Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 27
ákveöa verkefni eftir kyni.
Stúlkur geta vel rakað saman
gras eða lauf; drengir geta
verið snjallir að brjóta saman
þvott.
Skráið verkefnin á stóra
pappírsörk sem hangir þar
sem allir sjá hana. Fyrir for-
skólabarn mætti teikna mynd
fyrir neðan nafnið, segjum
hnif og gaffal þegar barnið á
að leggja á borðið. Börnin
byggja smátt og smátt upp
þann sjálfsaga sem þarf til að
Ijúka við jafnvel leiðinlegustu
störf.
6. EKKI MÚTA EÐA
REFSA MEÐ PENINGUM
Foreldrar geta brenglaö vitund
barns um tilgang peninga þeg-
ar þeir eru notaðir sem refsing
eða mútur. Það er þó auðvelt
að falla f þá gildru. Fólk sem
kannast við sjálft sig í eftirfar-
andi dæmum ætti kannski að
endurskoða hvað það er í raun
og veru að kenna.
• „Viö fáum ekki dóttur okk-
ar til aö taka til inni hjá sér
nema hóta því að taka af
henni vasapeningana." Þaö
eru mistök að aga með pen-
ingum. í fyrsta lagi ætti ekki
að borga börnum fyrir dagleg
heimilisstörf. Þau munu þá á-
lita að öllum verkum skuli
fylgja fjárhagsleg umbun. í
öðru lagi ættu foreldrar að í-
huga að barnið á herbergið,
hvort sem það er snyrtilegt
eða sóðalegt. Þaö er ekki
sanngjarnt að taka burtu fasta
vasapeninga vegna þess að
herbergið er ekki samkvæmt
snyrtimennskustaðli foreldr-
anna.
• „Maggi lærir ekki nema
við lofum honum tvö þúsund
krónum ef hann fær hæstu
einkunn.” Barnið verður að
læra fyrir sjálft sig, ekki fyrir
foreldrana eða peningana
þeirra. Peningar ættu ekki aö
vera eina umbunin i lifinu.
Reynið því að hvetja krakk-
ana með faðmlögum, koss-
um, hrósi, heillaóskakorti.
Bætið frímerki í safniö þeirra
eða farið út á pítsustað fyrir
góða frammistöðu. Allir þessir
kostir eru betri en aö gefa
peninga.
• „Flérna eru vasapening-
arnir en þú verður að setja
helminginn af þeim í bank-
ann.” Munið að vasapening-
arnir eru fyrir barnið til að eyða
að sinni vild. Ekki krefjast þess
að barnið noti þá samkvæmt
ykkar sparnaðarstaðli.
• „Hérna er 500 kall í viöbót
en ekki segja mömmu þinni
það.” Það getur sundrað fjöl-
skyldunni ef foreldri notar
peninga til að „kaupa” ást eða
keppa við hitt foreldriö. Það er
ekkert að því að vilja verð-
launa barnið með aukapen-
ingum en þegar slík tilboö
bera í sér skilaboðin „þér á að
líka best við mig" geta þau
valdið tilfinningavandamálum
fyrir alla hlutaðeigandi.
7. EKKI PUKRAST
MEÐ FJÁRMÁL
FJÖLSKYLDUNNAR
Börn þurfa ekki að vita hvert
smáatriði um fjármál fjölskyld-
unnar en það getur leitt til ó-
raunsærra væntinga að of-
vernda þau. Hvernig eiga þau
að sætta sig við takmarkanir
nema þau viti hvar mörkin
eru?
Foreldrar geta verið hrædd-
ir um að krakkarnir tali af sér
en þaö er hægt að kenna
þeim aö virða einkalífið. Hald-
ið fjármálafund meö fjölskyld-
unni og útskýrið fyrir börnun-
um að umræðurnar séu trún-
aðarmál og að hver sá sem
segi frá fái ekki inngöngu á
fundi framvegis. Dragið síðan
upp almenna mynd af því
hvert peningarnir fara. Þetta
kennir börnum að bera skyn-
bragð á peninga og gæti þar
að auki vakið áhuga þeirra á
að taka þátt í að leysa pen-
ingavandamálin. Segjum að
þau séu að biðja um dýran
hlut á við tölvu. Þau gætu vilj-
að vinna fyrir henni ef þau sjá
að fjárhagur fjölskyldunnar
leyfir ekki kaupin.
8. SKOÐAÐU ÞÍN
EIGIN VIÐHORF
TIL VINNU
Horfist í augu við að foreldrar
eru fyrirmyndir barna sinna.
Þeir foreldrar sem hafa á-
nægju af starfi sínu ættu að
ræða hreint út við börn sín um
hvernig það er að vinna fyrir
sér. Krakkar á skólaaldri eru
ekki of ungir til að heyra það.
Viiji svo til að foreldrið sé ó-
ánægt í vinnu er hægt að
benda börnunum á launin, ör-
yggið, fríðindin - eða einfald-
lega aö starfið muni leiða til
annars og betra. Foreldrar
vilja að börnin þeirra verði
meðal hinna heppnu sem fá
starf við sitt hæfi en hugsan-
lega ná þau því ekki nema
þau læri ung að mörg störf
geta verið gefandi.
9. FULLVISSAÐU ÞIG
UM AÐ BÖRNIN ÞÍN
SKIUI STARF ÞITT
í skoðanakönnun Gallups í
Bandaríkjunum árið 1985,
sem tók til 313 barna fram-
kvæmdastjóra, gátu 91 pró-
sent þeirra ekki skilgreint
hvað feður þeirra gerðu í
vinnunni. Þetta er dapurleg
staðreynd. Þegar börn vita
ekki hvernig foreldrar þeirra
vinna fyrir fjölskyldunni veikir
það tengslin milli peninga og
vinnu í huga þeirra. Reynið að
sá metnaðarfræjum í huga
barnanna þegar færi gefst.
