Vikan


Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 7

Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 7
lendis hitti hún mann sem var „fullur sjarmör á börunum“ og þau hófu samband. „Það var lifað hátt og mikið en svo hætti maður að ráða við að- stæðurnar. Sambandið sner- ist upp í kvöl og pínu og nið- urlægingu en sem betur fer kannaðist ég við tólf spora kerfið í gegnum vinafólk. Sporakerfið varð mitt haldreipi og í fyrstu hjálpuðu sporin mér til að standa upp og fara heim þegar mér blöskraði. Ég hélt alltaf tengslum við vini mína og lifði mínu lífi. Ég fór aftur utan í nám og gaf þetta samband upp á bátinn. Þegar ég kom aftur var ástandið á honum ennþá verra og allar hans aðstæður dapurlegri. Við reyndum að nálgast en það endaði með því að ég sagði nei, takk. Sporakerfið kippti alltaf í mig og sagði: þú vilt þetta ekki, þetta bara meiðir þig. Svo slitum við öllu sambandi, ég var orðin sjó- veik um borð í þessari skútu. Loks var maðurinn kominn í þrot með sjálfan sig og hætti að drekka. Það var heilmikið stríð hjá honum og kvíði hjá mér að taka upp sambandið aftur og það tók sinn tíma. Síðan hefur verið voða gam- an hjá okkur og þó svo sam- bandinu lyki á morgun þá sé ég ekki eftir neinu," segir Hólmfríður. Hvernig er svo þetta hjálp- arkerfi aðstandenda? „Það sem gerist inni á fjöl- skyldudeild SÁÁ eða Al-Anon er auðvitað ekkert annað en að þar kemur saman allt reiða fólkið, fólkið með sektar- kenndina og vængbrotnu fugl- arnir. Við erum lent i aðstæð- um sem hafa ýtt okkur út af okkar lífsvegi og ætlum nú að reyna að ganga hlið við hlið án þess að skilja við aðstæð- urnar, af því að einhvers stað- ar inni í ruglinu er heilbrigður einstaklingur sem okkur þykir vænt um. Þá stuðlar þetta hjálparkerfi aðstandenda að þvf að maður geti verið eðli- legur og komist aftur í sam- band við sjálfan sig. Ég sem aðstandandi er alltaf að horfa eftir merkjum og um leið og ég sé þennan svip eða hinn fer ég í eitthvert hlutverk. Ef aðstæðurnar eru eins og ég vil er ég kát og bjóðandi; ef ekki þá hreyti ég einhverju í viðkomandi og það fer ekkert eftir því hvernig dagurinn hef- ur verið hjá mér heldur er ég hlaupandi eftir þeim boðum sem koma frá hinum.“ Þarf ekki mikinn sálarstyrk og aðstoð til að ráða við þess- ar aðstæður? „Ég held að þetta sé þjálf- unaratriði og maður hrasar og dettur. Fólk er árum saman að takast á við alkóhólisma í fjölskyldu, fyrir utan það að fólk er í vinnu, á sin börn, er í húsnæðiskaupum og allt hitt. Maður fer að ásaka, verður reiður og vondur, fer að skeyta skapi sínu á öðrum og svo er kvíðinn mjög ráðandi. Það er ekki hægt að setja lok á kvíðann. Það er ekki fyrr en alkóhólistinn hefur staðið sig í nokkur skipti og nýjar, góðar minningar koma ofan á hinar, sem valda kvíða, að maður fer að fá bót kvíðameina sinna." Þau eiga kannski ekki fyrirgefningu skiliÖ en ég á það. Uppkomið barn alkóhólista. Hvers vegna er svo algengt að konur frá alkóhólískum heimilum giftist alkóhólistum? „Ef þú ert alin upp við að alltaf stendur bleikur fíll á stofugólf- inu og alltaf allir að læðast framhjá honum til að styggja hann ekki þá heldur þú áfram að tipla á tánum í kringum aðra, af því að þú hefur gert það frá þriggja ára aldri. Þetta er ein skýringin og svo er líka sú skýring að hafi maður alist upp við erfiðar aðstæður treystir maður sér verr í sam- neyti við fólk sem ekki á við nein alvarleg vandamál að stríða. Síðan, þegar allt er komið í þrot, er maður kominn með magabólgur og vöðva- bólgur, þjáist af svefnleysi og hrekkur við ef einhver missir penna. Fólk fer að líta illa út, verður óánægt með sig, hætt- ir að fara út og fer að einangr- ast. Andrúmsloftið á heimilinu er þvingandi þannig að fólk hættir að koma í heimsókn. Af ^NGis. og TÓBAKSN/ER^1"^ RIKISINS ^41 mó'- Við fáum ekki bata nema upplifa (Djáninguna til fulls. Marcel Proust. 9.TBL. 1993 VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.