Vikan


Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 44

Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 44
JÓNA RÚNA SKRIFAR UM SÁLRÆN SJÓNARMIÐ ÓSJÁLFRÁÐ DULRÆN SKRIFT YFIRSKILVITLEG REYNSLA Við veltum flest fyrir okkur einu og öðru sem tengist því leynd- ardómsfulla í lífi okkar og til- veru. Flestir hafa upplifað ein- hverja dulræna reynslu í gegnum árin og virðist þá ekki skipta neinu máli hvort við- komandi hefur áhuga eða trú á því leyndardómsfulla. Mér hafa á liðnum árum borist ótal bréf sem fjalla um yfirskilvit- lega reynslu fólks. Viö fjöllum að þessu sinni um bréf sem ung stúlka skrifar og kýs að kalla sig Lilju. Hún óskar með- al annars leiðsagnar í sam- bandi við ósjálfráða skrift. SKILABOD FRÁ LÁTNUM OG MISGÓÐ REYNSLA „Fyrir um þaö bil einu ári fór ég aö veröa vör viö þaö þegar ég var að skrifa heimaverkefnin mín aö penninn fór eins og aö hreyfast sjálfur, þar sem hann lá á milli fingra mér. Á blaðið hjá mér komu alls kyns orö og heilar setning- ar, einhvers konar skilaboð sem ég tel vera frá látnum persónum sem vilja hafa einhver áhrif á mig,“ segir Lilja, sautján ára mennta- skólastúlka sem hefur í gegn- um tíðina orðið fyrir marg- þætfri reynslu sem henni þykir minna um margt á dulræn fyr- irbæri og samband við látna. Hún er mjög áhugasöm um málefni sem falla undir það dulda og hefur þegar prófað Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dul- nefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau i einkabréfi. Utanáskrift er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík 44 VIKAN 14. TBL. 1993 eitt og annaö því skylt. „Ég hef fariö á fund nokk- urra miðla og eins hef ég verið mjög áhugasöm um alit þaö sem tengist nýald- arsjónarmiöum," segir Lilja. „Ég hef mjög jákvæöa reynslu af allri minni leit og finnst þetta bauk mitt á flestan hátt hafa oröiö mér til góös í daglegu lífi. Það sem mér þykir skrýtið og leiðinlegt lika er aö þessi nýja reynsla er stundum andstyggileg, þó erfitt sé að viöurkenna þaö.“ SÉRKENNILEGUR KRAFTUR OG HUGUR- INN HELTEKINN Lilja lýsir í bréfi sínu nokkrum af þeim skilaboöum sem hafa komið og lætur þess jafnframt getið aö ef hún ætli sér ekki tíma til þessara skrifa sé engu líkara en það dragi úr henni allan mátt og hún verði tíma- bundið eins og óvirk. Hún finnur sig á köflum eins og rekna áfram. Ef hún sest í þessu ástandi niður með penna kemur eins og sér- kennilegur kraftur í hana og verður þess valdandi að penninn hreyfist og blaðið fyllist af ótrúlegum upplýsing- um um furðulegustu hluti. A- fram heldur hún og segir: „Þaö sem mig langar að spyrja þig um, kæra Jóna Rúna, er hvort þetta fikt mitt sé eitthvað hættulegt og hvort þaö geti þá haft ein- hver neikvæö áhrif á líf mitt ef ég held þessu áfram. Ég er þónokkuö heltekin af þessari upplifun," segir Lilja dálítið áhyggjufull. FORMÆLINGAR OG GÖFUGMÆLI Hún ræðir mikið í bréfinu hitt og þetta sem viðkemur þess- um ósjálfráðu skrifum og sendir mér jafnframt Ijósrit af tveim mjög ólíkum frásögnum sem hún segir vera frá látn- um. Önnur er vægast sagt neikvæð og óhugnanleg því þar má segja að verið sé að klæmast gróflega og formæla hinum