Vikan


Vikan - 15.07.1993, Síða 26

Vikan - 15.07.1993, Síða 26
Michael hóf aö leika í sjón- varpsþáttum og má meöal annarra nefna City Senes, Love is a Time of Day, When Michael Calls og síðan lék hann í geysivinsælum þáttum sem hétu Medical Center og FBI. Hann vakti athygli í FBI- þáttunum og Quinn Martin var mjög hrifinn af frammistööu hans þar. Hann réö Michael síðan í eitt aöalhlutverkiö í lögregluþáttunum Streets of San Francisco og fyrir leik sinn í þeim þáttum var hann útnefndur til Emmy-verðlaun- anna. í reglulegum hléum á milli vinnu við gerð þáttanna sinnti Michael kvikmyndafram- leiðslufyrirtæki sínu, Big Stick Productions Ltd., sem tók aö sér nokkur smáverkefni í byrj- un áttunda áratugarins. Michael haföi lengi haft á- huga á handritið Keseys, One Flew Over the Cuckoo’s Nest, sem Kirk Douglas átti fram- leiðsluréttinn aö. Michael keypti hann og hóf aö leita aö fjármagni til geröar myndar- innar. Eftir aö mörg stór kvik- myndaver höfðu hafnaö sam- starfi við hann tókst honum að gera samninga viö Saul Za- enz. Douglas átti einu ári ó- lokiö af samningnum i sam- bandi við Streets of San Francisco en framleiðandinn gat samið viö handritshöfund- inn um aö láta persónu Michaels hverfa úr þáttunum og hann gat farið aö einbeita sér aö gerð Cuckoo’s Nest. Meö Milos Forman á bak viö myndavélina og Jack Nicholson í aðalhlutverki var ekki aö undra aö kvikmyndin hlyti velgengni. Hún vann til fjölda óskarsverðlaun áriö 1975, þar á meðal fyrir bestu myndina, leikstjórnina og besta karl- og kvenleikara í aðalhlutverki. Hún halaði inn hvorki meira né minna en 180 milljónir Bandaríkjadala. Eftir aö hafa sópaö til sín eftirsóttustu óskarsverölaun- unum fór ekki hjá því að Dou- glas fyndist hann vera orðinn einhvers metinn sem óháöur kvikmyndaframleiðandi. Hon- um bárust i kjölfarið mörg á- hugaverö handrit og eitt þeirra fjallaöi um óhapp í kjarnorku- veri. Hann varö stax hugfang- inn þar sem þaö var blandað spennu og þjóðfélagsádeilu. Þaö var samt ekki fyrr en hann haföi fengið leikkonuna Jane Fonda til aö leika eitt að- alhlutverkið sem honum tókst aö afla nægs fjármagns til aö hefja verkið. Flestir fjárfestar höföu hafnað verkinu þar sem þeim þótti þaö ekki líklegt til að vekja athygli almennings. En Fonda haföi sjálf nýlega stofnað framleiðslufyrirtækið IPC Films sem átti aö hafa það aö markmiði aö búa til myndir sem hefðu einhvern mikilvægan boðskap aö færa um leið og þær veittu skemmtan. Framleiöslufyrirtæki beggja þessara leikara stóöu aö gerð myndarinnar China Syndrome sem var frumsýnd áriö 1979. Jack Lemmon var í aðalhlut- verki á móti Jane Fonda og Michael Douglas. Myndin hlaut mjög jákvæða gagnrýni og var meðal annars sagt aö Douglas væri líklegur til aö veröa ein af stóru stjörnunum í framtíöinni. Þrátt fyrir aö gagnrýnin væri góö voru ýmis miöur já- kvæö orð höfö um boðskap myndarinnar og þar á meðal aö veriö væri að hræöa fólk ó- þarflega á hættunni af kjarn- orkuverum. Þaö gerðist hins vegar aðeins tveimur vikum eftir frumsýningu myndarinnar aö kjarnaofnar í Three Mile Is- land kjarnorkuverinu nálægt Harrisburg skemmdust. „Ég sá nákvæmlega sömu hlutina gerast þar og í mynd- inni okkar," segir Douglas. „Viö vildum ekki notfæra okk- ur slys sem þetta til aö aug- lýsa myndina upp en þaö er staðreynd aö ef hún heföi ekki verið til staöar hefði verið mjög auðvelt fyrir aöstand- endur versins að hylma yfir slysiðT’ 1 China Syndrome var út- nefnd til þrennra óskarsverð- launa og National Board of Review kaus hana bestu myndina þar sem enska er töluð. Þrátt fyrir velgengni Michaels sem framleiöanda á- kvaö hann aö hafa forgangs- rööina þannig aö hann væri fyrst og fremst leikari og síðan framleiöandi. í kjölfar þess hóf hann aö einbeita sér aö leikn- um. Hann lék í mörgum myndum á eftir China Syndrome og má meðal ann- arra nefna Coma, It’s My Turn, The Star Chamber, Running og Chorus Line. SVIPAÐ MEÐ HANDRIT OG ÁSTARÆVINTÝRI Hæfileikar Michaels Douglas sem leikara og framleiðanda fóru síðan aftur saman árið 1984 þegar hann framleiddi og lék í myndinni Romancing the Stone á móti Kathleen Turner