Vikan


Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 20

Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 20
TEXTI: MARGRET HRAFNSDOTTIR / UOSM.: FRIÐRIK ORN UUU AÐ j/IuUUj/U' | ' : í frumskógi Los Angeles, þar sem jafnt stórlaxar sem smáfiskar reyna að fóta sig á brautinni vand- rötuðu, heyr listafólkið sitt þrotlausa stríð. Hvergi eru þessi átök þó magnaðri en í Hollywood, sjáif- um kjarnakljúfi kvikmyndaheimsins, í svo heiftúð- ugri innbyrðis samkeppni að slíkt væri efni í sér- stakan flokk bíómynda. að er sagt að maður þurfi sautján vöðva til að brosa en til að kom- ast áfram í Hollywood hrekkur brosið skammt. Hér dugir ekk- ert minna en útboð allra krafta, persónutöfra og skipu- lagsgena sem hver og einn hefur yfir að ráða. Það spillir svo ekki fyrir að þekkja réttu aðilana og vera fæddur undir heillastjörnu þegar á hólminn er komið! Ein af þeim þúsundum listamanna, sem um þessar mundir eru að reyna að koma sér á framfæri hér, er íslensk leikkona, Ragnhildur Rúriks- dóttir og ég spjallaði við hana á einum af vinsælli veitinga- stöðum borgarinnar, Yfirvara- skegginu eða Café Mou- stache, á bóhemagötunni frægu Melrose Avenue. Þegar ég heyrði hennar fyrst getið kom upp í hugann nafn okkar þjóðkunna leikara og viti menn, Ragnhildur er dóttir Rúriks Haraldssonar og hefur þetta því kannski í blóð- inu eða hvað? „Ég hef alltaf haft ofsalegan áhuga á leiklist enda var ég alltaf niðri í Þjóðleikhúsi hjá pabba. Sem krakki var ég sí- vælandi í honum að fá að taka þátt í barnaleikritunum þar en hann reyndi hvað hann gat að halda mér utan við „leikhúslífið". Það er nú vitað mál að líf leikarans er enginn dans á rósum. Hann vildi því ekki hvetja mig inn á þessa braut, gerði þetta af góðsem- inni einni til að vernda „litlu stelpuna sína“. Hann hélt líka að þessi baktería myndi eld- ast af mér en þar fór nú á annan veg. Núna er hann heilshugar með mér í þessu, styður óspart við bakið á mér og það er náttúrlega alveg frábært.“ Þar sem hún sat í leikhús- inu á íslandi og horfði á föður sinn á sviðinu, lét hún sig dreyma um frægð og frama handan sólar og vestan mána - eða hvað? „Ég reyndi við leiklistarskól- ann heima á sínum tíma en komst ekki inn. Ég var þá ákveðin ( að láta það nú ekki stoppa mig og hélt til Kaup- mannahafnar í leiklist. Þar var ég í tvö ár og undi mér fjarska vel. Écj er nú soddan Dani í mér! Á þeim tfma vorum við, ég og maðurinn minn, Jón Raymond Miller, í svona milli- landasambandi. Hann bjó í Flórída. Jón er iðnverkfræð- ingur, íslenskur í móðurættina en hefur alla tíð búið í Banda- ríkjunum. Þetta var erfitt með allar þessar fjarlægðir á milli okkar og við sáumst ekki nema í sumarfríum, á jólum og páskum. Þar kom að ann- aðhvort var að hrökkva eða stökkva. Það varð þvl úr að ég flutti vestur, með einu skil- yrði þó - að við færum annað- hvort til New York eða Los Angeles svo ég gæti haldið náminu áfram. Árið 1989 giftum við okkur svo heima og fluttum síðan 20 VIKAN 9.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.