Vikan


Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 30

Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 30
stofunni lék hún lykilhlutverk í aö koma á endurbótum í menntakerfi Arkansasfylkis og var tvisvar útnefnd meðal eitt hundraö bestu lögmanna Bandaríkjanna. Ferill Hillary Clinton endur- speglar bæði sigra og fórnir kvenna af hennar kynslóö. Áriö 1978, þegar Bill Clinton var fyrst kjörinn fylkisstjóri Arkansas, var Hillary talin vera honum til trafala. Útlit hennar haföi lítið breyst síöan sem fulltrúi í sérstakri nefnd sem skipuð var til aö rann- saka embættisafglöp Nixons. Starf nefndarinnar var aö fara í gegnum upplýsingar úr ýms- um áttum og tengja þær svo úr yröi samfelld saga. Hillary sat í hljóðeinangruöu herbergi og hlustaði á segulbandsupp- tökur. Lögmennirnir í nefnd- inni unnu átján tíma á dag, sjö daga í viku en 8. ágúst 1974 sagöi Nixon af sér, aö hluta til vegna starfa hennar. „Þaö var Hillary á tali viö Mickey Kantor viö kynningu fjárlaga nýja forsetans í Little Rock. á háskólaárunum. Hún notaöi engan farða, faldi sig á bak viö þykk gleraugu, klæddist stórum peysum og pokaleg- um pilsum og reyndi lítiö til aö hemja skollita liöina. Hún hneykslaöi kjósendur Clintons meö því aö taka ekki upp nafn hans - ekki einu sinni eftir aö Chelsea dóttir þeirra fæddist. Hún átti aö hluta sök á því aö hann náöi ekki endurkjöri 1980. Þegar Clinton var endur- kjörinn 1982 var hann meö breytta konu sér viö hlið. Hún haföi litaö háriö, skipt á gler- augunum og linsum og keypt sér ný föt. Hún var meira aö segja búin aö taka eftirnafn hans. Hún fór aö bera hatt á páskadag. Hún slapp. Þegar forsetaframboö Clint- ons gerði nýjar kröfur til útlits hennar áratug síöar vissi hún hvaö gera þyrfti. Opinskái lög- maðurinn varö aö sterku, skylduræknu eiginkonunni sem stóð stolt viö hlið manns síns. Samband Clintonhjón- anna hefur staöist tímans tönn og opinberar úthúöanir en ekki án persónulegs kostn- aðar fyrir Hillary. AFDRIFARÍKAR ÁKVARÐANIR Þau Bill útskrifuðust úr laga- deild Yale 1973 og í janúar 1974 var Hillary boöiö starf bæöi léttir og forsetanum til sóma þegar hann sagöi af sér. Það var líka afgerandi sigur þess kerfis sem ég haföi kynnt mér og lært um í Yale,“ sagöi Hillary. Þaö var greini- legt aö Hillary Rodham beiö starf í stjórnmálum. Fyrst yröi hún þó að láta reyna á sam- band sitt viö Bill Clinton. Bill og Hillary höföu bæöi verið stjörnur í skólalífinu ( Yale og vinir og kennarar Hill- ary voru þess fullvissir að hún ætlaði út í stjórnmál til þess aö hafa áhrif á þjóðfélagið. Bill vildi ávallt vera fremstur í flokki alls staðar og Hillary fékk fljótlega á sig orö sem snjall sáttasemjari. Bill átti vini í hundraðatali sem hann hirti ekki um aö gera upp á milli en Hillary átti þá - eins og nú - lítinn hóp mjög náinna vina og fjölmarga kunningja. Skólabróöir þeirra hefur sagt að Hillary hafi séö flóknu persónuna á bak viö þokka Bills og þaö hafi Bill þótt ó- mótstæðilegt. Vinir þeirra töldu geta brugöiö til beggja vona hvaö samband þeirra snerti, eins og oft er þegar tveir sterkir persónuleikar mætast. Bæði voru metnaðar- gjörn - bæöi vildu marka spor f veröldinni. Allir geröu sér þó grein fyrir aö ef vel gengi yröi sambandið öflugt. Bæöi dreymdi þó um frama og þau voru hrædd við aö tengjast hvort öðru of náið. Þau vissu líka að sambandið var djúpt og þaö skelfdi þau. Svo var þaö Arkansas. „Mér þótti dásamlegt að vera meö henni en ég sagöi henni strax aö ég heföi áhyggjur. Hún heföi náö kosn- ingu á þing ef hún heföi boðið sig fram en ég varð að fara heim. Þannig var þaö bara," er haft eftir Bill. Hann vildi ekki láta særa sig og Hillary vildi ekki láta reka á eftir sér að taka ákvöröun. Eftir starfið meö Watergate- nefndinni