Vikan


Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 8

Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 8
Maður hefur ekki einbeitingu til að fylgjast með fréttum og það verður óskaplegt átak að koma sér í kápuna og út og hrópa: Hjálp! Hvar er ein- hver?“ Hvers vegna er sá meðvirki svo sjúkur þó hann eða hún bragði aldrei áfengi? „Vandamálið verður meira afgerandi eftir því sem maður er í nánari tengslum við alk- ann. Maður er alltaf upptekinn af því sem viðkomandi er að segja eða gera eða ekki segja og ekki gera og hættir að sinna sjálfum sér. Ef um er að ræða maka held ég að við verðum grimm og förum að á- saka, hefna okkar og refsa eða verðum algerlega niður- brotin og vanmáttug og um leið ófær um að breyta stöð- unni,“ svarar hún. „Það versta er þó að aðstandandinn hættir að stjórnast af góðum tilfinn- ingum. Þær vondu taka yfir hægt og rólega. Það er mis- jafnt hversu þolin við erum á aðstæðurnar en það breytir ekki því að brennivínsdrykkja einhvers annars stjórnar því hvernig mér líður, frá því að ég vakna á morgnana þar til ég sofna á kvöldin," segir Hólmfríður að lokum. Hugrekki er þoigæði undir álagi. Ernest Hemingway. Hún er tæplega fertug, úti- vinnandi eiginkona og fjögurra barna móðir. Hún ólst upp við alkóhólisma föður og eftir að hún giftist fór eiginmaður hennar að drekka ótæpilega. Hún segir uppeldisaðstæður hafa gert sér erfitt fyrir í gegn- um lífið; meðal annars sé hún svo óstyrk að hún treysti sér ekki til að fara í atvinnuviðtöl. Að sjá er hún ósköp venjuleg kona, með tær augu og falleg- an svip. í hópi væri ógerningur að benda á hana og segja: „Þarna er sú með vandamálin." Lífið tryggir tækifæri - ekki sanngjarna meðhöndlun. „Ég vildi óska að ég hefði komist í svona mannrækt strax sem unglingur," segir hún. „Ég var svo slæm á taugum á unglingsárunum að það slokknaði hreinlega á mór. Ég var ofsalega hrædd og leið illa og vissi aldrei hvað var að mér. Það var iðulega þannig heima hjá mér að maður vakti alla nóttina út af fylliríinu og stundum fleiri en eina nótt og þetta gerði að verkum að ég fór að standa mig illa í skóla. Eftir að hafa vakað alla nóttina í tauga- spennu, hrædd um mömmu og hrædd um okkur, var ekki hægt að standa sig eins og hin börnin. Þá fékk ég skammir fyrir að standa mig ekki og varð tossi en gat aldrei sagt hvers vegna. Þá fór að slokkna á mér og ég fór að kasta upp. Ég var send til taugalæknis en hann fann ekkert að. Núna set ég þetta vitanlega í samband við spennuna og erfiðleikana sem ríktu heima hjá mér. Núna langar mig oft að ganga að gömlu kennurunum mínum og segja: Veistu hvað var að mér? Það var ekki leti eða trassaskapur eða heimska.“ Lífið er aðeins hægt að skilja aftur á bak en því verður að lifa fram á við. Sören Kierkegaard. „Það eru tvö ár síðan ég byrj- aði að sækja fundi hjá Al- Anon og þeir urðu mér alger opinberun. Ég var búin að fara til sálfræðings vegna þess að mér leið svo illa, var óörugg og fann til mikillar sektarkenndar, sem er fylgi- kvilli þess að vera uppkomið barn alkóhólista. Einbeitingin var til dæmis svo gersamlega farin að ég gat ekki lesið dag- blöð. Sálfræðingurinn sagði að ég væri svolítið óstyrk og ráðlagði mér að fara á Dale Carnegie námskeið! Þegar ég kom í Al-Anon opnaðist mér I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.