Vikan


Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 14

Vikan - 06.05.1993, Blaðsíða 14
AUSTURLAND KOMIÐ INN Á KORTIÐ VIKAN SÆKIR HEIM SJÓNVARP AUSTURLANDS Á EGILSSTÖÐUM oo '=> C3 CD OO on Fram að þessu hefur fyrir- tæki að nafni Sjónvarp Austurlands annast dreif- ingu efnis og áskriftarsöfnun fyrir Stöð 2 á Austurlandi. Svæðið nær frá Höfn í Horna- firði og norður í Vopnafjörð. Það vantar reyndar á að öll byggðarlög fjórðungsins nái Stöð 2 því að til Stöðvarfjarð- ar, Breiðdalsvíkur, Djúpavogs og Borgarfjarðar eystra hafa sendingarnar ekki ennþá borist. Það stendur þó til bóta alls staðar nema í Borgarfirði þegar Ijósleiðarinn svonefndi kemur til skjalanna en það gæti orðið á þessu ári. Ekki er talið svara kostnaði að tengja Borgfirðinga eystra við dreifikerfið af tæknilegum og landfræðilegum ástæðum en íbúafjöldinn þar er um 250. Þetta er reyndar ögn broslegt því að forsvarsmenn Sjón- varps Austurlands, þeir Ágúst Ólafsson og Sigurjón Ólason, eru báðir úr Borgarfirði. Þann fyrrnefnda kannast áhorfend- ur fréttatímans 19:19 vel við enda sést hann ósjaldan á skjánum. Hann er fundvís á góðar fréttir og það er eins og Austurland hafi fyrst tengst ís- lenskum sjónvarpsáhorfend- um áþreifanlega þegar þeir félagarnir komu til skjalanna fyrir fimm árum. Sigurjón sér um tæknimálin og er því ævinlega hinum megin við myndavélina. Þeir Ágúst og Sigurjón eru einu starfsmenn fyrirtækisins auk stúlku sem er í hálfu starfi sem áskriftarfulltrúi. Þeir hafa það verkefni með höndum að afla efnis og frétta fyrir Stöð 2 og síðan að líta eftir dreifikerf- inu víðs vegar um dreifingar- svæðið. Þeir fást einnig við ýmis verkefni önnur á sviði myndbandagerðar fyrir stofn- anir og fyrirtæki. Að sögn Ágústs hóf Sjón- varp Austurlands starfsemi árið 1987. Þá tóku nokkrir að- ilar sig saman og stofnuðu hlutafélag. Keyptir voru send- ar, myndverið sett upp og sendingar fóru af stað. Til skamms tíma var sendur út vikulegur fréttaþáttur með staðbundnu efni um dreifing- arsvæðið, Austurglugginn. Síðar var útsendingum fækk- að um helming og loks var þeim hætt þrátt fyrir miklar vinsældir þar eð of dýrt þótti að halda þættinum úti. Að meðaltali eru nálægt þrjár fréttir á viku frá þeim Ágústi og Sigurjóni í 19:19- fréttatímanum. „Þetta er þó mjög misjafnt," segir Ágúst, „meira yfir sumartímann og mun minna á veturna." FRÉTT OG EKKI FRÉTT Ágúst var spurður að því hvort þeim þætti þeir jafnvel vera svolítið utangarðs og fréttir þeirra þættu ekki nægi- lega spennandi fyrir áhorfend- ur utan svæðisins. „Það tók tíma að meta það hvaða fréttir gætu gengið yfir allt landið en ekki bara hér í landsfjórðungnum. Þegar við hittum á frétt, sem við höldum að höfði til allra landsmanna, þá er hún yfirleitt tekin til birt- ingar. Við höfum haft mjög gott samstarf við fróttastofu Stöðvar 2 og hefur okkur gengið vel að koma fréttum að. Okkur finnst litið á okkur sem hluta af fréttastofunni, sem við erum í raun og veru. Ég hef nokkrum sinnum dval- ið syðra og unnið á fréttastof- unni um tíma. Það hefur mér þótt mjög gagnlegt, bæði starfsins vegna og samskipt- anna. Það er samt ekki svo að við getum sjálfir fylgst með öllu því sem er að gerast á svæð- inu, sem er býsna stórt. Svæðið, sem við sinnum, er mjög stórt og oftar en ekki þurfum við að skjótast milli staða. Mér finnst það ekki lengur tiltökumál að rúlla á staði eins og Norðfjörð, Fá- skrúðsfjörð og Stöðvarfjörð í einni og sömu ferðinni, um 150 kílómetra fram og til baka, til þess að ná í tvær eða þrjár fréttir. Við höfum jafnframt komið okkur upp fréttariturum á hin- um ýmsu stöðum og þeir hafa samband við okkur í hvert sinn sem eitthvað gerist eða þá að við hringjum í þá og spyrjum fregna. Fólk hringir gjarnan í okkur þegar því finnst eitthvað frétt- næmt vera á seyði og þá veg- um við það og metum hvort við getum gert úr því frétt sem höfðar til allra áhorfenda stöðvarinnar. Við erum til Hér klippa þeir Sigurjón og Ágúst til fréttina um flutning lög- reglustöövarinnar á Egilsstööum í nýtt húsnæöi. Ágúst er nær. dæmis í mjög góðum tengsl- um við bæjarstjórana í fjórð- ungnum og lögregluna náttúr- lega og þekkjum orðið allt þetta fólk persónulega." FRÉTTAFLUTNINGUR STÓRAUKIST - Hvernig hefur ykkur verið tekið eystra? „Okkur hefur alls staðar verið mjög vel tekið. Síðan fyrirtækið varð til hefur að mínu mati stóraukist frétta- flutningur héðan að austan, ekki bara á Stöð 2 heldur einnig hjá Sjónvarpinu. Það á ekki að vera neinn munur á því að búa austur á Reyðarfirði eða suður [ Reykjavík hvað varðar það hvort eitthvað er talið frétt- næmt eða ekki. Atburður sem gerist á Reyðarfirði á að eiga sömu möguleika á því að komast í 19:19 eins og ef hann gerðist í Reykjavík. Á þessu hefur orðið mikil breyt- ing á síðustu fimm árum eða svo. Fjarlægðirnar hafa styst og atburðir færst nær fólki með tilkomu nýrrar tækni og fjölmiðla. Þetta hefur verið mjög já- kvætt fyrir stöðina okkar. Við rekum áskriftarsjónvarp og auðvitað virkar það hvetjandi þegar fólk sér að það hefur eitthvað að segja og að fréttir úr heimabyggðinni geta komið í 19:19 eins og hvað annað." - Þið getiö ekki ennþá sent efni frá ykkur í gegnum loftiö. „Við erum ennþá algjörlega háðir fluginu í þeim efnum. Okkur verður aftur á móti í lófa lagið að senda fréttirnar jafn- harðan þegar Ijósleiðarinn verður kominn. Við höfum mjög oft orðið fyrir því að efni, sem birtast hefur þurft sam- dægurs, hefur ekki komist í tæka tíð. Við erum í þessum efnum mjög háðir veðri og flug- skilyrðum en hingað er flogið tvisvar á dag undir venjulegum kringumstæðum.“ □ 14VIKAN 9.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.