Vikan


Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 26

Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 26
ÞYÐING: ÞORDIS BACHMANN Kennið krökkunum að umbun fáist fyrir vel unnin störf, að peninga verði að vinna sér inn, aö sjálfstæði sé dyggö og aö bera eigi virðingu fyrir ábyrgð- artilfinningu - áður en það er um seinan. Sara, sex ára, hieypur grát- andi inn í eldhús. Hún er búin að týna nokkrum kubbum úr kubbasettinu og getur ekki lokið við húsið. „Haföu ekki á- hyggjur af því, elskan,” segir mamma hennar í huggunar- tón. „Við skulum kaupa annað sett.” Davíð, tíu ára, fær sér vinnu við blaðburð. Þremur vikum síðar kvartar hann yfir því við móður sína að starfið sé sér ofviöa. Hún fer því á fætur klukkan fimm á morgn- ana og ekur honum um hverf- ið áður en hún fer til sinnar vinnu. Margréti, tólf ára, langar mikið í sólgleraugu sem kosta þrjú þúsund krónur. „Það er helmingurinn af matarpening- unum yfir vikuna," segir móðir hennar hneyksluð. Hún lofar þó að gefa Margréti sólgler- augun í afmælisgjöf. Jón, 23 ára, tók stúdents- próf fyrir tæpu ári en finnur ekki starf „við sitt hæfi”. Hann býr því heima, borgar hvorki fyrir fæði né húsnæöi og lætur móður sína elda ofan í sig og þvo af sér. Fólki bregður í brún við þennan lestur, ekki síst vegna þess að dæmin lýsa raunverulegum börnum sem hafa lítinn skilning á gildi peninga og tilgangi vinnu. GULLVÆGAR REGLUR TIL AÐ INNRÆTA KRÖKKUM HEPPILEGT VERÐMÆTAMAT Fólki bregður vegna þess að dæmin undirstrika nýtt þjóð- félagsfyrirbæri: heimtufrekir, dekraðir krakkar orönir að fullorðnu fólki sem getur ekki eða vill ekki standa á eigin fótum. Ungu fólki á aldrinum 18 til 25 ára, sem býr heima, fer sí- fellt fjölgandi. Margir borga enga húsaleigu, taka ekki þátt f heimilisútgjöldum, þvo ekki einu sinni af sér. Hvort sem barnið þjáist af leti eða græðgi hafa margir foreldrar sömu sögu að segja: „Sonur minn (eða dóttir) ber hrein- lega ekkert skynbragð á pen- inga.” Hvernig öðlast ungt fólk peningavit? Þegar bornar eru saman uppeldisaðferðir þeirra foreldra sem ala upp ósjálf- stæð börn og þeirra sem ala upp sjálfstæð börn er niður- staðan þessi: Þegar foreldrar móta skýra fjárhagslega stefnu - í orðum og æði - er miklu líklegra að uppeldið skili ungri manneskju sem er reiðubúin að takast á við erf- iðan fjármálaheim. Eftirfarandi skrítla segir meira en mörg orð: Kona í- klædd loðfeldi og með gim- steina ýtti unglingssyni sínum í hjólastól. „Getur hann ekki gengið,” spurði annar vegfar- andi. „Vitanlega getur hann gengið,” svaraði móðirin með þjósti. „En Guði sé lof fyrir að hann þarf þess ekki!” Skrítlan er dapurleg og hana má túlka sem beina gagnrýni á þá foreldra sem finnst sér bera skylda til að sjá börnunum fyrir „áhyggju- lausu” lífi vegna þess að „þau eru ekki ung nema einu sinni”. Það getur verið afar skaðlegt að gera of mikið fyrir börnin í stað þess aö kenna þeim um vinnusiöferði og mikilvægi peninga. Það er þjálfunaratriði að fara vel með peninga og skilja hvað þarf til að vinna sér þá inn. Kenni foreldrar börnum sínum ekki þá lexíu ræna þeir börnin hæfni til að glíma