Vikan


Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 51

Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 51
I ! Benedikt Gíslason var einn i framboöi í forsetaembættió og náói mjög góöri kosningu. I talsins og ( síðustu kosning- um voru fjórtán í framboði auk þess sem fjöldi manns bauð | sig fram í ýmsar nefndir og ráð. Það liggur því í augum uppi I að kosningarnar skipa stóran sess innan skólans og í kosn- ingavikunni eru gangar skól- I ans þaktir af óteljandi kosn- ingaspjöldum, ýmist heimatil- búnum eða prentsmiðjuunn- um. Framboðsræður eru haldnar í hverjum frímínútum , og veglegt kosningablað gefið út. Hver frambjóðandi kemur sér upp kosningaskrifstofu þar ■ sem eldheitir stuðningsmenn hans kynna kosningaloforð viðkomandi. Þar er einnig \ boðið upp á ýmsar veitingar en frambjóðendur eru ávallt klókir við að verða sér úti um | ýmislegt góðgæti á góðu verði. í hverjum einustu frí- mínútum er eitthvað nýtt á boðstólum - ókeypis súkku- laði, snakk, gosdrykkir, pylsur eða heimabakaðar kökur svo dæmi séu tekin. Frambjóðendur eru einnig með ýmsar uppákomur og reyna að vekja athygli á sér með ýmsu móti. Það er aygljóst að menn verða að leggja hart að sér ætli þeir að sigra mótherjann. Eins og gefur að skilja getur kostnaðurinn farið fram úr hófi þegar búið er að láta prenta veggspjöld, útbúa veitingar og fleira sem þessu fylgir. Dæmi eru um að frambjóðendur hafi eytt allt að fjörutíu þúsund krónum i kosningaáróðurinn. Spyrja menn sig þá ef til vill hvort kostnaðurinn sé ekki farinn út í öfgar. Þeir fram- bjóðendur sem hafa náð kjöri neita því og spyrja á móti hvað geti verið eftirsóknar- verðara fyrir nemanda í Verzl- unarskólanum en að hafa völdin í félagslífi skólans í hendi sér. □ Sumir fengu fyrirtæki tllaó styója vió bakióá sér gegn auglýs- ingu á vegg- spjöld- unum. MEGRUNAR- POSTURINN MAGASÝRUR Kæri megrunarpóstur! Ég er ein af þeim sem langar til að losna við nokkuð mörg kíló en ég er líka með grun um magasár eða að ég myndi of mikið af magasýrum. Er allt í lagi fyrir mig að fara á NUPO-kúrinn? Með von um svar. Ein í þyngri kantinum. Kæra ofþung! Nupo-duftið er ekkert annað en venjuleg fæða í fljótandi formi þar sem viðkomandi fær öll þau næringarefni sem hann þarf yfir daginn og það er ekkert sem mælir á móti því að manneskja sem eins er ástatt fyrir og þér geti neytt þess. Engin af þeim nær- ingarefnum sem i þvi eru auka magasýruframleiðsluna meira en venjulegt fæði. Þvert á móti hefur komið fram í þeim viðtölum sem Vikan hefur átt við fólk sem svipað er ástatt fyrir og þér að flest bendir til þess að frekar dragi úr fram- leiðslu magasýranna. Með ósk um góðan árangur og farsæla lausnl KOSTNAÐURINN Kæri megrunarpóstur! Mig langar til að spyrja ykkur í hreinskilni hvort þessi kúr sé ekki dálítið of dýr? Einn sem á ekki of mikið i buddunni. Það mat veltur á því sem maður skilgreinir sem „of dýrt“. Dagskammturinn af NUPO kostar um 280 krónur - en hvað kosta máltíðirnar yfir einn dag? Þetta samsvarar um það bil einni samloku á dag og hún dugar frekar skammt þar sem í hana vant- ar mörg þau næringarefni sem líkaminn þarfnast fyrir heilan dag. Það verður þá að bæta sér upp ( formi annars konar fæðu sem oft á tiðum er mis- jöfn að næringargildi þar sem gjarnan slæðist ansi mikið af fituefnum með og þeir sem eru of feitir þurfa alls ekki á þeim að halda. Þrátt fyrir það vantar enn töluvert upp á það sem nauðsynlegt er. Á þessu má sjá að þetta er ekki svo ýkja mikill kostnaður þó svo að ráðlagt sé að fólk bæti einhverri fæðu við kúrinn, hvernig svo sem hún er samsett, þrátt fyrir að erlendir sérfræðingar telji ekki þörf á því. Til viðbótar má telja liklegt að þegar fólk hefur náð af sér óæskilegum kílóum fari ýmsir kvillar, sem hafa hrjáð það, að láta minna til sín taka þannig að lækniskostnaður minnki. Jafnvel má búast við auknu starfsþreki þannig að það fjár- magn sem lagt hefur verið í kúrinn er vafalaust fljótt að skila sér og pyngjan mun vafalaust verða þyngri en búist er við (upphafi. HARÐAR HÆ.GÐIR Kæri megrunarpóstur! Mig langar til að forvitnast um hvort maður fær ekki harðar hægðir af NUPO-duftinu. Ella. Kæra Ella. Að sjálfsögðu minnka hægð- imar verulega þegar duftsins er einungis neytt og nokkrir hafa kvartað yfir því. Það á þó eflaust frekar við um eldri gerðir því það sem er á markaönum nú inniheldur þann dagskammt af trefjaefnum sem ráðlagður er samkvæmt nýj- ustu stöðlum manneldisráðs og á hann að tryggja eðlilegar hægðir. Til eru svokallaðar pektinlausnir sem koma í veg fyrir að hægðimar taki í sig steinefni sem eru nauðsynleg fyrir likamann, svo sem margar aðrar trefjategundir gera. Þess má einnig geta að NUPO- duftið er blandað fiskolíu sem inniheldur omega-3 fitusýrur eins og lýsi og þær auka enn á hollustu þess. Trefjarnar eiga að mýkja hægðirnar og vísindamenn benda á að hlutur þeirra í fæðunni eigi að minnka lík- urnar á meltingarvegskrabba- meini. Með ósk um góðan árangur! 9.TBL. 1993 VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.