Vikan


Vikan - 26.11.1992, Page 82

Vikan - 26.11.1992, Page 82
UMSJON: GUNNAR H. ARSÆLSSON NYJAR HLJOMPLÖTUR * NÝJAR HLJÓMPLÖTUR * NÝJAR HLJÓMPLÖTUR SÓDÓMA: ÚR KVIKMYND SÓDÓMÍSKT ROKK Loksins fékk undirritaður upp- áhaldslagið sitt með íslenskri hljómsveit á disk. Þetta er lag- ið Animalia með hljómsveit- inni Ham en sú sveit á þrjú lög af alls þrettán á disknum úr ágætri kvikmynd Óskars Jónassonar. Ham er kraft- mesta sveitin á disknum en meðal annarra sem koma fram eru Júpíters, Sálin hans Jóns míns, Björk Guðmunds- dóttir og Þórhallur (Skúlason), Björk og KK-Band, Funk- strasse (diskóútibú Ham) og svo Sigurjón Kjartansson, gít- arleikari Ham. Hann sá um að semja hina eiginlegu kvik- myndatónlist myndarinnar en hún er hins vegar í minnihluta á disknum. Hverjir standa sig svo best? Það eru Ham-menn sem hefja þennan disk upp til þeirra hæða sem hann er í. Björk og Þórhallur eru með ágætt danslag, Takk, og dúett henn- ar og KK, Ó borg mín borg, er einnig vel hlustunarhæft lag. KK tekur einnig lagið góða Slappaðu af en upprunalega útgáfan mun þó alltaf standa fremst í flokki. Sinfónískir til- burðir Sigurjóns í síðasta lag- inu, Sódóma Gómorra, eru einnig athyglisverðir og virðist þetta vera svið sem hann hef- ur alla burði til að þróa hjá sér í framtíðinni. STJÖRNUGJÖF: **** Þrír blóö- dropar Megasar innihalda 16 lög og þau rólegu eru betri en keyrslu- lögin. SINEAD O'CONNOR: AM I NOT YOUR GIRL? ÁSTÆÐAN Eftir tvær þrælgóðar plötur snýr írska valkyrjan Sinead A nýjasta disknum syngur Sinead lög- in sem hún ólst upp vió. O’Connor við blaðinu og nýj- asta platan hennar saman- stendur af gömlum en þó mis- gömlum slögurum sem hún segist sjálf hafa alist upp við og að þessi lög séu sú tónlist sem olli því að hún varð söng- kona. Sem sagt, þetta er á- stæðan, eins og segir á diskn- um. Hér er meðal annars „Big- band-djass“ á ferðinni (hljóm- sveitin var skipuð 47 hljóð- færaleikurum) þótt heildaryfir- bragðið sé rólegt. Nýjasta lag- ið er úr söngleiknum Evitu, Don’t Cry for Me Argentina, eftir Tim Rice og Andrew Ll- oyd Webber. Rödd Sinead fellur vel að því lagi og frammistaða hennar er alveg ágæt út alla plötuna sem er mjög vel spiluð á allan hátt. Sjálfur kann ég þó þetur við hana í rokkinu og er nokkuð viss um að næsta plata henn- ar verður slík. STJÖRNUGJÖF: *** MEGAS: ÞRÍR BLÓDROPAR MEGAS Á KREIK Á NÝ Þegar hafa textarnir á nýjasta diski Megasar valdið deilum. í þeim eru samskipti kynjanna þema en yfirleitt er eitthvað að hjá persónunum, einhverjir brestir, yfirborðið ekki slétt og fellt. Sá texti sem mest hefur farið fyrir brjóstið á fólki er við lagið Kvöld í Atlavík og lýsir því á mjög spaugilegan en um leið alvarlegan hátt þegar stúlka missir meydóminn um verslunarmannahelgi og þykir það „í rauninni bara rétt og slétt smán“. Með betri lögum Megasar í langan tíma er á disknum. Þetta er lagið Mætta, voldug lagasmíð en rennur þó í gegn í rólegheitum. Þar leikur trommusláttur Sigtryggs Bald- urssonar stórt hlutverk. Fleiri snjallir tónlistarmenn koma við sögu á plötunni, svo sem Jón Ólafsson í Nýdanskri sem fer til dæmis á kostum á org- elinu í laginu Viltu byrja með mér. Guðlaugur Óttarsson (þriðja eyrað!) kemur líka vel út með sitt „gítarvæl” og Har- aldur Þorsteinsson er sem klettur á bassann. Að auki koma Bubbi Morthens og Mó- eiður Júníusdóttir fram á plöt- unni. Sem fyrr finnst mér Megas betri í rólegu lögunum, rödd hans nýtur sín betur, svo og hljómur plötunnar, sem er með því besta sem ég hef heyrt úr íslensku hljóðveri enda góður maður á tökkun- um, Hilmar Örn Hilmarsson. Fyrsta plata Megasar í rúm tvö ár er fínasti gripur. STJÖRNUGJÖF: **** MIKE OLDFIELD: TUBULAR BELLS II HUÓÐGERVLAFRÍK! Fyrir um það bil tuttugu árum kom Mike Oldfield Virgin plötuútgáfunni af stað með plötu sinni Tubular Bells en Virgin var eina fyrirtækið sem treysti sér til að gefa verkið út. Nú kemur Mike Oldfield fram með disk sem- er eins konar framhald á Tubular Bells og notar meira að segja sum stefin sem voru þeirri plötu. Er það ekki svolítið ódýrt? Samt sem áður er margt skemmtilegt á þessum diski og Oldfield er margt til lista lagt, það er alveg greinilegt. Þetta er plata fyrir þá sem hafa gaman af alls konar hljóðgervlum og „sömplur- um“. STJÖRNUGJÖF: *** MiKe uiatieia giaoDeittur meo einn gitarinn sinn en hann er mikið hljóögervlafrík.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.