Vikan


Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 15

Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 15
íbúðin, sem Sigurrós býr í og áður er lýst, er í húsi Sjálfsbjargar við Hátún. Leig- an er rúm þrettán þúsund á mánuði með hita og rafmagni. íbúðin er leigð ótímabundið. „Ég er orðin dálítið þreytt á að vera í einu herbergi og ætla að fara að leita mér að íbúð. Mig langar að borga mér eig- in peninga í eigin vasa. Ég er reyndar strand í augnablikinu því í síðasta örorkuendurmati var ég lækkuð úr 75% öryrkja ( 65% án þess að nokkur skýring væri gefin. í pening- um þýðir þetta lækkun um tuttugu þúsund krónur, úr þrjátíu þúsundum niður í níu þúsund krónur á mánuði. Það eru örorkubæturnar mínar núna.“ SKERT ÖRORKA „Hér er einnig ótalin ýmis önn- ur aðstoð eins og lækkun á flugfargjöldum, greiðsla tann- læknakostnaðar, lyfja og fleira. Þetta missi ég allt við þessa lækkun. Ég er auðvitað ekki sátt við þetta því ég veit um fleiri sem eru með svipað örorkumat en engu hefur ver- ið breytt hjá þeim. Nú er ég komin með þetta til Jóhanns Péturs Sveinssonar lögfræð- ings því ég ætla ekki að þegja yfir þessu. Ég er búin að ákveða að gefast ekki upp fyrir Birni Önundarsyni trygg- ingayfirlækni, það er hann sem gerir þetta. Mér finnst virkilega sárt að vita til þess að það sé verið að minnka við okkur sem erum fötluð en erum samt að reyna að vinna fyrir einhverjum peningum. Þetta er alls ekkert auðvelt og það er undarlegt að vera að gera okkur erfiðara fyrir. Það er á hinn bóginn ekkert gert við stórlaxana sem eru með ég veit ekki hvað mörg hundruð þúsund í laun,“ segir Sigurrós en þó svo megi virð- ast að henni sé farið að hitna í hamsi þá fer hún vel með það ef svo er. Hún hvorki roðnar né hrópar eða stappar niður fótunum heldur ræðir þessi mál yfirvegað og af skynsemi. En hún spyr: „Af hverju allt ( einu núna? Hálfur dagur í vinnu er mér alveg nóg en ég gæti þurft að fara að vinna meira eftir skerðing- una þó það kosti ofþreytu. Mig langar ekkert til að þurfa að hætta að vinna fertug vegna of mikils álags." Og hún segir fleiri skrítnar sögur úr heilbrigðiskerfinu. EKKI HREYFIHÖMLUÐ? „Ég fór líka í viðtal til Vigfúsar Magnússonar tryggingalækn- is. Þegar ég kom til hans var hann með stóran stafla af pappírum um mig fyrir framan sig en samt sagði hann: Ég hélt að þetta væri bara önnur höndin á þér sem er svona! Ég var bara ekki nógu sterk til að spyrja til hvers hann væri eiginlega með alla þessa pappíra," segir Sigurrós og er enn spyrjandi á svip þegar hún ræðir um heimsóknina. Hún leggur áherslu á að nú skuli málinu haldið til streitu. „Ég gefst helst ekki upp á ein- hverju sem ég hef byrjað á.“ Þessi saga minnir hana á umsókn um bensínstyrk sem hún lagði inn hjá heilbrigðisyf- irvöldum á Akureyri fyrir nokkrum árum. Hún sótti þrisvar um, fékk tvisvar neitun en í þriðja skiptið tókst það og hún fékk styrkinn. Allt gekk eins og í sögu þangað til um áramótin 1991-92 þegar styrkurinn var felldur niður. Engin skýring önnur, að því er hún segir, en sú að Sigurrós Ósk teldist ekki hreyfihömluð! „Það fór nú alveg með mig. En núna, þegar ég er orðin 65% öryrki, þá get ég fengið bensínstyrkinn!" BOGFIMI Í SUMARBÚSTAÐ Úr þv( að minnst er á bensín skulum við skoða bílamálin dálítið. Sigurrós þarf engan sérbúnað í bílinn sinn sem er af gerðinni Mitsubishi Lancer. Hins vegar þurfti hjálparstöng fyrir stefnuljós í fyrsta bílinn hennar og hann var sjálfskipt- ur. Hún fékk ekki að taka próf á beinskiptan því hún var ekki talin ráða við það. Fyrir nokkrum árum vildi hún síðan fá að taka próf á beinskiptan, það var ekkert mál og nú er hún á bíl með slíkri gírskipt- ingu. „Ég hef alltaf haldið því fram að maður sé betur vak- andi, til dæmis á langkeyrslu, ef maður þarf að hugsa um fleira en bensíngjöfina," segir hún og aðspurð um það hvort hún keyri alltaf milli Akureyrar og Reykjavíkur segist hún ekki gera það nema í lengri fríum.“ Einnig eru sumarbústaðar- ferðir á döfinni í sumar og þá verður boginn jafnvel með í för, ekki þó til að veiða á grillið heldur til ánægju og æf- ingar. Það þarf varla að taka fram að vegfarendur verða ekki í hættu. Enn sem komið er hefur bogfimideildin ekki fengið aðstöðu til að æfa ut- anhúss. Vonandi rætist úr því. Við höfum hér farið vítt og breitt um æviskeið og reynslu Sigurrósar Óskar Karlsdóttur og þrátt fyrir að hún hafi rætt um mörg skringileg og erfið málefni í viðtalinu slær hún á létta strengi við myndatökur. Meira að segja bregður Krist- jáni heiti ég Ólafssyni fyrir öðru hverju. Só, þeinkjú verrí mötsj and gúddbæ! er því ó- vitlaus kveðja frá Sigurrós, ungri og mikið fatlaðri konu sem samkvæmt heilbrigðri skynsemi ætti ekki að þurfa að karpa við kerfið um það hvort hún er mikið fötluð eða ekki. Vonandi rætist úr þessu hjá henni. „Ef þetta er stefnan í íslenska heilbrigðiskerfinu þá þarf að setja það sjálft í læknisskoðun og það án taf- ar,“ eru lokaorð Sigurrósar. □ Sigurrós á oröiö myndar- iegasta safn verölauna- gripa fyrir árangur í ýmsum íþrótta- greinum. 14.TBL. 1993 VIKAN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.