Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 11
+
kvikmyndinni Coming to
America fór bandaríski
grínleikarinn Eddie Murphy
á kostum í hlutverki moldríks
prins frá einu af smáríkjum
Afríku. Myndin hefst á því að
hann hyggst leggja land undir
fót í leit að drottningu og
kemst að þeirri niðurstöðu að
sér verði líklegast best ágengt
í Queenshverfinu í New York
borg.
Þegar undirritaður fór í
fyrsta sinn vestur um haf var
það í engum tengslum við
hjúskaparáform en Queens
var eigi að síður fyrsti áfanga-
staðurinn. Áður en ég lagði af
stað í ferðina hafði ég heyrt
miklar sögur um hvers konar
glæpaborg New York væri og
misindismenn biðu saklausra
ferðamanna í hverju horni.
Mér fannst því gott að vita til
þess að íslendingur mundi
taka á móti mér á John F.
Kennedy flugvelli, sem er einn
stærsti alþjóðaflugvöllur i
heimi. Mikil ringulreið beið
mín við komuna í gegnum
hliðið sem farþegar fara um
þegar þeir koma til New York.
Þar virtist annar hver maður
vera tilbúin að bjóða þreyttum
ferðalöngum „kostakjör" á
akstri inn í borgina. Sem betur
fer þurfti ég ekki að velta fyrir
mér þeim tilboðum heldur hélt
rakleiðis að afgreiðsluborði
Flugleiða og hitti þar fyrir Ólaf
Jónsson en hann og Systa
Thorberg (Gerður Jóhannes-
dóttir) reka gistiþjónustu fyrir
íslendinga sem koma til New
York.
Bíll Ólafs beið okkar fyrir
utan flugstöðvarbygginguna
og eftir stuttan akstur vorum
við komnir í einbýlishúsa-
hverfið þar sem þau búa.
Systa tók á móti okkur í dyr-
unum og bauð upp á hress-
ingu en ég fór síðan snemma
að sofa því ferð minni skyldi
haldið áfram næsta dag. Að
loknum morgunverði fór Óli
aftur með mig út á flugvöll og
skilaði mér á tröppurnar hjá
flugfélaginu sem ég hugðist
ferðast með áfram. Þessi
fyrstu spor mín í Ameríku
höfðu verið áhyggjulaus og
móttökurnar í Queens kon-
unglegar.
Nýlega var ég aftur á ferð í
New York og fannst tilvalið að
kveðja dyra hjá Systu og Óla
til að endurnýja gömul kynni
og kynna þjónustuna, sem
hafði reynst mér svo vel, fyrir
lesendum Vikunnar. Systa
sótti mig á lestarstöðina eins
og þau gera fyrir aðra íslend-
inga þegar þeir koma „heim"
að kvöldi eftir að hafa eytt
deginum inni í borginni. Þau
eru alltaf að breyta og bæta
aðstöðuna og frá því að ég
gisti hjá þeim hafa þau bætt
við garðstofu, heitum potti og
leikaðstöðu fyrir börn í rúm-
góðum bakgarðinum við hús-
ið.
Við fáum okkur sæti í setu-
stofunni en þetta er rólegur
tími og engir gestir í augna-
blikinu. Jóhannes sonur Systu
er í heimsókn ásamt Eiríku
konu sinni og tveimur börnum
en stundum þegar mikið er að
gera taka þau einnig gesti inn
á heimili sitt sem er þarna í
nágrenninu. Það liggur í hlut-
arins eðli að hefja viðtalið á
að spyrjast fyrir um hvernig
það atvikaðist að þau fóru út í
þennan rekstur.
Óli er fyrri til svars og segist
hafa komið til Bandaríkjanna
1969 en þá hafi hann verið á
lagernum hjá Flugleiðum við
innkaup á varahlutum fyrir
flugvélar. Systa var hins veg-
ar í bókhaldsdeild félagsins í
Rockefeller Center frá 1962
en meiningin var að dvelja þar
aðeins í tvö ár. „Árin urðu ó-
vart sautján áður en yfir lauk,“
segir hún og hlær. Þau misstu
bæði fyrri maka sína með
fárra mánaða millibili 1976 en
kynntust síðan f gegnum
sameiginlega kunningja.
Systa heldur áfram og segir
að eftir að hún hætti hjá Flug-
leiðum hafi hún verið heima í
millibilsástandi og hugsað
hvort hún ætti að fá sér vinnu
á skrifstofu aftur en langaði til
að prófa eitthvað nýtt.
„Ég veitti því athygli að fólk
var að koma frá Islandi til
New York að versla á þessum
árum og upphaflega hug-
myndin var að aðstoða þetta
fólk. Við settum eina litla aug-
lýsingu í Dagblaðið og höfum
ekki þurft að auglýsa okkur
síðan. Ferðaskrifstofurnar
þekkja okkur vel en orðspor
vina á milli er sennilega það
sem hefur hjálpað okkur
mest. Það varð fljótlega Ijóst
að þetta var umfangsmeira
verkefni en okkur óraði fyrir
og Óli hætti að vinna hjá Flug-
leiðum skömmu síðar. Við að-
stoðum ferðalanga eins og við
best getum og fólk sem ann-
ars er varla ferðafært kemur
og dvelur hjá okkur. Á dögun-
um var hjá okkur kona á tf-
ræðisaldri sem aldrei mundi
leggja f slíkt ferðalag ef hún
ætti ekki þjónustu okkar vísa.
