Vikan


Vikan - 06.05.1993, Page 20

Vikan - 06.05.1993, Page 20
TEXTI: MARGRET HRAFNSDOTTIR / UOSM.: FRIÐRIK ORN UUU AÐ j/IuUUj/U' | ' : í frumskógi Los Angeles, þar sem jafnt stórlaxar sem smáfiskar reyna að fóta sig á brautinni vand- rötuðu, heyr listafólkið sitt þrotlausa stríð. Hvergi eru þessi átök þó magnaðri en í Hollywood, sjáif- um kjarnakljúfi kvikmyndaheimsins, í svo heiftúð- ugri innbyrðis samkeppni að slíkt væri efni í sér- stakan flokk bíómynda. að er sagt að maður þurfi sautján vöðva til að brosa en til að kom- ast áfram í Hollywood hrekkur brosið skammt. Hér dugir ekk- ert minna en útboð allra krafta, persónutöfra og skipu- lagsgena sem hver og einn hefur yfir að ráða. Það spillir svo ekki fyrir að þekkja réttu aðilana og vera fæddur undir heillastjörnu þegar á hólminn er komið! Ein af þeim þúsundum listamanna, sem um þessar mundir eru að reyna að koma sér á framfæri hér, er íslensk leikkona, Ragnhildur Rúriks- dóttir og ég spjallaði við hana á einum af vinsælli veitinga- stöðum borgarinnar, Yfirvara- skegginu eða Café Mou- stache, á bóhemagötunni frægu Melrose Avenue. Þegar ég heyrði hennar fyrst getið kom upp í hugann nafn okkar þjóðkunna leikara og viti menn, Ragnhildur er dóttir Rúriks Haraldssonar og hefur þetta því kannski í blóð- inu eða hvað? „Ég hef alltaf haft ofsalegan áhuga á leiklist enda var ég alltaf niðri í Þjóðleikhúsi hjá pabba. Sem krakki var ég sí- vælandi í honum að fá að taka þátt í barnaleikritunum þar en hann reyndi hvað hann gat að halda mér utan við „leikhúslífið". Það er nú vitað mál að líf leikarans er enginn dans á rósum. Hann vildi því ekki hvetja mig inn á þessa braut, gerði þetta af góðsem- inni einni til að vernda „litlu stelpuna sína“. Hann hélt líka að þessi baktería myndi eld- ast af mér en þar fór nú á annan veg. Núna er hann heilshugar með mér í þessu, styður óspart við bakið á mér og það er náttúrlega alveg frábært.“ Þar sem hún sat í leikhús- inu á íslandi og horfði á föður sinn á sviðinu, lét hún sig dreyma um frægð og frama handan sólar og vestan mána - eða hvað? „Ég reyndi við leiklistarskól- ann heima á sínum tíma en komst ekki inn. Ég var þá ákveðin ( að láta það nú ekki stoppa mig og hélt til Kaup- mannahafnar í leiklist. Þar var ég í tvö ár og undi mér fjarska vel. Écj er nú soddan Dani í mér! Á þeim tfma vorum við, ég og maðurinn minn, Jón Raymond Miller, í svona milli- landasambandi. Hann bjó í Flórída. Jón er iðnverkfræð- ingur, íslenskur í móðurættina en hefur alla tíð búið í Banda- ríkjunum. Þetta var erfitt með allar þessar fjarlægðir á milli okkar og við sáumst ekki nema í sumarfríum, á jólum og páskum. Þar kom að ann- aðhvort var að hrökkva eða stökkva. Það varð þvl úr að ég flutti vestur, með einu skil- yrði þó - að við færum annað- hvort til New York eða Los Angeles svo ég gæti haldið náminu áfram. Árið 1989 giftum við okkur svo heima og fluttum síðan 20 VIKAN 9.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.