Vikan


Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 32

Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 32
hann oft ósáttur við hana meöan á þessu stóð. Með- ferðin neyddi Bill til að líta inn á við, á myrkrið sem svo oft lá við að brygði fyrir hann fæti. Eins og á viö um margt opin- skátt og vingjarnlegt fólk var hann óvanur þess konar naflaskoðun. Fertugsafmælið var honum líka erfitt, eins og á við um marga karlmenn. Vinir hafa sagt aö Bill hafi far- Banda- ríska þjóðin kynntist henni fyrst þegar hún kom fram meö manni sínum í hinum vin- sæla sjónvarps- þætti „60 mínútur“. ið að líta á sig sem misheppn- aðan á þessum tíma, orðið þunglyndur og sjálfstortím- andi. Enn einu sinni fór kjafta- sögumyllan um framhjáhald í gang. Enn þann dag í dag les Bill bækur um börn alkó- hólista, hugsanlega í leit að einhverju sem varpi Ijósi á tor- ráðinn innri sársaukann. BARÁTTAN UM FORSETAEMBÆTTID Síðla sumars 1991 skrifaði Hillary bréf til gamla kennar- ans síns á Wellesley, Alans Schechter. „Við erum að fara að leggja út í stórt ævintýri," stóð í því. Ævintýri þætti lík- lega ófullnægjandi lýsing á því sem átti eftir að gerast næsta áriö. Þegar sögurnar um fram- hjáhald Bills fóru að ganga um land allt í upphafi árs 1992 var Hillary fljót að blanda sér I málið. Hún hafði sagt skilið við háralit sinn, gleraugun og fæöingarnafnið til þess að stuðla að endur- kjöri Bills 1982 og fyrir for- setatignina vildi hún allt til vinna. Hjónin kölluðu þannig til blaðamannafundar og Bill viðurkenndi að hjónabandið hefði ekki verið „fullkomið", þau hefðu þó unnið að því hörðum höndum að halda sambandinu gangandi og væru stolt af því. Hillary var stjarna dagsins en hún sagði: „Það mikilvæga er að viö höfum aldrei hlaupist á brott frá hvort öðru. Við höfum unn- ið okkur ( gegnum alls kyns vandamál. Það slítur hjóna- böndum að fólk vinnur of mik- ið og missir jafnaöargeðiö. Það kemur allt mögulegt upp á og mér finnst óviðeigandi að ræða það. Ég trúi ekki á þennan játningastíl vegna þess að hvað mig varðar byrj- ar maður að grafa undan sambandinu þegar maður opnar það fyrir ókunnugum. Við ræðum ekki svona hluti í hjónabandi okkar viö fjöl- skyldu og vini. Þannig erum við og þannig lifum við. Og ég held að flestir lifi þannig." Þetta gekk upp. Þau höfðu setið með hörðustu blaða- mönnum Washington og þeir enduðu fundinn með því að spyrja hvort Hillary yrði góður forsetaframbjóðandi. Bill svar- aði: „Ég drægi mig glaöur í hlé ef hún byði sig fram.“ Hill- ary var orðin stjarna. Strax á fyrstu vikum kosningabarátt- unnar var tilboð Bills til kjós- enda að þeir fengju annan Clinton ( kaupbæti ef hann yrði kosinn. Margir spurðu hvers vegna Hillary væri ekki í framboði. Svo brast stíflan. Æsifréttablaðið Star birti grein þess efnis aö Bill Clinton hefði staðið í tólf ára ástarsam- bandi við konu með því ólík- lega nafni Gennifer Flowers. OPINSKÁ UMFJÖLLUN Fyrstu viðbrögð Hillary voru að kæfa söguna í fæðingu og af- neita henni. En að svara Star? Það virtist fáránlegt. Einhvers konar varnir voru þó nauösyn- legar. Eftir andvökunótt höfðu hjónin komist að þeirri niður- stööu að framboð Clintons þyldi ekki undanbrögð eða hálfkveðnar vísur og að þau ætluðu aö berjast en ekki að draga framboðið til baka. Þau völdu sér aö koma fram í fréttaþættinum 60 Minutes þó að Bill kviði því. Eitt var að ræða við tvö hundruð blaða- menn og láta þá um að túlka tilfinningar hans á pappír en allt annaö að ræða hjónaband og framhjáhald frammi fyrir súmmlinsu vinsælasta frétta- skýringaþáttar landsins. Clint- on hefur tilhneigingu til að vera allt of opinn við fólk og einn veikleika hans er sá að vita ekki hvenær hann á að hætta að gefa af sér. Steve Kroft frá CBS sá sér leik á borði að egna fyrir hann gildru. „Þú hefur sagt að erfiðleikar hafi verið ( hjónabandi þínu,“ sagði Kroft. „Hvað táknar það?“ „Ég á ekki við...