og þessum persónum sem ennþá eru lifandi. Hin frásögnin er öðruvísi, bæði Ijúf og jákvæð sem betur fer. Lilja sendir mér þessi Ijósrit þar sem henni er hugleikið að fá fram hvort ég geti greint hvort um sömu látnu persón- una er að ræða eða tvær ólík- ar. Hún heldur áfram: „Ég er frekar einræn og bæld týpa og þaö er mikið um óreglu á móöur minni hér heima. Systkini mín tvö eru yngri og eldri en ég og ég hef lít- inn félagsskap af þeim. Pabbi rekur fyrirtæki og er mjög lítiö heima. Hann talar sjaldan viö mig nema þá til að þrasa viö mig um fárán- lega hluti og sín sjónar- miö.“ LÍFSLEIÐI OG VANGA- VELTUR UM DAUÐANN Það er greinilegt að Lilja lifir mikið í eigin hugarheimi og á ekki mikil né sérlega jákvæð samskipti við sína. Það kemur fram aö henni gengur sæmi- lega í skólanum og á þokka- lega stóran vinahóp. Lífsleiöi er eitt af því sem þjáir hana og hún hugsar ótæpilega um dauðann. Hún telur sig trúaða og frekar næma. „Viltu, elsku Jóna Rúna, vera svo góö aö leiöbeina mér. Ég hef lesiö mikiö af því sem þú skrifar og vil nota tækifæriö til aö segja þér að þú ert mjög sérstök og ég er ekki ein um aö hafa þá skoðun á þér, heyr- ist mér til dæmis í skólan- um. Takk fyrir allt og von- andi svarar þú mér sem allra fyrst,“ segir Lilja. Ég er þakklát henni fyrir að hvetja mig til frekari skrifa um sam- mannlega reynslu á minn máta. ÓKUNN ÖFL OG HJÁLPRÆÐI AÐ UTAN Það fer ekkert á milli mála að á liðnum árum hefur það hjálpræöi sem kemur að utan óneitanlega freistað fólks og kannski er það ekki tilviljun. Þar hefur kirkjan og þaö and- lega fræðsluafl sem hún á að vera ekki vegið þyngst á vog- arskálunum, því miður, miklu fremur hvers kyns dulhyggja þar sem það leyndardóms- fulla er býsna forvitnilegt að mati hins venjulega manns. Þaö er hægt að tala í óeigin- legum skilningi um andlega uppsveiflu í þessum sérstöku efnum. Rétt er þó að minnast þess að við verðum að gæta hófs í leit okkar að hjálpræði að utan, sjálfum okkur til leið- sagnar og léttis af mismikil- vægum tilefnum. NÁÐARGÁFUR OG KRISTIN SIDFRÆÐI Vissulega erum við ákafari en ella í andlegri leit okkar ef illa árar í kringum okkur og ef við finnum okkur leiö og niður- dregin. Lilja hefur verið sér- lega áhugasöm hvað varðar það dulfræöilega og þegar kynnst ýmsu misjöfnu, góöu sem slæmu. Einkalíf hennar hefur ósjálfrátt orðið til þess aö kveikja þennan mikla á- huga af því að það er ófull- komið og kærleiksvana. Við veltum flest fyrir okkur hvers konar fólk fæst við það dulfræðilega. Til glöggvunar vegna þessara vangaveltna okkar má segja sem svo að eðlilegur sálrænn einstakling- ur sé sá aðili dulrænn sem hefur fulla stjórn á aðstæðum sínum og athöfnum og þaö leyndardómsfulla truflar ekki hugsun hans eða tilfinningar. Mun frekar og miklu heldur styrkir það hann og eflir sem manneskju. Það er vissulega langt frá því að viðkomandi sé aflagaður eða sjúkur eins og vantrúaðir vilja stundum meina. Hann býr einfaldlega yfir sjötta skilningarvitinu og hefur fengið í vöggugjöf náð- argáfur sem eru mjög sérstak- ar og geta orðið heildinni á- kaflega blessunarríkar ef
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.