við hlutina sem þau þarfnast síöar á ævinni. Og þau eiga svo sannar- lega eftir aö þarfnast hennar. Sérfræðingar segja að þegar börn dagsins í dag vaxi úr grasi muni þau eiga í höggi við óútreiknanlegt efnahagsllf, veröbólgu, efnahagskreppur, breytilega vexti, þverrandi kaupmátt, óstöðugan vinnu- markað og skort á íbúðarhús- næði fyrir þá lægra launuðu. Það er því ekki verið að gera krökkum neinn greiða með því aö leggja til þægilegt um- hverfi þar sem þau eru látin leggja lítiö eða ekkert af mörkum og halda að pening- arnir vaxi í seðlaveskinu þínu. Þeir sem hefja „gamaldags” verðgildamat til vegs og virð- ingar geta þó gefið börnum sínum dýrmæta gjöf: lykilinn að því að standa á eigin fótum. Til að hefja það ferli eru hér tíu gullvægar uppeldisreglur. 1. SPARIBAUKANA AFTUR Engin bernska er fullkomin án sparibauks. Frá þriggja ára aldri stuðla sparibaukar að því að sparnaður verður leikur - leikur sem getur þróast upp í lífstíðarvana. 2. GEFID BÖRNUNUM VASAPENINGA Það þarf áralanga þjálfun til að verða sniðugur og ábyrgur neytandi sem kann að leggja saman í ávísanahefti og forð- ast skuldasúpu. Þegar börn fá reglulega vasapeninga læra þau snemma grundvallarreglu í fjárhagsáætlanagerð: engir peningar, engin eyðsla. Það er jákvætt að barnið þrái það sem verið er að safna fyrir og verði jafnvel óþolinmótt. Það er ekki nærri eins fullnægjandi að fá allt sem maður bendir á. 3. LÁTIÐ BÖRNIN OPNA EIGIN BANKABÖK Um sex ára aldur ættu börn að geta skilið að bankinn er ekki að „taka” peningana þeirra heldur hefur þá í ör- uggri vörslu og bætir við þá. Til að koma hugtakinu til skila má taka hundrað króna seðil og leggja tíu krónur við hlið hans. Útskýrið síðan fyrir barninu að hundrað krónur í banka verði fljótlega tíu krón- um meira virði. 4. LÁTIÐ BÖRN TAKA ÞÁTT Í HEIMILISVERKUM Börn eru iðin að eðlisfari og orka þeirra fer oft til ónýtis. Stundum kemur fyrir að mæð- ur þurfa að krefjast þess aö börnin rétti hjálparhönd en oft þarf aðeins að leyfa þeim það. Vinnan gengur að vísu hraðar og auðveldlegar fyrir sig ef ungviðið er hvergi nærri en aldrei ætti að letja litla hjálparhönd. Munið þó að verk krakk- anna verða ekki fullkomin; ekki gagnrýna. Þau slóra og kvarta en ekki gefast upp á þeim. Gefið þeim sanngjarnan tíma til að Ijúka verkinu en ekki krefjast þess að þau séu jafnskilvirk og þið og ekki refsa þeim ef þau eru það ekki. Þegar börn fá að hjálpa til við einfalda hluti líður þeim sem hæfum og nauðsynleg- um hluta fjölskyldunnar. 5. LÁTID VERKIÐ HÆFA BARNINU Ekki ætlast til þess af börnum undir tólf ára að þau vinni ein eöa takist á við verkefni sem þau ráða ekki við að leiða til lykta. Hvar á að byrja? Því ekki að láta tveggja til fimm ára rífa salatblöð [ salatið, hræra kökudeig eða tæma ruslafötur? Vinnið sjálf við hlið þeirra eða setjið þau með eldra barni. Einbeitingin fer eftir aldri og starfi en þumal- fingursregla er að tveggja ára vinni í tvær mínútur, þriggja ára í þrjár mínútur og svo framvegis upp aldursstigann. Verkefni sem snerta vatn eru alltaf vinsæl hjá börnum. Ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.