og Danny DeVito. Sú mynd fékk frábærar móttökur þar sem hún tók inn hvorki meira né minna en hundrað milljónir dollarar. Henni var fylgt eftir meö myndinni The Jewel of the Nile með sömu leikurum og halaði hún inn um 60 milljónir dollara fyrstu þrjá mánuöina sem hún var sýnd. Var Douglas útnefndur fram- leiöandi ársins 1984 af Al- þjóöasamtökum kvikmynda- húsaeigenda. Frá því aö eins vel fór aö ganga hjá Michael Douglas og raun ber vitni hefur hann eingöngu tekiö að sér hlutverk sem hann sjálfur hefur mikinn persónulegan áhuga á en hugsar minna um hvað þau gætu gefið í aðra hönd. „Þetta er eins og meö ást- arævintýri,” segir Michael. „Maöur les handritiö yfir, daör- ar svolítið við þaö - og skyndilega veröur maöur ást- fanginn. Þetta verður aö vera á þennan hátt því þetta er sama og með önnur ástar- sambönd aö þaö er mjög erfitt aö hafa sama áhugann og viljann tveimur og hálfu ári síöar án þess aö maður sé ástfanginn." Þaö tók Douglas næstum jafnlangan tíma að sannfæra Columbia Pictures um að myndin Starman væri þess virði aö framleiöa hana en Jeff Bridges var útnefndur til óskarsverölauna áriö 1986 fyrir leik sinn þar. Endaði þaö ævintýri meö því aö gerðir voru framhaldsþættir fyrir sjónvarp og Douglas var að- stoðarframleiðandi. í október áriö 1986 setti Michael á stofn samstarfsfyrir- tæki meö Michael Phillips, Mercury-Douglas. Þaö fram- leiddi sextán kvikmyndir á næstu fjórum árum. Ýmsar mjög vinsælar myndir uröu ár- angur þessa samstarfs eins og The Sting og Close Encounters of the Third Kind og Fatal Attraction þar sem Michael lék á móti Glenn Close. Þá má nefna mynd Oli- vers Stone, Wall Street, sem var frumsýnd í desember 1987. Næst kom Black Rain og þá The War of the Roses þar sem Michael lék aftur á móti Kathleen Turner og Danny DeVito. Árið 1988 stofnaði Douglas Stonebridge Entertainment Inc. og var fyrsta mynd fyrir- tækisins Flatliners þar sem Kiefer Sutherland var í aðal- hlutverki, ásamt Juliu Ro- berts, Kevin Bacon og Willam Baldwin. Stonebridge fram- leiddi í samvinnu viö Col- umbia Pictures myndina Radio Flyer. Nýjustu myndir Michaels Douglas eru Shining Through þar sem hann lék á móti Melanie Griffith, Basic In- stinct þar sem hann var í aö- alhlutverki ásamt Sharon Sto- ne og nú síðast Falling Down. EITT BESTA HLUT- VERKIÐ Á FERLINUM - Hvernig leist þér á handritiö aö Falling Down þegar þú sást þaö fyrst? „Þaö er nú þannig meö mig,“ segir Michael Douglas, „aö þar sem ég er einnig framleiöandi lít ég á handritin sem kvikmyndir en einblíni ekki á hlutverkið sem ég kæmi til meö aö fá. Þaö kem- ur oft fyrir aö ég leik í mynd- um þar sem ég er ekki í besta hlutverkinu en er samt sem áður hrifinn af myndinni. Eftir að ég lék í Basic In- stinct í fyrra hef ég mikla þörf fyrir aö fá gott hlutverk. Ég átti ítarlegar samræður viö um- boösmann minn um þetta efni og hann mælti eindregið meö þessari mynd. Mér fannst sjálfum þetta vera eitt besta handrit sem ég hef séð í mjög langan tíma. Viöfangsefniö er aö milli- stéttin sé aö gufa upp en þaö er nokkuð sem ég hef sem al- mennur borgari fylgst meö í dagblööunum af athygli í gegnum árin. Mér finnst myndin taka mjög vel á þess- um hlutum fyrir utan að þarna er ég í einu besta hlutverki leikferils míns. Ég fékk einnig tækifæri til aö vinna meö gömlum félögum sem ég haföi ekki séö langa lengi." - Hvaö finnst þér um D- fens, persónuna sem þú leik- Æ „Þaö segir sig nokkuð sjálft að maöur sem yfirgefur bíl sinn í miðju umferöaröngþveiti og ætlar að labba heim er alls ekki eðlilegur, að minnst; kosti horfir þaö þannig mér. Þetta lýsir samt ekki ein- göngu hans eigin vandamáli heldur einnig vandamáli borg- arinnar og hnignun samfé- lagsins í heild. Robert Duval er hetjan í þessari mynd en ég fórnar- lambið og þaö eru margir sem vilja gleyma því - kannski vegna þess að ég hef leikiö svo mikið af hetjum í gegnum tíðina. Þaö kom fram mjög skemmtileg staöhæfing í sam- bandi viö ofbeldi í umræöu um þessa kvikmynd. Sagt var aö ofbeldi þróaöist í þjóöfé- laginu á mjög svipaðan hátt 26 VIKAN 14. TBL. 1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.