Vikan


Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 7

Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 7
✓ / ANNA BIRGIS, SENDIHERRAFRU I BONN: ftm l*ÚSUND Min A kn i Það er ævinlega mikill erill í sendiráði íslands í Bonn i Þýskalandi enda mikil samskipti á milli landanna á ýmsum sviðum. Þetta er ekki mannmargur vinnustaður en auk sendiherr- ans eru þar þrír aðrir starfs- menn á skrifstofu og síðan bílstjóri. Sjálft sendiráðið er í litlu bakhúsi á lóð sendiherra- bústaðarins að Kronprinzen- strasse 6 í bæjarhlutanum Bad Godesberg. Húsið er í eigu íslenska ríkisins, stórt og virðulegt með fallegum garði. Þar hafa þau Hjálmar W. Hannesson sendiherra og frú Anna Birgis búið síðastliðin fjögur ár. A heimili þeirra kem- ur fjöldi gesta árlega og sann- arlega engum í kot vísað, þar ríkir myndarskapur innan sem utan veggja, glaðværð og hlý- legt viðmót. Tíðindamaður Vikunnar átti þess kost að sækja sendi- herrahjónin heim á dögunum. Hann hafði reyndar mælt sér mót við Önnu sem féllst á að tekið yrði við hana viðtal um störf hennar og viðfangsefni. Hún hefur ekki setið auðum höndum þann tíma sem hún hefur búið á þessum góða stað þvi að auk hefðbundinna skyldustarfa, sem henni eru á herðar lögð sem sendiherra- frúar, hefur hún staðið fyrir ýmsum viðburðum á heimili þeirra Hjálmars í því skyni að kynna land og þjóð. í frístund- unum má hún heldur ekki vera að því að láta sér leiðast. ÚR SKUGGAHVERFINU Hún er fædd og uppalin við Lindargötuna í Reykjavík, dóttir hjónanna Huldu Jóns- dóttur og Birgis Einarssonar. „Skuggahverfið var besti stað- urinn til að vera í fallin spýtan og boltaleikjum þegar ég var krakki," segir hún glaðlega þegar hún er spurð um upp- runa sinn. „Ég gekk í Miðbæj- arskólann og síðan lá leiðin í Lindargötuskólann. Við Hjálm- ar urðum ung foreldrar, 17 ára, og þá tóku uppeldisstörf- in við hjá mér en Hjálmar fór í Kennaraskólann. Þegar son- urinn, Hannes Birgir, var orð- inn nokkurra mánaða fór ég að vinna í Útvegsbankanum. Þar starfaði ég þangað til við fórum til Bandaríkjanna þar sem við vorum í tæp fjögur ár á meðan Hjálmar lagði stund marga góða vini og höfum haldið sambandi við nokkra þeirra æ síðan. Síðastliðið vor héldum við þangað til að halda upp á tuttugu og fimm ára útskriftarafmæli Hjálmars, þá hittum við líka þá sem við höfum ekki haft stöðugt sam- band við.“ LANDA Á MILLI Síðan hafa þau Anna, Hjálm- ar og börnin ekki látið sér á stjórnmálafræði og sögu við háskólann í Chapel Hill í Norður-Karólínufylki. Tvö seinni árin vann ég á fræðslu- skrifstofunni í bænum. Eftir að við komum heim aftur starfaði ég um skeið sem gjaldkeri i Landsbankanum og hef verið þar á milli þess sem við höf- um verið erlendis. í Bandaríkjunum áttum við eiginlega okkar fyrsta sameig- inlega heimili. Fram að því höfðum við búið í lítilli íbúð í húsi ömmu Hjálmars. Við höf- um alltaf litið til tímabilsins í Chapel Hill með rómantískum augum, það var mjög góður tími. Þar eignuðumst við bregða þó þau hafi nokkrum sinnum þurft að flytja heimili sitt á milli landa. „Eftir Bandaríkjadvölina komum við heim og Hjálmar gerðist kennari við Mennta- skólann í Reykjavik, þar sem hann var næstu sjö árin, og ég vann í bankanum. Að þeim tíma liðnum, haustið 1977, fórum við til Brussel í Belgíu þar sem Hjálmar var sendi- ráðsritari og þriðji maður (s- lands hjá NATO næstu þrjú árin. Frá Brussel fórum við beint til Stokkhólms þar sem Hjálmar var sendiráðunautur. Þar vorum við næstu fjögur árin. Við vorum því samfleytt Sendi- herra- hjónin í Bonn, Anna Birgis og Hjálmar W. Hannes- son, á heimili sínu aó Krónprins- götu 6. Anna er í pilsi og blússu sem hún hannaöi og saumaöi sjálf. 14. TBL. 1993 VIKAN 7 TEXTIOG UÓSM.: HJALTIJÓN SVEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.