Vikan


Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 14

Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 14
„í síöasta örorku- mati var ég lækkuö úr 75% öryrkja í 65% án þess aö nokkur skýring væri gefin." í peningum lækka bæturnar úr um 30.000 í um 9.000 krónur á mánuöi! með skólasystkinum sínum. Það var dálítið skrítið. Hún var lögð í einelti allt fram á sundlaugarbakkann. Þá gerði enginn neitt. „Þetta var mjög erfitt í barn- æsku. Það var mikið horft á mig og ég byrjaði að gera mér grein fyrir því um það bil fimm ára gömul. Skólagangan var mjög erfið og skólasystkini mín reyndust mér mjög erfið. Utan skólans var lífið skárra en á skólatíma var vinsælt að pína mig og níðast á mér með kaffæringum og eyðileggingu fata. Skórnir voru teknir og þess háttar. Það gerðist alltof oft að móðursystir mfn þurfti að kortia í skólann og ná í Afreks- kona í íþróttum. Myndin er tekin áriö 1980, sama ár og hún setti heimsmet í sundi. mig,“ segir Sigurrós og kátína er henni víðs fjarri í þessum töluðum orðum. Hins vegar virtust hinir krakkarnir ekki vilja vera með neina stæla í sund- inu af einhverjum ástæðum. Þegar rætt er um tímabilið kemur í Ijós að hún man ekki margt annað en þetta sem hér hefur verið rætt, eins og hún hafi lagt yfir það verndar- hulu. Slíkar minningar eru nefnilega ekki eftirsóknar- verðar og sumar kannski best geymdar í glatkistum gleymskunnar. En er hún bitur núna út í fyrrum skólasystkini sín? Hún dregur dálítið seiminn áður en hún svarar. „Jaaá, dálítið. Það er hins vegar skrítið að hitta þetta fólk núorðið. Það er ekk- ert nema elskulegheitin. Fólk þroskast náttúrlega með aldr- inum og viðhorf gagnvart fötl- uðum hefur breyst til hins betra á síðastliðnum fimm til sex árum, að mér finnst.“ MARINN HRAK- FALLABÁLKUR Um fermingaraldur virtist samtíðarfólk stúlkunnar með skrítnu handleggina átta sig á því hvað það var að gera henni. Hún segist fram að því hafa haldið í sjálfa sig, ef svo má segja, með íþróttaiðkun í (þróttafélagi fatlaðra á Akur- eyri. „Annars hefði ég sjálf- sagt bara lokað mig inni. Þetta var góður hópur. Við vorum tíu til fimmtán manns sem héldum mikið saman. Þó hittumst við lítið utan æfing- anna. Ég gerði töluvert að því að hjóla en fékk reyndar ekki fyrsta hjólið mitt fyrr en eftir að ég var búin að skrönglast um á hjólum bræðra minna, stórum strákahjólum með slá. Og ég var það lítil að ég komst ekki yfir pípuna þannig að ég smeygði mér bara inn á milli og hjólaði þannig,“ segir Sigurrós og bætir við að á þessum árum hafi marblettir verið mjög algengir þó vand- kvæðalaust hafi verið og sé enn fyrir hana að hjóla á venjulegu reiðhjóli. Hún átti erfitt með að bera fyrir sig hendur af skiljanlegum á- stæðum og því voru fætur notaðir. „Ég var voðalegur hrakfallabálkur, alltaf marin og blá.“ BASL Í FYRSTU Eftir grunnskólann fór Sigur- rós að vinna hjá Kjötiðnaðar- stöð KEA við pökkun og síðan f brauðgerðinni við sams kon- ar störf. Þá tók við afgreiðslu- starf í Kaupfélaginu. „Ég stóð í mjög miklu basli því móttök- urnar voru ekki góðar í fyrstu. Þeir gáfu í skyn að ég gæti ekki unnið þessi störf. For- eldrar mínir þekktu kaupfé- lagsstjórann sem þá var, Val heitinn Arnþórsson. Valur bjó í næstu íbúð við hliðina á okk- ur og þekkti vel til. Hann lagði til að ég fengi að reyna, það ætti ekki að fullyrða neitt um að ég gæti þetta ekki. Og ég vann í matvörubúðunum í tíu ár án nokkurra vandræða.