stóöu Hillary allar dyr opnar. Hún fór í viötöl hjá nokkrum bestu lögmannsstof- um Washington og tilboð þeirra voru mjög freistandi. Sú hugmynd aö flytja til næstfá- tækasta fylkis Bandaríkjanna, afturhaldsfylkis þar sem lítið fór fyrir lagalegri ráögjöf og þjónustu, virtist á viö aö skjóta sig í fótinn. Hún tók þó þá stóru ákvöröun aö flytja til Arkansas og hóf störf sem kennari við lagadeild Arkan- sasháskóla í Fayetteville. Þetta sama sumar var Bill Clinton aö stíga sín fyrstu skref sem stjórnmálamaður. Hann hafði boðið sig fram til þings gegn vinsælum repúblikana, John Paul Hammerschmidt, sem talinn var ósigrandi. Hillary gerðist óopinber kosningastjóri og skipulagshæfileikar hennar komu fljótt í Ijós. Bill náöi ekki að sigra mótherja sinn en Hill- ary kynntist Arkansas meöan á kosningabaráttunni stóð og kunni vel viö þaö sem hún sá. Eftir að hafa búiö í Fayetteville í eitt ár ákváöu Bill og Hillary aö þau skyldu ganga í hjónaband ef hún ætl- aði aö vera þar áfram. Þau höföu búiö sitt í hvoru lagi til að hneyksla ekki Fayetteville- búa en giftu sig í október 1975 og 1976 var Hillary farin aö skapa sér nafn í Fayetteville. Hún stofnaði fyrsta nauðgunarathvarf bæj- arins og reyndi að gera fólk meövitað um kynferðislegt of- beldi gegn konum, málefni sem lítið var rætt í þá daga. STJÓRNMÁLASIGRAR OG ÓSIGRAR Þegar Bill var kjörinn æösti lögfræöilegur embættismaður Arkansasfylkis 1976 fluttu Clintonhjónin til Little Rock. Hillary reyndi aö festa rætur en Little Rock var ekki staður fyrir metnaðargjarna konu. Til allrar hamingju haföi hún kynnst nokkrum lögmönnum hjá Roselögmannsstofunni meðan hún var kennari í Fayetteville. Þeir buöu henni starf og hún var ráöin þangað 1977 - ein fyrsta konan í Arkansas sem starfaöi á al- hiiða lögmannsstofu. Snaggaraleg, fagmannleg framkoma hennar, sem átti á- gætlega viö á Austurströnd- inni, reyndist henni í fyrstu fjötur um fót. Þegar kona á f hlut túlka sumir viðskiptavinir metnað sem framapot, greind sem hroka, fagmennsku sem ókvenlegan kulda. Þrátt fyrir stuöning vinnufélaga getur þetta ekki hafa verið auðveld- ur tími. Sigrar unnust þó líka, Hillary stofnaöi meöal annars stuðningshóp lögmanna til aö skilgreina vandamál fátækra barna f Arkansas. Starfsemi hópsins braut blaö í fylkinu sem fram aö því haföi afgreitt sívaxandi félagsleg vandamál meö skinhelgi og höfuöhrist- ingum. Hillary og Bill liföu rólegu lífi í Little Rock, fluttu í uppaút- hverfi og tóku þátt f lífi ungra stjórnmálamanna og háskóla- fólks í bænum. Árið 1978 var Bill útnefndur fylkisstjórefni Demókrataflokksins og sigraöi andstæöing sinn í nóvember. í janúar 1979 fluttu Clinton- hjónin í bústað fylkisstjóra. Draumur Bills haföi ræst. Nú var tími til kominn aö Hillary kæmi sínum draumum að. FYLKISSTJÓRAFRÚIN f ARKANSAS Eftir kosningar var Hillary í fyrsta sinn beðin að svara því hvers vegna hún heföi ekki tekið nafn manns síns. Hún svaraði því til að hún heföi haldið ræöur sem Hillary Rod- ham og kennt lög undir sama nafni. Arkansas brosti viö hjónunum, þó í fyrstu væri erfitt að sannfæra Arkansas- búa um ágæti þess aö fylkis- stjórafrúin ynni úti. Síðla árs 1979 var tilkynnt opinberlega aö Hillary Rod- ham ætti von á sér og 27. febrúar 1980 hófust fæðingar- hríðir, þremur vikum of snemma. Eftir fjóra sársauka- fulla tíma var ákveðið aö taka barniö meö keisaraskurði og stuttu síöar var Chelsea Vict- oria Clinton komin í heiminn. Hillary Rodham var gerö aö hluthafa í Roselögmannsstof- unni viku síöar. Hillary hafði uppskorið barn og hluthafatign fyrir allt erfiðiö. Stjarna hennar skein skært en stjarna Bills var búin að missa Ijómann. Kosningabaráttan árið 1980 var hörö og margir 30 VIKAN 9. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.