Vikan


Vikan - 26.11.1992, Síða 107

Vikan - 26.11.1992, Síða 107
ELVA ÓSK FRH. AF BLS. 12 húsi, tólf ára gömul. Ég fluttist ekki til Reykjavíkur fyrr en ég fór í leiklistarskólann, tvítug, fyrir átta árum,“ segir Elva og gosið ber á góma. Hún man vel eftir því. „Ég man vel eftir því að mamma hafði verið að lesa bók og sérstaklega situr fast í mér að á bókarkápunni var mynd gf manni á hækjum sem var að hlaupa undan eld- gosi! Bókin heitir meira að segja Ógnir fjallsins og er eftir Hammond Innes. Og eldri systir mín átti að fara í lands- próf eða eitthvað slíkt og ég man að við héldum að væri kominn upp eldur í gagn- fræðaskólanum sem við sáum út um gluggann. Þá var skóla- stjórinn þar ekkert sérstaklega vinsæll meðal nemenda eins og gengur og þegar hún var vakin upp út af eldgosinu þá sneri hún sér yfir á hina hlið- ina og umlaði að skólastjórinn myndi aldrei sleppa prófinu þó það yrði eldgos. En við vorum rifin upp og drifin niður í bát og ég man eftir því að ég vildi ekki fara, var svo mikill Vest- mannaeyingur að ég var þá, níu ára gömul, ákveðin í þvi að þar ætlaði ég að deyja líka. Síðan gleymi ég því aldrei að það var horft á okkur eins og geimverur þegar við kom- um upp á land. Við fórum í Melaskólann og þar sem við gengum inn ganginn með teppi á öxlunum fannst mér að það væru þúsund andlit á gluggunum að horfa á mig eins og einhverja ókennilega veru utan úr geimnum. Þetta var óhugnanlegt. Við bjuggum í Kópavoginum í nokkra mán- uði en vorum komin aftur til Vestmannaeyja í júlí, minnir mig. Við vorum ein af tíu fyrstu fjölskyldunum sem fluttu til baka og þá var fjallið enn að gjósa, ekkert rafmagn eða neitt. Og ég fékk þessa tilfinningu aftur þegar Hekla gaus 1980,“ segir Elva en maðurinn með hækjurnar lét þó hvergi á sér kræla, hefur ekki sést síðan sjötíu og þrjú. UNDARLEG LYKT Elva stundaði nám við fram- haldsskólann í Vestmannaeyj- um, lauk síðan leikaraprófi ‘89 og fór beint norður til Leikfé- lags Akureyrar þar sem hún lék í Húsi Bernhörðu Alba, þá til Reykjavíkur þar sem hún fékk hlutverk í leikritinu Kjötið eftir Ólaf Hauk Símonarson og Ég er meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín og síðan hefur hún verið hjá Leikfélagi Reykjavíkur, þó með þeirri undantekningu að hún fór aft- ur norður og lék Snæfríði ís- landssól f íslandsklukkunni. Þá er ótalið fyrsta hlutverk hennar en hún lék Eyjapíu í kvikmyndinni Nýtt líf. Hún átti líka að leika eitt aöalhlutverkið í sjónvarpsþáttaröðinni Sigla himinfley eftir Þráin Bertels- son en það var dregið til baka á síðustu stundu af því að samningar tókust ekki milli leikarafélaga á Norðurlöndum og hins norræna sjónvarps- sjóðs. Þá þegar voru leikar- arnir byrjaðir að undirbúa sig fyrir verkið. Þetta kom að von- um mjög illa við marga sem áttu mikið undir því að þessi mynd yrði gerð, þetta var stórt verkefni en það er undarleg lykt af málinu. „Nú veit ég ekki almenni- lega hvað er framundan en svona okkar á milli þá er ég komin fimm mánuði á leið aft- ur en það er allt í lagi, Bella fitnar bara svolítið, henni finnst svo góður ís. Ég vona bara að eitthvað skemmtilegt gerist á næsta ári og ég vil að farið geti saman frami og fjöl- skylda. Það er hægt með góðum aðstandendum, ég á þá og ég vona að ég geti orð- ið svoleiðis kona.“ Það glampar á vonina í augum hennar og hún skilur ekkert í því að fólk skuli líta. hornauga að hún.og.aðrir leik- arar vinna mest á kvöldin. Henni finnst það einmitt mjög jákvætt, að geta verið með barninu, og eftir um það bil fjóra mánuði börnunum, á þeim tímum sem það, eftir um það þil fjóra máriuði þau, er' vakandi. En þetta kemur nú allt í Ijós, eftir um það bil fjóra mánuði. □
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.