“ Afgreiðslustarfið var mun erfiðara heldur en pökkunar- störfin afsíðis. Þá stóð hún frammi fyrir viðskiptavinum sem margir hverjir gátu ekki orða bundist. „Fyrstu tvö, þrjú árin voru mjög erfið því ég fann mjög mikið fyrir því að fólk horfði á mig - og náttúr- lega börnin sem gátu lítið vit- að. Ég man eftir lítilli stelpu sem var alltaf að spyrja mömmu sína: Mamma, af hverju er konan svona? Mamman var ekkert að svara þessu, leyfði stúlkunni bara að gaspra. Á endanum var óg búin að sætta mig við þetta þó það særði mig því mér fannst ég ekki eiga að skipta mér af þessu. Það átti að vera hlutverk móðurinnar en hún sinnti því ekki.“ BÖRNIN ÖÐRUVÍSI „Ég fluttist síðan hingað suður til Reykjavíkur fyrir tveimur árum þegar mér bauðst íbúð í Hátúni 12. Mér var líka boðið að koma í skóla sem var kall- aður atvinnulífsskóli en hann hafði að markmiði að búa fólk undir að ná sér í vinnu. Ég kom og byrjaði strax í ágúst 1991. Þarna var meðal ann- ars kennd uppsetning at- vinnuumsókna. Eftir að við vorum búin að gera góðar umsóknir fórum við yfir at- vinnuauglýsingar og ég sótti um vinnu á einum sextán stöðum. Ég fékk svar frá þremur. Penninn var einn þessara staða og þar var tek- ið vel á móti mér,“ segir Sigur- rós en nú vinnur hún við af- greiðslu í verslun Pennans við Hallarmúla og hefur verið þar undanfarin tvö ár. Þar segir hún að sér líði vel, hún geri sér far um að veita góða þjón- ustu og það takist henni með því að líta björtum augum á lífið eins og það er í hnot- skurn. „Auðvitað kemur ýmis- legt upp á, hvort tveggja i vinnunni og utan hennar en þá er bara að taka því.“ Hún segist finna einhvern veginn minna fyrir óþægilegri athygli í Reykjavík. „Börn hérna virðast taka manni öðruvísi en fyrir norðan til dæmis. Hér horfa þau bara en spyrja sennilega þegar þau eru komin út. Kannski er þetta uppeldið, óg veit það ekki,“ segir Sigurrós og hlær við. LAUS OG LIÐUG Lífið er ekki bara vinna. Hvað um félagslíf? „Við erum mjög mikið saman sem erum í bog- fiminni, félagsfríkurnar eins og við köllum okkur, og ég segi ekki að ég fari mjög mikið út á lífið. Mig langar ekkert sérlega niður í bæ enda skilst manni á fréttum eftir helgar að það sé best að halda sig heima. Jú, ég fer einstaka sinnum í bíó og á böll og það kemur fyrir að ég fer með frænku minni á pöbbarölt." Þú ert þá ekki búin að koma þér upp kærasta í Reykjavík? „Nei, ekki ennþá. Maður lætur góða vini duga að sinni. Ég leik mér meðan ég er laus og liðug þó ég ætli ekki að vera það „forever". Þetta kemur þegar það á að koma," segir Sigurrós og þeg- ar hún er spurð hvort hún hafi séð einhverjum efnilegum bregða fyrir brosir hún og lítur kímin út um gluggann. Það er sennilega besta svarið. Alveg er hún makalaus, þessi kona. Meira um félagslíf og íþróttir. KÍLÓ AF BRJÓSTUM Sigurrós segist raunar lítið hafa verið við æfingar í bog- fiminni undanfarið vegna að- gerðar sem hún gekkst undir í október þannig að bogfimin bíður fram á haust. En var þessi aðgerð vegna fötlunar- innar? „Nei, ég fór í brjósta- minnkun og hefði betur gert það fyrir mörgum árum. Þetta var farið að há mér töluvert og orsaka vöðvabólgu í öxlum og baki. Nú finn ég mikinn mun því það var tekið rúmt kíló af brjóstunum og mér gengur töluvert betur að hreyfa mig eftir aðgerðina," segir Sigur- rós en finnst samt sem áður ólíklegt að hún snúi sér að sundinu í meira mæli með auknu straumlínulagi! Nóg um það. í tómstundum hefur Sigur- rós gert nokkuð að því að mála, hún bendir til dæmis á fagurlega skreyttan borðdúk sem hún hefur skrautmálað og hún hefur ennfremur prjón- að peysur og fleira. „Ég þarf bara dálitla hjálp vegna vinstri handarinnar en gengur að öðru leyti ágætlega að prjóna." 14 VIKAN 14. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.