Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 40
SALARKIMINN
SIGTRYGGUR JÓNSSON SÁLFRÆÐINGUR
SVARAR LESENDUM
Bréf til Sigtryggs geta snúist um samskipti kynjanna, sam-
skipti barna og foreldra, samskipti milli hjóna, kynlíf og
annaö þaö sem lýtur aö sálfræöi og sálfræöilegum vanda-
málum. Bréfin mega vera nafnlaus eöa undir dulnefni.
Utanáskriftin er:
Sigtryggur Jónsson sálfræöingur, Álftamýri 3,108 Reykjavík
SAMKEPPNI í
SJÁLFSFRÓUN
Kæri sálfræðingur.
Mig langar að bera undir þig
vandamál sem mér finnst hrjá
sambúö mína. Ég bý með
manni sem er 29 ára en ég er
sjálf 32 ára. Ég á tvö börn en
hann hefur ekki verið áður í
sambúð.
Þannig er mál með vexti að
frá þvi að við byrjuðum sam-
an er hann alltaf að fróa sér.
Þegar ég fer á fætur um helg-
ar, þegar hann er enn sof-
andi, er nokkuð víst að hann
fróar sér þegar hann vaknar.
Hann fróar sér í Ijósatímum
og inni á klósetti. Yfirleitt gerir
hann þetta einu sinni á dag
og stundum oftar.
Mér finnst eðlilegt að gera
þetta til dæmis tvisvar í viku
og því tek ég þessa hegðun
hans sem höfnun á mér og
verð því meira hikandi i löng-
un minni til hans.
Einnig kemur oft fyrir að
þegar mig langar að hafa
samfarir er hann nýbúinn aö
fróa sér og verður þá áhuga-
laus gagnvart mér. Ég hrekk
þá til baka og fer inn í mig.
Þetta særir mig líka tilfinn-
ingalega. Mér finnst ég ekki
geta planað nein rómantísk
kvöld því hann gæti veriö ný-
búinn að fróa sér og þá verð
ég svo sár þegar ég er búin
að hafa fyrir kertaljósum og
tilheyrandi.
Þegar ég reyni að tala um
þetta við hann segir hann mér
að lesa Bleikt og biátt þvi þar
standi að eðlilegt sé að karl-
menn nuddi hann á sér og að
karlmenn séu miklu graðari
en kvenfólk og að þetta sé
mjög eðlilegur hlutur og að ég
sé bara með leiðindi.
Mér finnst þetta ekki eðli-
legt. Ég get vel skilið karl-
menn úti á sjó og ef til vill
þegar konan hefur blæðingar
eða er að heiman - en í
svona miklu magni, það skil
ég ekki.
Allt sem ég hef skrifað
hérna hef ég talað um við
hann en þaö hefur engan ár-
angur borið. Kannski þú getir
hjálpað mér til að skilja þetta
því ég tek þetta allt svo nærri
mér.
Við erum búin að vera sam-
an í tvö og hálft ár og ég get
ekki fróað mér til fullnæging-
ar. Hins vegar hef ég logið því
að honum upp á síðkastið að
mér sé farið að takast það.
Honum er alveg sama, sam-
gleðst mér bara. Ég fæ hins
vegar fullnægingu í samförum
með honum.
Vonandi getur þú gefið góð
ráð.
Virðingarfyllst,
ein örvæntingarfull
og ófullnægö
Kæra ófullnaegð.
Ég hef ekki lesiö allt sem
skrifað hefur verið um sjálfs-
fróun í Bleikt og blátt en hitt
veit ég að sjálfsfróun er eöli-
legur hlutur hjá báðum kynj-
um og það er ekkert sem
hægt er að nota til aö styöja
þá fullyrðingu að karlmenn
séu graðari að eðlisfari heldur
en konur. Rannsóknir sýna
hins vegar að sjálfsfróun er
miklu minni hjá þeim einstakl-
ingum sem eru í sambúð
heldur en hjá hinum sem ekki
eru það - og einnig hitt að
karlmenn stunda sjálfsfróun
meira heldur en konur á öllum
aldri. Það sannar þó ekki að
þeir séu graðari en konur.
SJÁLFSFRÓUN
í SAMBÚÐ
Það er ekkert sem styður það
að sjálfsfróun þurfi að hætta
viö sambúð, hins vegar er al-
gengast að úr henni dragi og
algengt er hjá konum að hún
hætti alveg. Hins vegar verður
parið að gera upp við sig
hversu mikið kynlíf það vill
stunda og sjálfsfróun annars
má ekki eyðileggja kynlíf
parsins eins og þú lýsir í bréfi
þínu. Ég get vel skilið aö þú
upplifir hegöun hans sem
höfnun á þér kynferöislega og
satt aö segja er tíðni sjálfsfró-
unar hjá honum, eins og þú
lýsir henni, langt umfram það
sem rannsóknir sýna hjá
mönnum i sambúð, að ég
ekki tali um sóðaskapinn i því
að gera þetta á almennum
stööum eins og í Ijósabekkj-
um.
SAMKEPPNI UM
SJÁLFSFRÓUN
Mér skilst aö þið séuð að
ræða sjálfsfróun ykkar með
tilliti til þess hvort þið fáið full-
nægingu eöa ekki. Vitanlega
er slík umræða eðlileg hjá
pari en ég fæ á tilfinninguna
aö umræða ykkar líkist sam-
keppni og að þú sért að reyna
að þóknast honum og hans
lífsmynstri. Til hvers ert þú að
því? Þú verður að gera á
hann kröfur um að löngun
hans til sjálfsfróunar komi ekki
niður á sambandi ykkar eða
þínu kynlífi. Ekki fara í sam-
keppni við hann um hvort njóti
betur sjálfsfróunar.
HVAÐ VILT ÞÚ?
Þú verður aö gera þér grein
fyrir því hvað þaö er sem þú
vilt fá út úr kynlífi ykkar. Þú
verður að láta hann vita að
þig langar að búa til róman-
tískar aðstæður og lengja
þannig forleik að æsandi og
góðu kynlífi og þú verður að
láta hann vita að þó svo að
hann vilji stunda sjálfsfróun
ætlir þú ekki að láta þaö koma
niður á þínu kynlífi.
Svo framarlega sem þú
færð nægilega mikið út úr
þínu kynlífi, ert ánægð og
hamingjusöm í sambandinu
og líður vel með manninum
skiptir tíöni sjálfsfróunar hans
engu máli. Hún er þá ekki
eyðileggjandi eða slæm á
nokkurn hátt.
ÞORÐU AÐ GERA
KRÖFUR
Þú verður sem sagt að gera á
hann kröfur um að sinna þinni
löngun, burtséð frá því hvað
hann hefur verið nýbúinn að
gera. Út af fyrir sig er þessi
sjálfsfróun hans ekki neitt
óeðlileg en þegar hún kemur
niður á sambandinu verður þú
að taka af skarið og gera á
hann kröfur og átta þig á því
hversu langt þú ert tilbúin til
að ganga í kröfum á hann. Ég
geri ekki ráð fyrir að þú viljir
lifa lengi í svo ófullnægðu
sambandi þannig að mér þyk-
ir líklegt að þú komir þér út úr
þessu sambandi ef það held-
ur áfram að vera svona ófull-
nægjandi fyrir þíg.
Þú átt sem sagt að hætta
að velta fyrir þér hvað hann er
að gera og hvort það er eðli-
legt og fara að snúa þér að
því aö velta því fyrir þér hvort
þú vilt búa viö þetta.
Gangi þér vel og bestu
kveðjur,
Sigtryggur.
40 VIKAN 9. TBL. 1993