Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 34
JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SKRIFAR UM SÁLRÆN SJÓNARMIÐ
ILL ÖFL MÖGNUD UPP
í HÚSUM OG FÓLKI
FLEST SNÚIST TIL VERRI VEGAR
Á liðnum árum hef ég fengið allmargar fyrir-
spurnir um möguleika á því að ill öfl geti verið
föst í vissum húsum og geti komið sér fyrir
jafnvel í besta fólki þannig að til vandræða sé,
eiginlega mögnuð upp með hvers kyns nei-
kvæðni. Bréf sem mér finnst allrar athygli vert
er frá manni á miðjum aldri sem kýs að kalla
sig Kalla og segir farir sínar og sinna hreint
ekki sléttar síðustu fimm árin. Hann telur eig-
inlega að flest hafi snúist til verri vegar ( lífi
þeirra og tilveru.
VANSTILLING OG MYRKFÆLNI
Við gefum Kalla oröið. „Þaö byrjaöi eitthvaö
mikiö aö ske hjá okkur hjónunum þegar
viö fluttum í húsiö sem viö búum í núna.
Þaö hefur bókstaflega allt gengið á aftur-
fótunum í langan tíma hérna hjá okkur.
Konan mín er til aö mynda óþekkjanleg á
köflum, verö ég aö játa. Hún er mjög van-
stillt verö ég aö segja.” Kalli heldur áfram
og segir mér undan og ofan af högum þeirra í
gegnum tíðina. „Þaö er svo skrýtiö, Jóna
Rúna, aö meira aö segja krakkarnir eru ó-
kyrr hérna heima ef þau eiga til dæmis aö
vera ein. Sonur minn undir fermingu vill
alls ekki sofa í herberginu sínu á nóttunum
og neitar aö vera heima meö systkinum
sínum, þó um hábjartan dag sé, ef enginn
fulloröinn er heima. Hann er líka mjög
hræddur viö mömmu sína þegar hún er í
vanstillingarköstunum eins og viö hin
reyndar líka. Ég er þó sæmilega hávaöa-
samur sjálfur ef því er aö skipta," segir
Kalli.
HEGÐUNARÖRÐUGLEIKAR
OG ANNAÐ VESEN
Hann bætir við heilum hellingi af alls kyns lýs-
ingum á undarlegum hegðunaröröugleikum
konu sinnar, oftast af engu tilefni. Hann telur
að þetta atferli sé eins og sviösett og hafi alls
ekki verið einkennandi fyrir hana áður en hún
flutti í þetta hús. Hann segir að áður hafi þau
nánast aldrei rifist en núna megi seqja að þau
Vinsamlegast hand-
skrifið bréf til Jónu Rúnu
og látiö fylgja fullt nafn
og kennitölu, ásamt dul-
nefni. Svörin byggjast á
innsæi Jónu Rúnu og
rithandarlestrí og því
miður er alls ekki hægt
að fá þau i einkabréfi.
Utanáskrift er:
Jóna Rúna
Kambsvegi 25,
104 Reykjavík
rífist út af öllu mögulegu og ómögulegu. Hann
er mjög svekktur og hefur sjálfur verið að
kljást við atvinnuleysi en úr því hefur sem bet-
ur fer ræst, segir hann og er að vonum mjög
ánægður með það. Kalli segir: „Þaö er engu
iíkara en allt hafi breyst til hins verra hjá
okkur viö aö fiytja í þetta hús, endalaus
leiöindi, veikindi, peningaleysi, rifrildi og
annaö vesen.”
GALDRAR OG DJÖFLADÝRKUN
Hann spyr töluvert um hvort þaö geti verið að
manneskjan sé andsetin vegna þess að hann
vill meina að hún sé í eðli sínu bæði góðlynd
og jákvæö. Hann segir: „Þaö getur varla
staöist aö ein manneskja breytist svona
nema eitthvaö mikiö og erfitt utanaökom-
andi afl komi til.” Húsið, sem þau búa I, gef-
ur eitt og sér tilefni til að láta sér detta í hug
einmitt þetta með andsetnina, heldur hann.
„Mér er,” segir Kalli, „kunnugt um aö fólk-
iö, sem bjó hérna áöur, var á mjög nei-
kvæöum leiöum. Óhætt er aö fullyröa aö
þaö hafi misnotaö eiturlyf, veriö í kukli og
mjög sennilega stundaö einhvers konar
djöfladýrkun.” Hann lýkur bréfi sínu leiður á
þessum orðum og þakkar mér fyrir svarið fyr-
irfram. Ég nota áfram hyggjuvit mitt, innsæi
og reynsluþekkingu til svaranna eins og alltaf
áður.
