Vikan


Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 31

Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 31
voru orönir þreyttir á Clinton, fannst hann hrokafullur og óbilgjarn. Hann haföi leyft konunni sinni aö halda skírn- arnafni sínu - jafnvel eftir aö þeim fæddist barn! Bréf þar að lútandi streymdu til fylkis- stjórabústaðarins. „Elskar konan þín þig ekki?“ og „Hvaö er að í hjónabandi þínu?" stóð [ þeim. Arkansasbúar þoldu ekki tilhugsunina um aö hjónaband Bills og Hillary væri „öðruvísi" - ferkantaður hugsunarháttur þeirra sagöi þeim aö í hverju hjónabandi yrði annar aöilinn að ráöa og úr því að Hillary fékk að halda nafni sínu hlyti hún aö vera við stjórnvölinn og Bill þess vegna ekki nógu mikið karl- menni. í nóvember grét Clinton fyr- ir allra augum þegar ósigurinn lá Ijós fyrir. Þegar dró aö jól- um var hann óhuggandi en Hillary reyndi að stappa í hann stálinu. Hann hóf störf við virta lögmannsstofu og fjölskyldan flutti í fallegt hús í Hillcresthverfinu, þar sem 61 prósent höfðu kosið Bill. Vel- vilji nágrannanna breytti þó engu. Bill var ekki með sjálf- um sér næsta hálfa árið. Hann virtist stefnulaus og þunglyndur. Frami Hillary fór vaxandi meðan hann sá sjálf- an sig sökkva dýpra og dýpra. í fyrsta sinn á ævinni dró Bill sig í hlé frá fólki og kaus ein- angrun og naflaskoðun. Það var eins og hver sá borgari sem ekki kaus hann hefði svikiö hann persónulega. Bill leitaði fyrirgefningar syndanna - og huggunar - hjá hverjum sem bauð. Margir hafa getið sér þess til að framhjáhald hans hafi hafist á þessum tíma. Allir eru sam- mála um að hegöun Bills á þessum tíma hafi verið mjög kæruleysisleg. Kunningjakona hjónanna nefnir ásókn kven- fólks f Bill á þessum árum. „Þær voru á götum úti, í kór í kirkjunni hans og á landsþing- um fylkisstjóra sleiktu þær skóna hans. Ég held þó að Hillary hafi vitað að þær skiþtu engu máli,“ sagði Bets- ey Wright. Bill hafði vissulega verið umkringdur kvenfólki frá því á unglingsárum og hugsanlega bauð hann upp á athygli þeirra, meövitað eöa ómeðvit- að. FULLORDID BARN ALKÓHÓLISTA Sem stjúpbarn alkóhólista bar hinn fulloröni Bill Clinton með sér arf vanhæfrar fjölskyldu sem hann gat varla annað en endurlifað að vissu marki, með Hillary. Það er lögmál að fullorðin börn alkóhólista leita viðurkenningar hvar sem hana er að fá. Þau skortir innri vellíðan og dæma sjálf sig harkalega. Þegar per- sónulegir erfiðleikar koma upp í lífi þeirra verður því þörfin fyrir ytri viðurkenningu enn sterkari. Hafi Bill Clinton á- fellst sjálfan sig harkalega eft- ir ósigurinn 1982 er líklegt að Hillary - sem hans betri helm- ingur, nánasti vinur, sú mann- eskja sem þekkti hann betur en nokkur annar - hafi verið of sterkur spegill fyrir hann og nálægð hennar endurspeglað allt það neikvæða sem hann sá í sjálfum sér. Hún þekkti hann of vel; alla gallana og veikleikana. Hún hafði líka orðið fyrir vonbrigðum og gagnrýndi fyrsta valdatímabil hans, ef ekki hann persónu- lega. Það er ofur skiljanlegt að hann hafi leitað skilyrðis- lausrar ástar og viðurkenning- ar utan hjónabandsins, ástar af þeirri tegund sem maki get- ur oft ekki veitt fólki með lé- legt sjálfsmat. Árið 1982 tóku Clintonhjón- in sér frí frá lögmannsstörfum til að helga sig kosningabar- áttunni. Hillary kom fólki á ó- vart með því að lýsa því yfir að hún myndi kynna sig sem frú Bill Clinton í kosningabar- áttunni. Þegar blaðamenn spurðu hana um nafnbreyting- una svaraði hún því til að hún þyrfti ekki að breyta nafninu vegna þess að hún hefði verið frú Bill Clinton síðan daginn sem þau giftu sig. Hún viður- kenndi þó að hún hefði ekki breytt nafni sínu löglega og væri enn á kjörskrá sem Hill- ary Rodham. Síðar sagði hún í gríni að eini maðurinn í Arkansas, sem ekki hefði beðið hana um að breyta nafni sínu, væri maðurinn hennar. „Þetta er þín ákvörðun og þú gerir það sem þér sýnist," átti hann að hafa sagt. Sjálf hugsaði hún lengi um málið og leitaði ráð- gjafar en ákvað eftir það að nafn hennar skyldi verða Hill- ary Rodham Clinton. BREYTT ÍMYND Þegar hér var komið sögu var Hillary búin að