Vikan


Vikan - 26.11.1992, Qupperneq 110

Vikan - 26.11.1992, Qupperneq 110
í myndinni eins og þegar gamla kærustupariö sá draug- inn á leiðinni til átthaganna, auk þess þegar gamli maður- inn fór berfættur sína hinstu ferð upp fjalliö þannig að blæddi úr. Þetta hafði minnt hann á hina heilögu sögu um Jesú þegar hann bar kross- inn. Þaö eina sem Stewart fann að myndinni var að það vantaði skýringu á hvers vegna gamli maðurinn klifraði upp fjallið. Auk þess taldi hann að gamli maðurinn hefði mátt sýna meiri mannleg við- brögð þegar kærastan dó. Marnie, sem var með þeim hjónum, haföi svipaða sögu að segja um myndina, þótti hún falleg, alvarleg og hafa góðan boðskap. Djúpþenkjandi Alsírbúi, Hafid að nafni, sem hafði lagt stund á kvikmyndagerð í heimalandi sínu, vildi líka leggja mat á myndina. Hann taldi þetta ekki bestu kvik- mynd sem hann hefði séð en hún væri samt sem áður at- hyglisverö, góð og hefði góð- an boðskap fram að færa, væri Ijóðræn og hæggeng. Hafid þótti tilkomumikið að sjá þegar gamla kærustuparið sá drauginn. Mikiö þótti honum til landslagsins koma sem myndin endurspeglaði. Hafid fannst myndinni svipa til mynda frá Austur-Evrópu, andrúmsloftið væri þunglama- legt og því væri hún ólík bandarískum kvikmyndum þar sem hraöi og spenna skipaði oftast höfuösess. íslensku myndina taldi hann því ekki eins mikið léttmeti, þetta væri ekki slagsmálamynd né á- takamynd. Hann sagöi mynd- ina samt létta, þrátt fyrir alvar- legan söguþráö og undirtón. Hún væri góð blanda af al- vöru og léttleika. Síðustu viömælendurnir Umbi rekur erindi biskups undir Jökli voru þrjár hressar, grískar námsmeyjar sem höfðu séð Ryð, Magnús, Kristnihald und- ir Jökli og Börn náttúrunnar, þær Eleni, Maria og Johanna. Þær voru sammála um að Börn náttúrunnar væri besta myndin af þessum fjórum. Johanna vildi meina að Börn náttúrunnar væri fyrsta myndin sem hún hefði séö sem tæki á þessu efni, hvern- ig það sé að verða gamall og afskiptaleysi gagnvart gömlu fólki í nútímaþjóðfélagi. Henni fundust líka innskot gamalla mynda í myndinni sjálfri vera athyglisverð vegna þess að þau sýndu lífsvenjur fólks fyrr á árum. Johanna taldi að Börn náttúrunnar hefðu frekar átt aö fá óskarsverðlaunin fyr- ir bestu erlendu myndina en ítalska myndin, Miðjarðarhafið. Henni leist líka vel á mynd- ina Ryð, sérstaklega aðalleik- arann, Egil Ólafsson. Henni þótti hann standa sig vel í al- varlegu hlutverki rétt eins og í myndinni Magnús. í þvl sam- hengi lagði Johanna áherslu á að efnið í Magnúsi væri ekk- ert nýtt því hún hefði áður séð myndir um svipað efni - eins og tilgang lífsins. Henni þótti auðvelt að skilja efni myndar- innar og því væri hún ekki þung I vöfum. Aö síðustu gat hún þess að henni þættu ís- lenskar myndir raunverulegar því þær fjölluðu um lífið sjálft og tilveruna og væru því ekki draumóramyndir eins og bandarískar bíómyndir. Eleni þótti Magnús raunsæ mynd og sýna eðlileg við- brögð sjúklingsins, auk þess að endurspegla hugsunarhátt hans um lífið og tilveruna. ▲ Alsír- búinn Hafid þótti tilkomu- mikiö þegar gamla kærustu- pariö sá drauginn. Egill Ólaf- sson og Hrímnir í Magnúsi. Hins vegar líkaði Eleni ekki Ryð því sú mynd væri of dulúðug, dökk og frekar hæg- geng vegna þess að hún hélt að hún væri að fara að sjá sálfræðilegan trylli eins og auglýst hafði verið I bæklingi kvikmyndahússins. Hún átti ekki orð til að lýsa Börnum náttúrunnar, myndin væri fal- leg í alla staði. Hún lofsamaði leik gömlu hjónanna, lands- lagið fannst henni stórfenglegt og tónlistin töfrandi. Kvik- myndatökuna taldi hún fag- mannlega. María, þriðja gríska stúlkan, hafði eingöngu séð Magnús og líkaði myndin vel því hún væri þjóðfélagslegs eðlis. Auk þess fannst henni hún fallega tekin og tónlistin falleg að auki. Henni þótti líka myndin vera vel samsett, bæði grát- brosleg og alvarleg í senn. Henni fannst myndin vera menningarleg og því gjörsam- lega ólík að gerð samanborið við amerískar kvikmyndir. Að mati greinarhöfundar var þetta góö landkynning fyr- ir ísland. Myndirnar buðu upp á skemmtilega blöndu hvað varðar efnistök og að áliti höf- undar er góður mælikvarði að heyra hvað fólki af öðrum þjóðum þykir um íslenskar kvikmyndir því ef þær slá í gegn er það hin besta kynn- ing fyrir ísland. Það er gaman að hafa kynnst þessu á erlendri grund og höfundur þessa pistils er þess fullviss að íslensku dag- arnir í júní hafi skilið eftir sig slóö sem aðrar þjóðir vilji ganga og kynnast betur þó seinna verði. Þess má geta í lokin að á næsta ári verða skoskir dagar í Reykjavík og verður forvitnilegt að sjá og heyra hvað fólki hér heima þykir um skoska menningu og listir. □ Frá vinstri: Marnie, Anne Marie og Stewart frá Glasgow ásamt hinum grísku Maríu og Jóhönnu. 110VIKAN 24.TBL. 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.