Vikan


Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 25

Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 25
Eg hitti þennan kunna leikara og margfalda óskarsverðlaunahafa fyrir nákvæmlega ári hér í Cannes. Ekki er hægt að segja að hann hafi breyst mik- ið í útliti síðan. Hann var með sömu, rauðu sólgleraugun en mér sýndist hann hafa aðeins þreknað frá því hann grennti sig fyrir Basic Instinct og hárið hafði einnig síkkað. Michael var staddur í Cann- es til að kynna nýjustu mynd sína, Falling Down eða Nóg komið eins og mér skilst að hún eigi að heita á íslensku. Hún hefur fengið mjög góða dóma þar sem hún hefur verið sýnd og sennilega verður ný- lega búið að frumsýna hana á íslandi þegar þessar línur birt- ast. Michael var léttklæddur, á skyrtunni með uppbrettar ermar. Hann var greinilega í góðu skapi og naut þess að sitja fyrir svörum eins og hann gerði í viðtalinu sem ég átti við hann f fyrra. Miðað við aðra leikara, sem ég hef talað við, er alltaf eins og Michael sé að hitta gamlan kunningja sem hann sest niður með, fær sér slgarettu og kaffi og nýtur þess að spjalla. Það er ekki á honum að finna að hann sé þétt bókaður og menn, sem hafa borgað hundruð milljóna íslenskra króna, bíði ó- þreyjufullir eftir að hann komi frá sér eins miklum upplýsingum og hann geti. ÁHUGASAMARI UM BÍKINI EN NÁMIÐ Michael Kirk Dou- glas fæddist 25. september árið 1944 [ New Brunswick í New Jers- ey. Hann var sá eldri af tveimur sonum leikarans Kirks Dou- glas og konu hans, leikkon- unnar Diana (Dill) Douglas. Yngri bróðir hans, Joel Dou- glas, hefur fylgt Michael í gegnum feril hans sem fram- leiðandi margra mynda hans. Fljótlega eftir fæðingu Michaels fluttist fjölskyldan til Hollywood þar sem foreldrar hans vonuðust til að geta fengið fasta vinnu sem kvik- myndaleikarar. Leiðir þeirra hjóna þróuðust sitt í hvora átt- ina og ekki lá fyrir annað en skilnaður sem varð árið 1950. Bæði voru þá í raun gift aftur. Diana giftist William Darrid leikritaframleiðanda og hand- ritshöfundi og Kirk kvæntist Anny Buydens. Michael Dou- glas á tvo hálfbræður, Eric sem er leikari og rithöfundinn Peter. Báðir eru synir Kirks úr seinna hjónabandi. Forræði yfir Michael Dou- glas hafði móðir hans og því ólst hann upp í New York þar sem hann sleit barnsskónum. Hún bjó þó ekki einungis þar heldur einnig í Los Angeles og eftir að hún gifti sig á ný átti hann heima i Westport i Connecticut. Hann lýsti því heimili sem mjög ástríku og uppbyggilegu. Tíðir búferlaflutningar leiddu til þess að Michael var í mörgum skólum. Hann var í allt frá einkagrunnskóla á Manhattan til harðs, almenns menntaskóla í vesturhluta Los Angeles. Hann var einnig í Black-Fox herskólanum f L.A. Michael lauk stúdentsprófi frá Choate School, einkaskóla fyrir drengi í Wallingford í Connecticut. Á sumrin var hann hjá föður sínum, annað- hvort á heimili hans í Hollywood eða á þeim stöð- um þar sem upptökur fóru fram. „Það var erfitt á þessum árum að vera sonur heims- þekktrar kvikmyndastjörnu,“ segir Michael. „Ég sá föður minn sem rómverskan skylm- ingamann sem var negldur upp á kross eða listamann sem skar af sér eyrað og hann var sýndur gera alla þessa ómanneskjulegu hluti og ég hugsað með mér: Hvernig getur verið að ég sé manneskja? Hvernig getur eiginlega verið að ég geti orð- ið það sem þessi maður var?“ Þrátt fyrir að Douglas væri samþykktur inn í Yale háskól- I VIÐTALI VIÐ BLAÐA- MANN VIKUNNAR ann vildi hann frekar fara í Kaliforníuháskólann í Santa Barbara. „Þar sem ég var mun áhugasamari um sólar- strendur og bíkini en námið varð ekki mikið úr því,“ segir Michael. Hann fór því að vinna hin ýmsu störf, meðal annars var hann afgreiðslu- maður á bensínstöð og annar aðstoðarmaður leikstjóra í mynd föður síns, Cast a Giant Shadow, sem var frumsýnd árið 1966. Douglas sótti um endurupp- töku í háskólann í Kaliforníu og fékk hana en þar sem hann vildi velja eitthvað sem hann væri viss um að honum gengi vel í fór hann í leiklist. Hann kom fram í mörgum leikritum sem voru sett upp í skólanum og var útnefndur besti leikari skólans árið 1967. Hann reyndi einnig fyrir sér við leikstjórn og var kos- inn besta leikstjóraefni skól- ans næsta ár. Eftir að hann hafði útskrif- ast með B.A. gráðu úr skólan- um árið 1968 fluttist hann til New York borgar til að halda áfram að þróa list sína og tók þar þátt í nokkrum uppfærsl- um á sviði. Nokkrum mánuðum eftir að hann kom til New York var hann valinn í hlutverk í sjón- varpskvikmyndinni The Ex- periment en henni var sjón- varpað um allan heim 25. febrúar 1969. Það var samt ekki fyrr en hann sótti um eitt aðalhlut- verkið í myndinni Hail Hero! að hjólin fóru að snúast. Eng- inn veitti samt prufuupptöku hans athygli fyrr en umboðs- maður hans hringdi til leik- stjórans, Davids Miller, og sagði honum að sonur Kirks Douglas hefði verið að sækja um hlutverk í myndinni hans. Miller hafði leikstýrt Kirk í Lon- ely Are the Brave og það varð úr að hann réð Michael í hlut- verkið. „Já, það gat hjálpað að eiga frægan föður,“ segir Douglas. „Meðal annars vegna þess að framleiðend- urnir vildu auglýsa framleiðslu sína á því hverrar ættar mað- ur var en ekki hvaða hæfileik- um maður var gæddur. Seinna getur svona nokkuð orðið verulega neikvætt. Það eina sem maður græðir þó alltaf á að eiga slíkan föður eða móður er að þekkja þessi mál innan frá, þannig að ef manni gengur vel er maður miklu betur í stakk búinn til að höndla það.“ LOKSINS TÓKU HJÓLIN AÐ SNÚAST Eftir að Michael lék I Hail Hero! lék hann í nokkrum myndum en fékk frekar slæma dóma. Hann tók því öll hlutverk í leikhúsi sem hann komst yfir á milli þess sem hann lék í kvikmyndum. Jafn- vel fyrir leik sinn í myndinni Summertree, sem var frum- sýnd 1971, fékk hann ekki góða dóma en faðir hann leik- stýrði henni. 14.TBL. 1993 VIKAN 25 TEXH: ÞOR5TE1NN ERUNGSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.