Vikan


Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 28

Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 28
ÞÓRDÍS BACHMANN TÓK SAMAN „Og ekki nóg með það heldur ræktum við stærstu vatns- meiónur í heimi." Þessi orð áttu eftir að breyta lífshlaupi Hillary Rodham, þó að hún vissi það ekki þá. „Hver er þetta?“ spurði hún vin við hlið sér. „Þetta er Bill Clinton frá Arkansas og hann talar ekki um annað." Hillary ákvað að kynnast þessum myndarlega, glaðlega manni með Elvisröddina. Þau voru bæði laganemar við Yaleháskóla á þeim tíma og eins og átti við um Hillary sjálfa var greinilegt að Bill var ekki í lagadeildinni til að búa sig undir starfsframa í fyrir- tækjalöggjöf á Wall Street. Stjórnmálaferillinn var skrifað- ur í stjörnur hans. Þegar þau töluðu fyrst saman var það Hillary sem tók af skarið eftir að Bill var búinn að stara lengi á hana á bókasafni skól- ans. Hún gekk til hans og sagði: „Ef þú ætlar að halda áfram að horfa á mig og ég að halda áfram að horfa á móti, þá finnst mér að við ætt- um að kynna okkur. Ég heiti Hillary Rodham. Hvað heitir þú?“ Og þá, er haft eftir Bill Clint- on, gat hann ekki stunið upp orði. Núna er Hillary Clinton orð- in að eins konar skurðgoði. Hún er nú valdamesta kona í heimi. Hvernig mun hún beita því valdi? Hvers konar for- setafrú verður hún? Hver er hún og hvað mótaði hana? LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ Hillary Diane fæddist 26. október 1947 f Chicago, þar sem Hugh faðir hennar átti litla vefnaðarvöruverksmiðju. Hún er meþódisti og það hafði mikil áhrif á hana þegar ung- lingarnir í söfnuðinum fóru í heimsóknir í fátækrahverfi Hillary Clinton er nú komin i Hvíta húsiö þar sem hún tekur þátt í störfum eiginmanns síns sem deilir völdunum meö henni. BETRI HELMINGIIR SAGT FRÁ FORSETAFRÚ BANDARÍKJANNA blökkumanna í Chicago. Hugh og Dorothy, foreldrar Hillary, trúðu á mátt menntun- arinnar og sögðu Hillary að þaö væri skylda hennar að nota heilann. Fjölskyldan var samhent og Hillary var aldrei innrætt að hún gæti ekki gert eitthvað af því að hún væri stúlka. Árið 1965 lá leiðin í kvennaskólann Wellesley og þar hélt hún skólaslitaræðu nemenda 1969. Mynd af henni í ræðustól birtist í tíma- ritinu Life en eftir Wellesley lá leiðin í lagadeild Yale. Þar fór hún í mótmælagöngur, rit- stýrði lagariti og hitti Bill Clint- on. Eftir að hún útskrifaðist bætti hún við sig ársnámi í sifjarétti, meðal annars vegna þess að hún vildi vera með Bill áfram og hann var ári á eftir henni ( skóla. Meðan á náminu stóð vann hún að rannsóknum fyrir bókina Beyond the Best Interests of the Child, eftir barnasálfræð- inginn Önnu Freud (dóttur Sigmundar), Goldstein og Solnit. Grunnkenningar bókar- 28 VIKAN 9. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.