Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 60
því. Drengirnir settust skipu-
lega á sviðið þar sem hver og
einn beið sinnar blómarósar
því hver fylgdi einni fegurðar-
dís til kynningarinnar og síðan
frá henni aftur að henni lok-
inni. Þá tók annar við og
svona gekk þetta koll af kolli.
Það var eftirtektarvert hve
drengirnir voru meðvitaðir um
hlutverk sitt og tilbúnir í takt
við það. Á hárréttum augna-
blikum tóku þeir sér stöðu,
brugðu ekki svip og stóðu
teinréttir meðan fljóðin voru
kynnt fyrir áhorfendum. Það
var líka eftirtektarvert að Jór-
unn Karlsdóttir, sem er að
verða eitt þekktasta nafnið í
kringum svona keppnir, hann-
aði og saumaði á að giska
kjól annarrar hverrar stúlku,
hvern öðrum glæsilegri og
með gerólíkum háttum, efn-
um og sniðum. Jórunni virð-
ast engin hæfileikatakmörk
kjarngóð tónlist sem fer vel í
eyru. Vitaskuld völdu sumar
útlend lög enda erum við ís-
lendingar víðsýnir með af-
brigðum þó afskaplega sé
grunnt á þjóðerniskenndinni.
Þetta kom skemmtilega út og
gekk hnökralaust fyrir sig eins
og allt annað þetta kvöld og
til að kóróna allt saman söng
hinn stórgóði kynnir kvölds-
ins, Sigursteinn Másson
fréttamaður á Bylgjunni og
Stöð 2, ásamt fegurðardrottn-
ingunum Heiðrúnu Önnu
Björnsdóttur og Þórunni Lár-
usdóttur. Heiðrún Anna er al-
heimsfegurðardrottning há-
skólanema og Þórunn er feg-
urðardrottning Norðurlanda.
Þá komu fram fegurðar-
drottningar íslands nánast all-
ar, frá því árið 1982. Þær
vöktu að vonum mikla athygli
enda vill svona titill festast við
stúlkurnar ævilangt frá því
þær öðlast hann. Velflestir
fylgjast með þeim allar götur
síðan. Og þær mega helst
ekki breytast mikið. Allar feg-
urðardrottningarnar, sem
sýndu tískufatnað frá CM,
stóðust fyllilega þær kröfur
sem óskráðar eru enn allir
vita um. Þær voru góðir full-
trúar fyrir þennan titil og allt
sem honum fylgir þó allt að
tíu ár séu síðan þær hrepptu
hann.
▲ Ovænt! Kynnir kvöldsins, Sigursteinn Másson, skyndilega
króaóur af og kominn í söngtrió meó feguróardísunum
Þórunni Lárusdóttur og Heiórúnu Önnu Björnsdóttur, sem
annars voru þarna komnar til aó krýna sigurvegarana.
einum stað. En þau brostu
bara, dönsuðu óþvingað og
létu sér hvergi bregða.
HUÓÐHIMNUR HRIST-
AR
Að dansatriðinu loknu kom
Diddú fram og eftir fyrsta lag
voru viðstaddir farnir að
hyggja að einhverju auka-
skilningarvitinu þegar hátónar
söngkonunnar skóku hljóð-
himnur svo þær virtust í stór-
hættu. Maður gæti líka haldið
að þarna færi einhver útlensk
stjarna ef ekki væri fyrir hið
landsþekkta kátlyndi og það
eru persónuleikar eins og
Diddú sem tengja saman óp-
eru og almenning. Og þó að
hætta hafi verið á að við Is-
lendingar myndum missa
Diddú útí einhverjar óskiljan-
legar ofuraríur á tímabili á út-
lenskum leiksviðum þá er alls
ekki svo. Ekki ennþá að
minnsta kosti. Er á meðan er
og þegar Diddú tók lokatón-
inn, einhvers staðar uppi í
margstrikaðri nótu, ofar
mannlegum skilningi er manni
skapi næst að segja, má full-
yrða að jafnvel glerhörðustu
rokkarar hafi fengið gæsahúð
af hrifningu.
Nú var komið að því að feg-
urðardrottningarnar kæmu
fram í síðkjólum og þá birtust
átján tindilfættir ungsveinar,
sparibúnir og virðulegir eftir
Annað sem vakti skemmti-
lega athygli i þessu atriði var
það að stúlkurnar völdu hver
sitt lag sem leikið var undir
kynningu hennar. Lagavalið
var náttúrlega fjölbreytt en
sérstaklega virtust lög frá
Hljómatímabilinu vinsæl, sex-
tíuogáttakynslóðin nánast
eins og endurfædd. fslensk,
'á ■ . . . '
. V' Srí V 1 \ I
H'4 v. y«i,
k %2kí., á:1 WKiÆttká? \ 1 A í:
„:é0
li * M 4
f; > aj^j 1 WTKwC. /1 j \ý_. ' / y ■ I. ' Úf. íjj á ■L mm Jk'J
60 VIKAN 9. TBL. 1993