breyta um meira en nafn. Hún hafði látið klippa óstýrilátt hárið og lýsa og loksins fundið linsur við hæfi sem hún fór að bera í stað gleraugnanna. Bill lét líka klippa sig svo sást í eyrun - og það skipti kjósendur í Arkansas miklu, auk þess sem hann skipti út aðstoðar- mönnum sínum og fékk slétt- rakaða miðaldra menn inn í stað skeggjuðu ungmenn- anna. Clintonhjónin lærðu ýmis- legt þetta ár og Hillary lærði sérlega mikilvæga lexíu um hvernig kaupin gerast á eyr- inni í Suðurríkjunum. Hún komst að því að ekki eru allir viðhlæjendur vinir en eitt erf- iðasta verkefni sem fólk fær er að taka á fjandskap sem borinn er á borð sem velvilji. Endurkoman [ fylkisstjóra- bústaðinn var þó sigurganga og þegar Bill útnefndi hana stjórnanda nefndar til endur- skoðunar á menntakerfi Arkansas var engum mót- mælum hreyft. Þegar Hillary kynnti niðurstöður nefndarinn- ar, sem meðal annars fólu í sér 180 milljóna dollara skattahækkanir, hafði einn á- heyrenda á orði; „Ég held að við höfum kosið rangan Clint- on.“ Endurbæturnar fólu í sér hæfnisþróf kennara og það var haldið í mars 1985 þrátt fyrir harðorð mótmæli kenn- ara og fleiri viökomandi aðila. Tuttugu og fimm þúsund kennarar gengust undir prófið og tíu prósent þeirra féllu. Að- allega féllu þeir á ritgeröakafl- anum, þar sem þeir áttu að semja 200 oröa ritgerðir á við bréf til foreldris eða minnis- miða til samkennara til að út- skýra nýja kennslutækni. Svartir kennarar féllu I miklu meira mæli en hvítir. Sumir gagnrýnendur sögðu prófið hafa verið samið til þess að draga úr gildi svartra kennara eða niðurlægja þá svo að þeir segðu uþþ. Hillary tók tíu prósenta fall sem réttlætingu á störf nefnd- arinnar. „Það hefði enginn átt að falla á prófinu," sagði hún við Washington Post. „Þessi tíu prósent snerta líf mörg þúsund barna." Þrátt fyrir viðvarandi gagn- rýni og hótanir menningar- málanefndar Bandaríkjanna um lögsóknir tóku Texas og Georgíufylki upp svipuð hæfn- ispróf kennara. Hillary var tek- in [ sátt og var reyndar kaus dagblaðið Arkansas Demo- crat hana konu ársins. Hún var búin aö finna hlutverk og hafði beitt öllum sínum hæfi- leikum og styrk til að búa fólki betra líf. Hún var búin að byggja upp hóp kjósenda eins og vinir hennar úr laganámi höfðu vonast eftir. Hún hafði eignast gnótt vina, sterka póli- tíska bandamenn. Og nú streymdu inn tilboð um að vera í forsvari hinna og þess- ara fyrirtækja. Lögmannsferill hennar stóð í sama blóma. ir huglægar eignir og skerð- ingu á einkaleyfisrétti. Hún vakti eftirtekt fyrir að vera fyrsti málaflutningsmaður í fylkinu sem spurði vitni, sem ekki komst til Arkansas, með aðstoð gervihnattar. Árið 1989 var hún útnefnd einn besti verjandi vegna við- skiptamála í Arkansasfylki. Arkansas spilaði samkvæmt sínum eigin reglum og allir sem fóru að þeim sluppu yfir- leitt við gagnrýni. SÁRSAUKAFULL SJÁLFSÞEKKING Áratugurinn var þó ekki sam- felld sigurganga. Árið 1984 var hringt til Bills og honum tjáð að Roger Clinton, 27 ára hálfbróðir hans, hefði selt kókaín og nú stæði til að handtaka hann. Bill samþykkti handtökuna og það hefur hugsanlega verið sársauka- fyllsta ákvörðun lífs hans. Roger sat í fangelsi í rúmt ár. Eftir að hann hætti að nota kókaín komst hann að því að vandamál hans var alkóhól- ismi, eins og föður hans. Bill, Roger, móðir þeirra og Hillary voru kvödd í fjölskyldumeö- ferð. Þau ræddu meðvirkni. Hillary tók að sér leiðtogahlut- verk í umræðunum og var slyng að benda á mynstur og veikleika hjá fjölskyldunni. Þegar Bill og Roger litu til baka sáu þeir þetta sem tíma- bil mikillar sjálfsþekkingar og vaxtar en tímabilið reyndist þeim sársaukafullt meöan á því stóð og oft óskemmtilegt. Hillary varð að feta einstigið milli þess að segja fjölskyld- unni sitthvað sem hún ekki vildi heyra og að stíga á of margar tær. Þótt Bill væri henni þakklátur eftir á var Hillary stundaöi nám í kvenna- skólanum í Wel- lesley áóur en hún fór í laganám. Hún hélt skólaslita- ræöuna áriö 1969 og mynd af henni í ræöustól birtist í tímaritinu Life. 9. TBL. 1993 VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.