christley.
Hljómsveitin gefur diskinn
út sjálf en Japis dreifir honum.
Strákarnir segja að hann sé
ekki hugsaður mikið til út-
varpsspilunar heldur miklu
fremur til heimabrúks. Þótt
menn sæki þungarokkshljóm-
leika grimmt hér á landi virðist
þessi tegund tónlistar ekki
eiga upp á pallborðið hjá
plötusnúðum útvarpsstöðv-
anna.
Hér er á ferðinni hressandi
niðurrifsrokk, ætlað til hljóm-
leikaflutnings og vandlegrar
hlustunar. □
42 VIKAN 24. TBL. 1992
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON/UOSM.iSS