Vikan


Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 9

Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 9
Fjölskylda alkóhólistans og heilbrigóa fjölskyldan eru sín hvorum megin ó samskiptaskalanum. Fjölskylda alkóhólistans reynir að stjórna meðlimum sínum og stjórnunin bælir andlegan, tilfinn- ingalegan og stundum líkamlegan vöxt þeirra. Heilbrigða fjöl- skyldan styður aftur ó móti meðlimi sína ó þroskaferlinu. FJÖLSKYLDA ALKÓHÓLISTA 1. Strangar reglur. 2. Föst hlutverkaskipan. 3. Fjölskylduleyndarmál. 4. Forðast að hleypa ufanaðkomandi inn. 5. Er mjög alvörugefin. 6. Ekkert einkalíf; óskýr persónuleg mörk. 7. Fölsk tryggð við fjölskyldu; meðlimir mega ekki yfirgefa hópinn. 8. Innbyrðis deilur eru hunsaðar og afneitað. 9. Fjölskyldan berst gegn breytingum. 10. Engin eining; fjölskyldan er sundruð. HEILBRIGÐ FJÖLSKYLDA 1. Engar strangar reglur. 2. Engin föst hlutverkaskipan. 3. Engin fjölskylduleyndarmál. 4. Hleypir utanaðkomandi inn. 5. Hefur kímnigáfu. 6. Meðlimir eiga rétt á einkalífi og þróa með sér skýra mynd af sjálfum sér. 7. Meðlimir virða fjölskylduna og mega yfirgefa hana. 8. Innbyrðis deilur eru leyfðar og leystar. 9. Fjölskyldan er sföðugt að breytast. 10. Tilfinning fyrir heild. hreinlega nýr heimur. Nýliðar fá ávallt mjög notalegar mót- tökur en þrátt fyrir það lokað- ist ég ósjálfrátt í fyrstu og reyndi að breiða yfir ástandið hjá mér - af gömlum vana.“ „Þegar ég svo fór að opna mig fékk ég mikla hvatningu til að halda áfram og fann strax að ég fór öll að lifna við og líða betur. Ég hefði ekki getað tekið niður grímuna nema með hjálp SAÁ vegna þess að ég kunni ekki að láta eigin tilfinningar í Ijós. Smátt og smátt hafði ég meðtekið öll neikvæðu skilaboðin og það er sjúkdómurinn - við tökum hann inn á okkur á þennan hátt og verðum sjúk sjálf.“ Ég bað Guð um ný augu og eyru. „Maðurinn minn drakk ennþá þegar ég fór á námskeið hjá SÁÁ. Það var erfitt í fyrstu því honum fannst ég vera að út- varpa hans málum og hélt ör- ugglega að enginn nema ég vissi af drykkjuvandamáli hjá honum. Hann var ekkert sér- lega langt leiddur en minn mælir fylltist á undan hans. Hann fór í meðferð stuttu síð- ar og síðan hafa hlutirnir gengið alveg æðislega vel - þetta er allt annað líf.“ Bati er aS yfirvinna hraeSsluna við lífið. „Starf þessara samtaka skiptir mig og fjölskylduna gífurlega miklu máli. Þótt alkóhólisma væri ekki til að dreifa á mínu heimili þá væri ég sjálf samt með þennan arf og þarf þess vegna að vinna mikið í sjálfri mér. Ég er að reyna að hætta að stjórna með sektarkennd. Við þessir aðstandendur erum auðvitað svo miklir píslarvott- ar og með fimmfaldan geisla- baug af því að við erum alltaf heima og erum ekki að drekka. Svo er maður versti harðstjóri við börnin og helm- ingi leiðinlegri móðir en móðir mín var. Þess vegna er svo mikið atriði að stöðva þetta ferli. Með hjálp Al-Anon læri ég að virða aðra sem mann- eskjur og fara úr bílstjórasæt- inu. Ég mæli með því að allir taki sér stund til að skoða sjálfa sig, sitt líf og sínar til- finningar, jafnvel þeir sem ekki eiga við neitt drykkju- vandamál að stríða.“ Vertu Guð eöa lóttu Guð um stjórnina. „Alkinn gerir í því að ná stemmningunni það slæmri að hann geti sagt: Ég er sko farinn! Við aðstandendur get- um gert mikið til að stöðva drykkjuferlið og stærsta lexían er að læra að hugsa um sjálf- an sig og hætta að stjórna öll- um hinum. Ég get engum stjórnað nema sjálfri mér og það gengur nógu brösuglega. Ég held að á íslandi sé gífur- lega mikið um vanhæfar fjöl- skyldur vegna alkóhólisma eða skyldra vandamála, þar sem stífni, lokun og afneitun á vandamálum er allsráðandi. Nú veit ég hvar ég á að leita að stuðningi og hjálp sem skiptir svo miklu máli að hún hefur bjargað mörgum ein- staklingum frá algeru hruni," segir þetta uppkomna barn alkóhólista að lokum. Ég þekkti hugsanir annarra betur en ég þekkti mínar eigin. Kona á Al-Anonfundi. Hún átti þrjú uppkomin börn og hafði enga starfsmenntun. Hún var fimmtug og orðin ein. Alkóhólistinn, eiginmaður hennar, var farinn frá henni með konu sem hún sagði geta verið barnabarn hans. Sársauki hennar var gífur- legur og virtist leiftra af henni eins og eldglæringar. Hún vildi hætta að finna til - fá bata. Enn meira þráði hún þó bata barna sinna. Vandamál þeirra höfðu fylgt þeim fram á fullorðinsár. Það var áberandi að hver einasta setning, sem hún sagði, hófst á „hann“. Þrátt fyrir að hann væri farinn og kæmi ekki aftur snerist líf hennar enn um hann. Allir möguleikar voru síaðir í gegn- um manninn sem var farinn frá henni. Það er öruggt tákn um framför þegar fólk segir: „Þetta finnst mér,“ í staðinn fyrir: „Þetta finnst þeim.“ í raunveruleikanum leynist margt sem er hrikalega órétt- látt en frelsi á rætur sínar í raunveruleikanum og hvergi annars staðar. □ Ég bið þess að ég megi lifa í núinu, sama hve erfitt það er. Ég ætla ekki að sía framtíð mína í gegnum fólk úr fortíðinni. 9.TBL. 1993 VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.