Flestir sem eru hjá okkur
stoppa bara eina nótt og auk
gistingar og morgunverðar fá
þeir akstur til og frá flugvelli.
Við förum með þá sem dvelja
Ólafur
Jónsson
og Systa
Thorberg
bjóöa
gestum
sínum upp
á mjög
góóa
aðstööu
auk þess
sem þau
sækja þá
út á
flugvöll
eóa á járn-
brautar-
stööina ef
því er aó
skipta.
lengur í verslanir f nágrenninu
og ráðleggjum þeim í sam-
bandi við skoðunarferðir og
hvernig best er að njóta
heimsborgarinnar. Gestirnir
sjá annars að mestu leyti um
sig sjálfir og allt hefur gengið
mjög vel hingað til. Við erum
með fimm rúmgóð herbergi
og þrjú þeirra henta vel fyrir
fjölskyldur. Ef mikið er að
gera er einnig aðstaða hjá Jó-
hannesi syni mínum."
„Helsta vandamálið, ef
gestirnir eru margir, er að
koma fólkinu fyrir í tveimur
eða þremur bílum svo við
þurfum ekki að fara margar
ferðir,“ bætir Óli við íbygginn
á svip en aksturinn til og frá
flugvelli er mest í hans hönd-
um.
- Hvað kostar að vera hjá
ykkur?
„Með öllu kostar þetta 80
dollara fyrir einstaklinga og
100 dollara fyrir hjón. Ef börn
eru með í ferðum bætast við
10 dollarar fyrir hvert auka-
rúm. Þess má geta að ferð
með leigubíl til borgarinnar frá
flugvellinum kostar 40 dollara
aðra leiðina ef maður nær
heiðarlegum bflstjóra.
Langflestir gestanna eru ís-
lendingar eða tengjast íslandi
á einn eða annan hátt. Fær-
eyingum hefur farið fjölgandi
en það byrjaði þannig að
maður sem var að koma að
heiman hitti færeyska stúlku í
flugvélinni. Hún var ekki búin
að verða sér úti um gistingu í
New York en hann var á leið
til okkar og sagði henni frá
því. Við vorum með laust her-
bergi og henni virðist hafa lík-
að svo vel að hún sagði öllum
eyjaskeggjum frá okkur þegar
hún kom til baka,“ segir Systa
f léttum tón. „Flestir færeysku
gestanna hafa verið úr kristi-
legum félögum, mjög vandað
og gott fólk. íslensku gestirnir
eru margir námsmenn eða
foreldrar þeirra að koma í
heimsókn. Þá er mikið af fólki
úr heilbrigðisstéttunum og
sérfræðingar ýmiss konar að
fara á ráðstefnur. Sumir sem
eru á bakaleið frá heitari stöð-
um í Bandaríkjunum stoppa til
að kaupa fatnað því auðveld-
ara er að fá föt sem henta ís-
lenskum aðstæðum í New
York en til dæmis á Flórída.
Það kemur iðulega fyrir að
hingað kemur fólk sem er
vant að ferðast til annarra
staða í Ameríku og hefur ekki
þorað að skoða New York.
Þegar það fréttir síðan af
þjónustu okkar finnst því það
vera öruggara og gerir borg-
ina að föstum viðkomustað í
ferðum sfnum.
Flestir sem koma hingað
verða hugfangnir af borginni og
finnst hún mest spennandi af
þeim borgum sem þeir hafa
komið til. Kvikmyndir hafa lík-
leg ýtt mikið undir þennan á-
huga og sumum finnst þeir
þekkja til staðhátta þegar þeir
koma hingað. Þó er það oft
sem kvikmyndir mála nei-
kvæða og óraunverulega
mynd af borginni svo margir
eru smeykir þangað til þeir
kynnast henni af eigin raun.
New York býður upp á eitthvað
fyrir alla en þeir staðir sem eru
frægastir og fólk er spenntast
fyrir að koma á eru Frelsisstytt-
an, höfuðstöðvar Sameinuðu
þjóðanna, Empire State bygg-
ingin og World Trade Center.
Hér er líka mikið úrval af alls
konar söfnum og gallerfum
auk þess sem leikhús- og
söngleikjamenningin f borg-
inni er fræg víða um heim.
Götulífið er einnig fjölbreytt og
fjölskrúðugra mannlíf er vand-
fundið. Borgin er í rauninni
heimur út af fyrir sig. Þar ægir
saman ólíkum menningar-
heimum þannig að sumir
segjast fá á tilfinninguna að
New York sé smækkuð mynd
af heiminum eða margar
borgir f einu borgarsamfélagi.
9.TBL. 1993 VIKAN 1 1
TEXTI: LOFIUR ATLIEIRÍKSSON