Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 35
þeirra sem á heimilinu búa á móti þeim upp-
söfnuöu neikvæðu sem fyrir voru. Þær já-
kvæöu myndu smátt og smátt eflast og
mynda þá annars konar ský hugsana sem eru
öllu léttbærari hugsanagervi andlegrar orku
sem myndi virka mjög vel á alla heimilisfasta.
ANDSETNI EÐA
YFIRSKYGGING MÖGULEG
Hvaö varöar mögulega andsetni konunnar -
og þá er væntanlega átt viö aö einhver látinn
finni sig yfirskyggja vitund hennar - er þetta
aö segja: Það er vissulega til í dæminu aö
slíkt geti gerst og kannski oftar en viö viljum
trúa. Er þá um aö ræöa einhverja jarðbundna
veru sem finnur sig fjötraða hinum megin og
óskar eftir aö vera komin í jarðlíkamann aftur.
Slík vera eöa andi án efnis getur ekki tekið
sér bólfestu í manneskju sem hefur andlegar
varnir sínar í lagi og hefur lagt sig eftir að efla
innra með sér jákvæða lífssýn. Alla jafna,
sem betur fer, er kona Kalla jákvæö og rétt-
sýn sem er auðvitað verndandi.
HVETJANDI YLSTRAUMAR
í því felst vörn fyrir manneskju að hafa stillt og
heflað skap og vera friðsöm og kærleiksrík,
réttsýn, bjartsýn og trúuð. Slík manneskja er í
vilja sínum til lífsins velviljuð og heiðarleg og
vill veg þess góða og göfuga sem mestan í
eigin dagfari. Þannig einstaklingur brosir við
tilverunni og gefur sjálfkrafa frá sér ylstrauma
sem virka bæði hvetjandi og andlega nærandi
á þá sem á vegi viðkomandi verða. Þannig
hugsandi persóna myndar sinn eigin innri
varnarvegg og heldur er ósennilegt að nokkuð
skaðvænlegt kunni að taka sér bólfestu í hug
hennar eða hjarta, fremur auðvitað eitthvað
þvert á móti. Hún geislar af góðvilja og fær allt
og alla til að upplifa tilveruna á ögn friðsamari
máta en sá sem alltaf er ósáttur, neikvæður,
nöldrandi og leiðinlegur, öllum til ama og auð-
vitað sjálfum sér til megnustu armæðu.
ÁRAN OG VERNDARENGLARNIR
Kalli talar um að allt hafi farið úr böndunum
og meðal annars sé ungur sonur þeirra ákaf-
lega myrkfælinn og óöruggur. Vissulega er
það erfitt fyrir hann sjálfan. Hann kann að
hafa veiklað eða illa þroskað orkusvið eða
þaö sem venjulegast er kallað ára eða blik.
Það er þá mun viðkvæmara fyrir öllu utanað-
komandi áreiti, hvort sem það tilheyrir þeim
sem farnir eru og þeirra hugsunum eöa ein-
faldlega þeim sem eru hérna megin grafar og
kunna ekki að stilla skap sitt og neikvætt hug-
arfar. Það er einmitt eitthvað sem móöir hans
á sýnilega stundum allerfitt með, þó góð kunni
aö vera og vönduð að ýmsu öðru leyti. Best
væri senniiega að byrja á því að segja honum
frá staðreynd sem er hákristileg og ákaflega
mikilvæg, það er að hver einasta persóna
sem lifir á sér sinn verndarengil sem hún get-
ur beðiö um aö umvefja sig og vernda dag og
nótt, sem betur fer. Eins er vissan um nær-
veru Krists mikilvæg staðreynd og holl um-
hugsun.
UMVEFJANDI ÖRYGGIS-
FAÐMUR GUÐS
Við eigum í gegnum bænina kost á guðlegri
forsjá sem orkar eins og umvefjandi öryggis-
faðmur utan um sál okkar, einmitt á augna-
blikum þar sem við finnum okkur hrædd, ein-
mana og umkomulítil. Þannig væri eölilegt að
Kalli kenndi syni sínum, ásamt móður hans
náttúrlega, á gildi trúarinnar og á mikilvægi
þess að rækta bænina og samfélag við Guð,
Krist og verndarengilinn. Meö þannig vit-
neskju og vissu fer hann ósjálfrátt sjálfur veg
þess góða og gegna í tilveru sinni og hlýtur
þar af leiðandi að finna fyrir öryggiskennd hið
innra fyrr en síðar. Einmitt með þessum að-
ferðum losnar fólk oftast fyrirhafnarlítið við
það sem kallað er myrkfælni og óþarfur ótti
við ókunn öfl tilverunnar.
VESEN OG VANDRÆÐI
Vissulega gæti verið eðlilegt að álykta sem
svo þegar vinnan hverfur, peninga vantar og
hitt og þetta mótdrægt kemur upp á yfirborð
hins venjulega lífs að eitthvert neikvætt afl
vinni á móti hamingju þessarar fjölskyldu, eins
og um einhvers konar álög sé að ræða, jafn-
vel uppmagnað í húsinu af því ófullkomna
fólki sem bjó þar áður. Sé svo verður því
aldrei létt af nema með jákvæðri afstöðu til
þess sem hefur hent viðkomandi og er erfitt.
Öll él birtir upp um síðir og vonandi verður
raunin sú hjá Kalla og fjölskyldu hans. „Lát
ekki af trú yðar," stendur einhvers staðar í
hinni helgu bók. Eða eins og dauðskelfdi
maðurinn sagði eitt sinn í ágætum hópi vina:
„Elskurnar mínar, audvitaö hefur gengiö á
ýmsu. Eiginlega má segja aö flest hafi
hruniö. Þaö sem þó alltaf stóö eftir var
vissa mín um aö Guö sér um sína og þar
viö sat og situr."
Meö vinsemd,
Jóna Rúna
■ Hugsanagervi eru lifandi afl sem fyrir þann skyggna er að sjá eins og
litríkir, magnþrungnir skýjahnoðrar sem safnast til dæmis saman í
híbýlum manna og mynda eins og hugsanaský ... og eflast við frekara
áreiti hugsana séu þær neikvæðar en þvert á móti séu þær jákvæöar.
■ Þær varnir sem eru heppilegastar þegar um er að ræða vandræði
vegna neikvæðra hugsanagerva eru einfaldlega sterkar jákvæðar
hugsanir þeirra sem á heimilinu búa...
■ Við eigum í gegnum bænina kost á guðlegri forsjá sem orkar eins og
umvefjandi öryggisfaðmur utan um sál okkar, einmitt á augnablikum þar
sem viö finnum okkur hrædd, einmana og umkomulítil.