“ Clinton þagnaði. „Þiö voruð skilin að borði og sæng,“ greip Kroft fram (. „Táknar það framhjáhald?" Clinton hikaði aftur. „Ég held að fólk sem hefur verið gift lengi viti hvað það táknar," sagði hann svo. Clinton og fréttamaðurinn héldu áfram að kýta. Loks tók Hillary til máls. „Engum meðal áhorfenda myndi líða vel að sitja hér og skýra frá öllu sem gengið hef- ur á í lífinu eða hjónaband- inu,“ sagði hún. „Og ég tel það hættulegt ef allir eiga ekki einkalífssvæði í þessu landi." Skilaboð: Nú er nóg komiö. „Ég er algerlega sammála þér,“ stamaði Kroft, „og fólk vill áreiðanlega leyfa ykkur að gleyma þessu." „Við höfum gengið lengra en nokkur sem ég þekki,“ sagði hún, „og meira ætlum viö ekki að segja." Fólk var almennt sammála um að 60 Minutes viðtalið hefði tekist vel. Sumir gengu svo langt að segja aö Hillary heföi staðið með pálmann í höndunum. Morguninn eftir kveikti Hill- ary á fréttum CNN - og stirðn- aði. Gennifer Flowers var komin aftur, ásamt upptökum af sjálfri sér og Clinton. Þegar Hillary var búin að ná sér fór hún að ímynda sér hvernig hún færi að því að gagnspyrja Flowers frammi fyrir kviödómi og hrekja fullyrðingar hennar. Það kom í Ijós að Flowers hafði þegið greiðslu sem ó- Ijóst er hvort nam 50 þúsund eða 170 þúsund dölum en að baki stóð fyrrum starfsmaður Arkansasfylkis sem hafði ver- ið rekinn úr starfi fyrir fjárdrátt. Sókn Hillary hafði bjargað framboði Bills. Allir voru sam- mála um að áköf vörn hennar hefði verið besta vopn þeirra. Vandamáliö var að hún hafði fórnað sjálfri sér. BAKSLAGIÐ Bakslagið hófst stuttu eftir 60 Minutes þáttinn. í þetta sinn beindist grjótkastið ekki að höfði Bills heldur Hillary. Strax í fyrstu viku febrúar voru blaðamenn farnir að spyrja Bill hvort hann hefði ekki áhyggjur af því að konan hans stæli af honum senunni. Spurningarnar trufluðu hann ekki. „Ég hef alltaf kunnaö aö meta sterkar konur,“ sagði hann. „Það truflar mig ekki aö fólk sjái hana og veröi spennt og segi að hún gæti líka orðið góöur forseti." Ftichard Nixon hafði aðrar skoöanir. Hann benti á að sterk kona „léti manninn sinn líta út eins og aumingja". Fjöl- miðlamenn fóru að kyrja sama kór. Vinsældir Hillary meðal almennings fóru hrað- minnkandi en það sem átti eftir aö fylgja henni til loka kosningabaráttunnar var svar hennar við orðum fyrrum fylk- isstjóra Kaliforníu, Jerry Brown, um viðskiptasambönd hennar og Bills. „Ég hefði lík- lega getað verið heima og bakað smákökur og haldið te- boð,“ sagði hún. „Þess í staö ákvað ég að starfa við mitt fag, sem ég hóf störf í áður en maðurinn minn varð opinber persóna.“ Hún var greinilega reið, hafði móðgast yfir orðum Browns sem henni fannst gera lítið úr sér sem útivinn- andi eiginkonu. Barbara Bush virtist skilja reiði hennar en al- menningur kunni ekki að meta afstöðu hennar. Hún var þegar búin að móðga marga eftir að hafa sagt á 60 Minutes: „Ég er ekki einhver lítil kona sem stendur með manni sínum eins og Tammy Wynette." Tammy Wynette skrifaði henni bréf sem í stóð: „Þú hefur móðgað hverja einustu manneskju sem er hrifin af þessu lagi, frú Clinton - og það eru margar milljónir. Ég tel þig hafa móðgað alla aödáendur sveitasöngva og alla sem hafa unniö sig upp af eigin rammleik án þess að hafa neinn til að fara með sig i Hvíta húsið.“ Hillary neyddst til að biðjast opinberlega af- sökunar. Greind Hillary, bardaga- fýsn, það að hún sagði hug sinn án þess aö hika, hafði farið í taugarnar á bandarisk- um kjósendum um nokkra hríð en þetta með „smákök- urnar og teið“ var of mikið. All- ir helstu blaðamenn og frétta- skýrendur Bandaríkjanna gagnrýndu Hillary fyrir „af- skiptasemi" af kosningabar- áttu Bills. Hillary var skiljan- lega bitur og vinsældir hennar dvínuðu óöum. Nýja hernaðartæknin var að ræða ekkert annað en barnauppeldi og matarupp- skriftir. Aöspurð um hvert hlut- verk hennar í ríkisstjórn Clint- ons yrði svaraði Hillary: „Mig langar til þess að verða tals- maður barna í Hvíta húsinu." Hún lét klippa sig og keypti sér glæsileg föt. Chelsea var dregin úr felum og sýnd til að sanna að Clintonhjónin ættu í raun og veru barn. Enn ein hastarleg árás átti eftir að líta dagsins Ijós; frá landsþingi Repúblikanaflokksins sem á- kvað að Hillary lægi vel við höggi. HATURSHÁTÍÐ Landsþing repúblikana í ágúst 1992 var haturshátíð og þótt 32VIKAN 9. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.