Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 62
TEXTIOG UÓSM.: JÓHANN GUÐNIREYNISSON
Þaö er aöeins einn Elli prests-
ins og hann lifir, var úrskuröur
dómnefndar í máli Ómars Ella
prestsins Ragnarssonar sem
tróö upp á tilþrifamikinn hátt
eins og sjá má.
Sigurvegarinn, Héöinn Valdi-
marsson, tekur lagið í lokin. Og
bakraddirnar eru ekki af lakara
taginu; þrettán Presleyar!
Mikió fjölmenni var vió þennan
atburó og vöktu tilburóir kepp-
enda hvort tveggja aödáun sem
kátínu, allt eftir því hvernig til
tókst á sviðinu.
PRESLEY LIFIR
LÍKA Á ÍSLANDI
Talið er að um þrjú hundruð
manns hafi orðið vitni að því
þegar Héðinn Valdimarsson
var valinn hinn íslenski Presley í
karaoke á Tveimur vinum. Jó-
hannes Bachmann, skemmtana-
stjóri, dómari og dansari, sagði
þátttökuna hafa farið fram úr öll-
um vonum. „Við bjuggumst
kannski við fimm keppendum,
eitthvað svoleiðis," sagði Jó-
hannes í samtali við Samúel en
fjórtán kepptu um nafnbótina.
Fyrirkomulag keppninnar var
þannig að hver keppandi kom
upp og söng tvö lög, annað yfir-
leitt rólegt og hitt í fjörugri kantin-
um. Sýndu menn þarna ýmis til-
þrif en sumir lögðu svo ríka á-
herslu á röddina að hreyfingarnar
gleymdust. Aðrir lögðu svo ríka
áherslu á hreyfingarnar að röddin
gleymdist. En allir gerðu svo sem
fyrir þá var lagt og þannig
skemmtu þeir viðstöddum með
afbrigðum. Keppendur mættu í
alls kyns múnderingum og vakti
tilþrifamikil innkoma Ómars Ella
prestsins Racfnarssonar mikla
lukku enda vanur Presley þar á
ferð. Sigurvegarinn var einnig
skrýddur vel að hætti konungsins
sem og fleiri skrautlegir sem
stigu á stokk.
Vinirnir tveir, Steinn Magnús-
son og Davíð Þór, slógu tvírætt
og líka með ó fyrir framan, á létta
strengi. Það voru Presleyspek-
ingar frá DV, Máli og menningu,
Tveimur vinum, Regnboganum
og Samútgáfunni Korpus sem
höfðu hið erfiða verk, dómgæslu,
með höndum.
Að sögn Jóhannesar er að
færast í vöxt á Tveimur vinum að
þar haldi fyrirtæki innanhússmót í
karaoke. Víst er að þessi tæki
reynast mörgum lyftistöng sem
langar að spreyta sig á sviði í
gegnum magnara án þess að
vilja endilega gera það að lífs-
starfi. □