Ættarsagan er góð leið til
að útskýra vinnuhugtakið og
gildi þess. Talið um fjölskyldu-
meðlimi og hvað þeir geröu,
starfsaðstæður þeirra, metn-
að, jafnvel tekjurnar. Hvað þitt
eigið starf varðar skaltu taka
börnin með þér í vinnuna öðru
hverju, sérstaklega ef þér
finnst gaman að henni. Hálfur
dagur eða heimsókn fyrir há-
tíðar, þegar vinnuálag er
minna, gefur þeim góða hug-
mynd um hvað þú gerir. Ef litl-
ir gestir eru óvelkomnir á
skrifstofutíma er hægt að
koma með börnin á laugar-
dagsmorgni.
10. VERTU FYRSTI
ATVINNUVEITANDI
BARNSINS ÞÍNS
Jafnvel þótt ekki ætti að vera
nauðsynlegt að greiða börn-
um fyrir dagleg heimilisstörf
ættu þau að fá að upplifa
gleðina af því að fá umbun
þegar þau hafa lagt eitthvað
aukalega af mörkum. For-
eldrar geta „ráöið” börnin sín
í störf á við vélritun, húsa-
málun eða stærri viðhalds-
verkefni og rætt greiðsluna
fyrirfram. Minnið börnin þó á
að þið munuð ekki setjast við
samningaborðið i hvert sinn
- hver og einn í fjölskyldunni
á að leggja sitt af mörkum -
en að ( þessu tilviki ætlið þið
aö ráða þau fremur en utan-
aðkomandi. Borgið slðan
strax eftir að þið hafið gengið
úr skugga um að verkið sé
vel af hendi leyst. Lexían,
sem þau læra við að vinna
fyrir foreldrana, kemur þeim
að góðu gagni á fullorðinsár-
unum.
Foreldrar þurfa stundum
að stjórna með höfðinu frem-
ur en hjartanu til að ala börn
upp í að treysta á sjálf sig.
Foreldrar þurfa að horfast í
augu við þá áskorun en geta
hins vegar verið vissir um að
viðleitnin skilar sér. Þegar
börnin eru búin að þróa með
sér heilbrigt skynbragð á
peninga og virðingu fyrir
vinnusiðferði geta foreldrarnir
verið stoltir af þeim - og af
sjálfum sér líka. □
Frh. af bls. 25
kvæð atvik en neikvæð. Hafið
ekki áhyggjur af því að hæla
barni of mikið, það gerist mjög
sjaldan að mati Brians Tracy.
Hann segir einnig að það sé
algengt þegar barn kemur
heim með einkunnir að for-
eldrarnir spyrji hvers vegna
barnið hafi bara fengið 6 I til-
teknu fagi, reki fyrst augun í
það neikvæða en gleymi að
horfa á allar 8 einkunnirnar
eða bætta stöðu barnins í ein-
hverjum greinum.
Þegar þú hælir barni þínu
skaltu ekki hafa áhyggjur af
því að hljóma tilgerðarlega.
Hól á rétt á sér. Heiðarlegt og
nákvæmt hól er best að sjálf-
sögðu. Hældu barninu þegar
þú tekur eftir einhverju nýju
sem það gerir vel og hafðu þá
orð á því: Þetta gerir þú mjög
vel. Mér líkar mjög vel að sjá
hvernig þú... eða: Þú hlýtur
að vera ánægð/ur með...
Hvaða hljóðsnældur vilt þú
að barnið þitt beri innra með
sér. Nauðsynlegt er að vera
nákvæmur og heiðarlegur
þegar maður hælir. Þú ert svo
góður strákur/góð stúlka eru
jákvæð orðatiltæki en munum
að enginn getur verið góður
alltaf. Að vera góð/ur er hól
sem er of almenns eðlis, segir
ekki nákvæmlega hvað það
var sem barnið gerði vel. Barn-
ið getur þá ekki endurtekið
það. Dæmi um hól sem er
annars eðlis er: Mikið var fínt
hvernig þú lagðir frá þér fötin
eða leikföngin eða - þú hlust-
aðir svo vel á það sem ég var
að tala um. Þetta er nákvæmt
hól sem barnið skiur.
Þegar allt gengur vel er
auðvelt að vera jákvæður en í
amstri dagsins - þegar allt
gengur á afturfótunum, börnin
hlýða ekki og heyra ekki, það
rignir og springur á bílnum -
þá finnst okkur ómögulegt að
vera jákvæö.
Þegar börnin eru erfiðust
þurfa þau mest á okkur að
halda, jákvæðni okkar og at-
hygli. Það eru engir fullkomnir
foreldrar til og það hjálpar
ekkert að vera með samvisku-
bit. Með sjálfsöryggi og sjálfs-
trausti vaxa börnin upp betur
undir það búin að mæta af-
neitun, neikvæðni og streitu
daglega lífsins. Það tekur
tíma að byggja upp sjálfs-
traust barnsins en þegar þú
tekur þér þann tíma er það á-
nægjulegasti tíminn sem þú
hefur átt meö barninu þínu.
Brian Tracy segir að þú
getir aldrei elskað barnið þitt
of mikið. Mundu líka að segja
því að þú elskir það. □
9.TBL. 1993 VIKAN 27
SJALFSTRAUST BARNA ÞINNA