Vikan


Vikan - 26.11.1992, Page 83

Vikan - 26.11.1992, Page 83
 NYJAR HLJOMPLOTUR s#s NYJAR HLJOMPLOTUR * NYJAR HLJOMPLOTUR R.E.M.: AUTOMATIC FOR THE PEOPLE GÆÐAMERKI Nýi diskurinn frá R.E.M. er nokkuð frábrugðinn því sem við eigum að venjasl úr þeim herbúðum. Hann er allmiklu rólegri en síðasta plata, Out of Time (1991) og miklu ró- legri en Green (1988), þlatan sem þeir félagarnir slógu I gegn með. Utsetningarnar á nýja disk- inum eru geysilega vel unnar og er greinilegt að þeir hafa lagt mikla áherslu á þær. Lag- iö Nightswimming er gott dæmi um þetta, þar sem pí- anó, strengja- og blásturs- hljóðfæri leika stórt hlutverk. Það er líka aukin áhersla á söng Mike Stipe og kemur hann mjög vel út á plötunni. Óhætt er að fullyrða að þetta sé best sungna R.E.M.-plat- an, hlustið til dæmis á Try Not to Breath, geysifallegt lag. Fleiri lög mætti tína til en mál- ið er að hljómsvetin R.E.M. frá Aþenu í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum er oröin visst gæðamerki í popptónlist. STJÖRNUGJÖF: ★★★★ ALICE IN CHAINS: DIRT KRAFTKÖGGULL FRÁ SEATTLE Alice in Chains er ein af þess- um mögnuðu rokksveitum sem koma frá Seattle I Bandaríkjunum en þar virðist eitthvað meiri háttar vera að gerast í rokktónlist. Þess má geta að hljómsveitirnar Nir- vana og Pearl Jam eiga ættir sínar að rekja til sömu slóða. Lísu í hlekkjum skipa þeir Layne Staley (söngur, gítar), Jerry Cantrell (söngur, gítar), Mike Starr (bassi) og Sean Kinney (trommur). Dirt er ann- ar diskurinn þeirra og hefur ▲ Banda- ríska sveitin R.E.M. er oröin visst gæöa- merki í popptón- list. þessa gffurlegu útgeislun sem er svo heillandi. Lögin Sick- man og Them Bones eru gott dæmi um þetta. Rólegar laga- smíðar eiga líka upp á pall- borðið hjá þeim, svo sem í laginu Rooster sem fjallar um hugsanir hermanns á vígvelli, svo og Down in a Hole. Það má heyra áhrif frá ýmsum í tónlist Alice in Chains, meðal annars frá Frank Zappa (Hate to Feel) og Johnny Lydon í Public Image Ltd. (God Smack), þó að mestu sé um áhrif frá hefð- bundnari rokkurum að ræöa. Dirt er með betri og kraftmeiri rokkplötum sem lent hafa undir geislanum hjá undirrit- uðum í ár. STJÖRNUGJÖF: ★★★★ JET BLACK JOE: JET BLACK JOE KOMINN TÍMITIL Frumburður Jet Black Joe er með bestu frumburðum sem f gegnum lögin Take Me Away og Stepping Stone. Ballöðurnar eru líka á sínum stað og í laginu Falling strýkur upptökustjórinn, Eyþór Arn- alds, sellóið og gefur þaö lag- inu skemmtilega áferð. Þeir kunna þetta greinilega allt saman. Það er sterkur heild- arsvipur á diskinum og hvergi byrjendabragur á honum. Hljómsveitin er geysiþétt og sama má segja um „sándið“. Diskinum lýkur svo á einni ballöðu til, Coming in sem er með fallegri lögum á honum. Það var kominn tfmi til að við eignuðumst alvöru rokksveit. STJÖRNUGJÖF: ★★★★★ JETHRO TULL: A LITTLE LIGHT MUSIC Anderson og félagar eru í fínu formi víðs vegar um heiminn. Það sem gerir þennan disk (plötu) skemmtilegan er að tónlistin fær að njóta sín til fulls, er ekki of „próduseruð" enda er diskurinn svo til óraf- magnaður. Anderson sjálfur er í firna góðu formi, bæði söngurinn og flautuleikurinn. Fín framlenging á Skagarokk- inu. STJÖRNUGJÖF: ★★★ APOCALYPSE: SAFNPLATA Á Apocalypse (Dómsdagur) koma fram þrjár helstu dauðarokksveitir landsins: Sororiocide, In Memoriam og Strigaskór no. 42. Þrjú lög eru á hverja sveit. Jón Skuggi stjórnaði upptökum og gefur diskurinn bjartar vonir um að hérlendis geti þróast enn frek- ar verulega góður dauða- rokksgeiri. Það er mikill kraft- ur í sveitunum og kannski ekki rétt að gera upp á milli þeirra. Helsti galli disksins er að sveitirnar eru svolítið keim- líkar. En samt; Dómsdagur er gott mál. STJÖRNUGJÖF: ★★★ ▲ Jet Black Joe: Fimm stjörnu byrjenda- verk. Al- vöru rokk- sveit. komið hafa út í íslenskri rokk- sögu. Hér spretta fram á sjón- arsviðið einstaklingar sem hafa skólað sig í verkum helstu rokkfrömuða en eru samt ferskir svo um munar. Páll Rósinkrans söngvari er til dæmis með „original" rokk- rödd og er besti rokksöngvari sem komið hefur fram hér á landi í áraraðir. Á nýja diskinum eru ellefu lög, þar af eitt eftir Ray Davies úr Kinks, Lazy Old Sun. Rain, smellur ársins, er þarna líka, einnig Big Fat Sto- ne. Bæði þessi lög voru á síð- ustu Bandalagaplötu. Jet Black Joe er rokkhljóm- sveit. Eins og vel tjúnaður Chevrolet keyrir sveitin á fullu Morrisey er á uppleið. MORRISEY: YOUR ARSENAL Fjórði diskur Morrisey sýnir að hann er á leiðinni upp úr viss- um öldudal. Hann hefur yfir sér ferskari blæ en síðustu tvær skífur og það er sá frægi Mick Ronson, fyrrum hjálpar- kokkur meistara Bowie, sem stýrir tökkum. Lögin samdi Morrisey flest í samvinnu við gítarleikarann Alain Whyte og af þeim eru National Front Disco og Seasick, Yet Docked og Glamourous Glue best. Hér er samt ekkert Ev- ery Day Is Like Sunday er perla Morrisey af fyrsta diskinum, Viva Hate. STJÖRNUGJÖF: ★★★★
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.