Vikan


Vikan - 26.11.1992, Side 80

Vikan - 26.11.1992, Side 80
ar hann fór en það gekk yfir eins og annað. í kjölfarið sigldu breytingar innanhúss sem eru af hinu góða.“ - Er þetta framtíðarstarf? ' „Ég ætlaði að hætta í des- ember á síðasta ári því þá var ég búinn að fá nóg. Útvarp hér er að mörgu leyti lýjandi. Menn brosa framan í þig eina stundina og reka rýtinginn í bak þér þá næstu. Það er þreytandi að vera stöðugt á varðbergi og passa sig á því sem maður segir. Ég hef alltaf átt góð samskipti við fólk af öðrum stöðvum en ég þekki auðvitað líka dæmi um hið gagnstæða. Á Bylgjunni voru stundum vandræði eins og á hverju öðru heimili og stund- um var því líkast sem fimmtán litlir einræðisherrar væru að berjast um „frægð“ í stað þess að snúa bökum saman og búa til gott útvarp. Þetta hefur haft sín áhrif og ég var orðinn hundleiður á þessum al- ræmda kjaftagangi.11 GRÓUSOGUR OG RÓMANTÍK - Hefurðu orðið fyrir barðinu á sögusmettunum? „Ekkert til að kvarta yfir. Ég hef reynt að vera heiðarlegur og tek ekki þátt í slíku en hef auðvitað fengið minn skammt. Skemmtilegasta sagan kom reyndar frá Akureyri og var á þá leið að ég sæist allajafna í „Mekku sukksins“ (höfuðborg- inni) með glas í hendi á öldur- húsum og stæði jafnan fremstur í flokki þegar mestu hátíðahöldin riðu yfir!“ Nú berast spjótin að Maríu Sveinsdóttur sem hefur verið iðin við að skjóta inn staðfest- ingu á orðum sambýlismanns- ins. Hún kveikir á kertum þeg- ar ég spyr Snorra um ástina. „Það var nú svolítið skondið hvernig ég kynntist Maríu,“ segir hann og það vottar fyrir bliki í augunum. „Sumarið sem ég var á kvöldvakt á Stjörnunni bjuggum við Arnar Kristinsson félagi minn í tjaldi inni í Laugardal. Allt í einu um mitt sumar gaus upp fárviðri og voru menn auðvitað gátt- aðir á að við skyldum lifa hild- arleikinn af. Þóttum við sýna mikið harðfylgi þegar við vökn- uðum í tjaldtægjunum einum saman og komum okkur í skyndingu í öruggt húsaskjól. Ég vissi að Arnar hafði farið niður í Klúbbkjallara sem þá - Ertu djassgeggjari? „Já, en ég er nú alveg dott- inn út úr því núna og hér heima leyfir konan ekki djass,“ segir hann glottandi. „Annars er ég alæta á tónlist. Eftir starfann á Hljóðbylgjunni kom ég suður. Eftir frækna fjögurra daga setu í Háskólanum byrj- aði ég á Stjörnunni. Þar var ég í tæpt ár, svo rúmt ár á Bylgjunni og fór svo yfir á Rás 2 þar sem ég er núna.“ Snorri starfar við þáttagerð á Rás 2. - Áttu þér fyrirmyndir? „Eiga ekki allir sínar fyrir- myndir? Útvarpsfólk er næmt á umhverfið. Þorgeir Ástvalds- son er gott dæmi og einn sá besti sem ég hef unnið með. Hallgrímur Thorsteinsson er líka frábær þegar honum tekst best upp. Kannski sá albesti, þótt sterkt sé að orði kveðið. Það er mikið af góðu fólki í út- varpi sem ég lít upp til og hef notið að vinna með í gegnum tíðina en endurnýjunin mætti vera meiri.“ - Hver er munurinn á Ríkis- útvarpinu og einkastöðvunum? ▲ Ung og ástfangin. ^ Snorri og María meö dótt- urina Söru Líf sem er tveggja ára. - Hvenær byrjaðir þú í fjöl- miðlum? „Pabbi kom mér á bragðið. í einhverju hádeginu, þegar ég kom heim, hafði hann heyrt óskað eftir auglýsinga- lesara í svæðisútvarpinu á Akureyri. Ég fór í mjög hátíð- legt raddpróf og nokkrum dögum seinna hringir kona frá Ríkisútvarpinu og tilkynnir mér að ég verði að vísu ekki ráðinn en áhugi sé á að fá mig til að sjá um unglingaþátt. Voru sex af krökkunum sem komu í raddpróf fengnir til að sjá um hann til skiptis. Þannig hófst mín þáttagerð. Ég held að öllum sem leita fyrir sér í fjölmiðlum sé hollt að starfa við dagskrárgerð hjá ríkinu, að minnsta kosti um stundarsakir. Ég var í einn vetur með þennan unglinga- þátt, svo á Hljóðbylgjunni sem þá var nýstofnuð. Síðan sé ég um djassþátt á Rás 2 með Sverri Páli kennara." - Er mikil samkeppni á milli útvarpsstöðvanna? „Það er alltaf viss sam- keppni og menn eru stöðugt að velta fyrir sér skoðanakönn- unum. Samkeppni er alltaf af hinu góða og án hennar yrði engin endurnýjun. Menn taka skoðanakannanir mismikið inn á sig en auðvitað setja yfir- mennirnir vissa pressu á fólk fyrir og eftir. Ég hef reynt að vinna mína þætti vel og búa til áheyrilega dagskrá. Þær dag- skrárstefnur sem Rás 2 og Bylgjan reka henta að mínu mati vel fyrir þennan litla mark- að: Við höfum gert sömu hluti á fimm árum sem aðrar þjóðir gerðu á þrjátíu. Við erum í raun og veru að gera hið ó- mögulega - að búa til útvarp fyrir alla sem í reynd verður oftast útvarp fyrir engan. Er- lendis eru útvarpsstöðvarnar miklu sérhæfðari og þar finnur fólk það sem það vill heyra í það og það skiptið." „Ja, þetta er auðvitað ríkis- stofnun og allt formlegra og svifaseinna en hjá einka- stöðvunum. Munurinn er þó ekki meiri nema ef vera skyldi kröfurnar sem ég geri til sjálfs mfn og kröfur hlustenda. Rás 2 var auðvitað brautryðjandi í dægurmálaútvarpi. Þar fór fyrst að heyrast götumál, popptónlist og vinsældalistar. Maður ber því sjálfkrafa meiri virðingu fyrir þessari stofnun, að minnsta kosti enn sem komið er. Við höfum líka meiri tíma til allra hluta og aðgang að öllum upplýsingum." - Hvernig var að missa Stefán Jón og fá nýjan yfir- mann? „Það var talsverður tauga- titringur þegar Stefán Jón sagði upp enda var hann orð- inn eins konar holdtekja Rás- ar 2. Það var sagt í gríni að Rás 2 þyrfti ekki einkennis- merki, mynd af Stefáni Jóni dygði alveg. Ýmsum brá þeg- 80 VIKAN 24. TBL. 1992
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.