ÝTT UNDIR ILL ÖFL
Þaö fer víst ekki á milli mála að eitthvað meira
en lítið er í gangi hjá þessari ágætu fjölskyldu
eins og reyndar virðist vera hjá mörgum öör-
um. Kalli telur engan vafa á því að samband
sé á milli nýja hússins og þess sem þau eru
að upplifa sem er vissulega erfitt og sérkenni-
lega óþægilegt fyrir alla heimilisfasta. Eins og
hann bendir á er forsaga hússins heldur daþ-
urleg, aö minnsta kosti andlega. Því er mjög
sennilegt að húsakynnin þurfi að hreinsa með
sérstökum aðgerðum. Það segir sig sjálft að
það er mjög hættulegt að ástunda hvers kyns
uppmögnun á illum öflum. Viö lifum í heimi
þar sem ríkjandi eru tvö andstæð öfl að stað-
aldri. Þessi öfl eru gott og illt.
DÝRKUN Á MYRKRI
OG NEIKVÆÐ HUGSANAGERVI
Hafi í þessu húsi, sem Kalli býr í núna, verið I
langan tíma búandi fólk sem hefur verið bæði
á valdi eiturlyfjafíknarinnar ekkert síöur en á
valdi annars konar og ekki síður varhuga-
verðs myrkurs, nefnilega dýrkunar á alls kyns
óvættum myrkursins, þá getur ýmislegt ó-
hugnanlegt hent. Ekkert óeðlilegt er þótt ein-
hverjar tímabundnar eftirhreytur slíks neyðar-
ástands kunni að lifa eftir í formi óþægilegra
og neikvæðra hugsanagerva í húsnæðinu.
Hugsanagervi eru lifandi afl sem fyrir þann
skyggna er aö sjá eins og litríkir, magn-
þrungnir skýjahnoðrar sem safnast til dæmis
saman í híbýlum manna og mynda eins og
hugsanaský.
ÁÐUR ÓÞEKKT VANDRÆÐI
Þess háttar hugsanagervi eru misstór og öfl-
ug, allt eftir magni hugsananna sem upphaf-
lega komu þeim af staö og lifa í þeim, mis-
munandi óþægilegar eða þægilegar eftir at-
vikum. Auðvitað valda þau þeim sem inn í slík
hugsanagervi flytja einhverjum áður óþekkt-
um vandræðum séu þau í eðli sínu neikvæð.
Kalli talar sérstaklega um konuna sína og
ungan son í þessu sambandi. Hugsanlega
eru þau næmari fyrir hvers kyns ósýnilegu á-
reiti af þessum toga en aðrir í fjölskyldunni.
Einmitt þess vegna verður þess vart aö þau
breytist meira en hinir. Hugsanagervi þau
sem hlaðast upp í híbýlum manna gera þaö
einungis vegna hugsana viökomandi íbúa.
Þau liggja í alls konar litum út um allt eins og
litlir eða stórir skýjahnoðrar eins og áður
sagði og eflast við frekara áreiti hugsana séu
þær neikvæðar en þvert á móti séu þær já-
kvæðar.
ÓHEPPILEG VÍXLVERKUN HUGSANA
Ef kona Kalla er sífellt í uppnámi má halda því
fram aö hún auki og efli vægi þessara hugs-
anagerva og hreinlega viðhaldi þeim með nei-
kvæðni sinni. Hún aftur á móti fær jafnframt
vissa andlega næringu úr þeim af því að þau
eru hlaðin andlegri áhrifaorku sem nærist á
slæmum hugsunum og eflist og braggast vel
viö hvert neikvætt atferli nálægra. Þannig aö
þarna má segja að um geti verið að ræða
andlega og óheppilega víxlverkun hugsana,
eiginlega ómeðvitað samspil á milli konunnar
og hennar hugsana og svo aftur á móti hugs-
anagerva sem fyrir voru í húsinu þegar þau
hjónin fluttu þangað inn og eru sýnilega í eðli
sínu áreitandi viö vissar aöstæður. Ef þetta
reynist rétt greining getur þetta ástand breytt
atferli og hegðun konunnar þaö óeðlilega aö
virst getur að um alvarlega andsetni gæti ver-
ið að ræða, aö minnsta kosti þegar hún fær
þessi svokölluðu köst.
JÁKVÆÐ LÍFSSÝN MIKILVÆG
Þetta þýðir að f eiginlegum skilningi þarf hún (
raun ekki að vera andsetin, mun frekar í
þessu tilviki að hún sé yfirþyrmandi neikvæð
og óréttlát og sæki meðal annars til þess arna
aukinn styrk í hugsanagervin svokölluðu sem
fyrir voru neikvæð og ill ( húsinu. Þær varnir
sem eru heppilegastar þegar um er aö ræða
vandræði vegna neikvæðra hugsanagerva
eru einfaldlega sterkar jákvæðar hugsanir
Kvaran,
34 VIKAN 9. TBL. 1993