Vikan


Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 24

Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 24
TEXTI: FANNY JÓNMUNDSDÓTTIR/UÓSM.: ALMA jiAiy jijusr ÞAÐ TEKUR SINN TÍMA AÐ HJÁLPA BARNINU SÍNU AÐ ÖÐLAST Hvers væntir þú barninu þínu til handa? Þetta er stór spurning sem allir foreldar spyrja sig oft á ævinni. Námskeiðið Psychology of Achievement eða Sálfræði til árangurs fjallar meöal annars um uppeldi barna. Kanada- maðurinn Brian Tracy fjallar þar um það á mjög uppbyggj- andi hátt. Ég hef átt því láni aö fagna aö fylgjast með fjölda karla og kvenna sem fariö hafa á námskeiðið og vaknað upp og byrjað aö hugsa. Athugasemdir Brians Tracy eru á þessa leið: Hvernig tala ég við barnið mitt í hinu dag- lega amstri? Er ég alltaf nei- kvæð/neikvæður þegar barnið mitt kemur með hugmyndir um það hvað þaö vill verða? Hvernig tek ég því þegar barnið mitt hellir niður mjólk- inni? Hvað segi ég? Segi ég eitthvað neikvætt. Segi ég ef til vill „þú ert nú meiri klaufinn” eða jafnvel „auli getur þú ver- ið” eða eitthvað ennþá verra. Barnið, sem er að vaxa úr grasi, tekur slíkar yfirlýsingar mjög alvarlega. Þessi orð stimplast inn í hug þess. Ætl- aðist þú til þess? Hvernig áhrif hefur þetta neikvæða oröaval á börnin okkar, orð sem hrökkva þannig fram. Það er mergur- inn málsins. Við erum svo upptekin að viö tökum iðulega ekki eftir því hvað við segjum. Við notum oft neikvæð orð og orðatiltæki. Studum notum við neikvæð orð og orðatiltæki sem foreldrar okkar hafa not- aö viö okkur: Þú klárar aldrei neitt sem þú byrjar á. Þú get- ur þetta ekki. Þú ert ekki nógu stór. Þú ert of lítill. Þú ert of feitur. Þú ert of mjó. Þú kannt þetta ekki. Þú lærir þetta aldrei. Hvernig getur þú verið svona vitlaus? Er þér alveg sama hvernig þú lítur út? Þú ert alveg hræðileg/ur. Þú get- ur svo sem reynt það... o.s.frv. Kannast þú við eitt- hvað af þessum setningum? Foreldrar geta gert mikið til aö hjálpa börnum sínum að öðlast öryggi og sjálfstraust. Athugið hvernig ykkur sjálfum líöur. Öll erum við afsprengi reynslu okkar og mistaka. Það sem foreldrar sögðu viö okkur í æsku er geymt en ekki gleymt (oftast meö sársauka). Færri eiga því láni að fagna að muna eftir jákvæðni og stuöningi í uppvextinum. Nei- kvæð orðatiltæki geymast eins og hlustunarsnælda í höföinu á þér og hún er spiluð aftur og aftur, sama neikvæða orðavalið. Hætta er á aö þú notir sömu orðin á þín börn svo að sama neikvæönin fer yfir á næstu kynslóð. Það tekur tíma að hjálpa barninu þínu að öðlst sjálfs- traust og stefnufestu en þaö góða er aö þú hefur tíma. Það er aldrei of seint að byrja. Fyrsta skrefið er að skilja hversu mikilvægt það er að byggja upp sjálfstraust barna þannig að þeim líði vel og séu ánægð meö sig. Það er ekki nóg að fá kennslu í fótbolta þar sem nemendunum er sagt að stappa í sig stálinu meö því 24 VIKAN 9. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.