Vikan


Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 61

Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 61
Vestrinn er síður en svo bú- inn að syngja sitt síðasta og vestramyndir hafa líka verið gerðar fyrir sjónvarp. Kenny Rogers hefur gert The Gambler 1 og 2 og Kris Kristofferson og Willie Nel- son hafa verið iðnir við gerð vestramynda fyrir sjónvarp. Auk þess megum við ekki gleyma sjónvarpsþáttunum The Lonesome Dove sem sýndir voru í ríkissjónvarpinu í fyrra. Allra nýjasti vestrinn er El Mariachi sem gerði það meira en lítið gott í Bandarfkj- unum í vor. Þetta er ódýr mynd (kostaði litlar sjö milljón- ir dala) og Robert Rodriques skrifaði handritið, leikstýrði og framleiddi - 24 ára gamall undraleikstjóri. Þetta er frísk- legur, frumlegur og ævintýra- Clint Eastwood og Colt 45 i A Fistful of Dollars. ríkur vestri sem fjallar um gít- arleikara sem fer til smábæjar á landamærum Bandaríkj- anna og Mexíkó. íbúar bæjar- ins telja að hér sé á ferðinni kaldrifjaður byssubófi en það er einn allsherjar misskilning- ur. Myndin þykir ærslafengin, fyndin,' spennandi og skemmtileg. Columbia Pict- ures, sem dreifir myndinni, vill að þessi ungi og upprennandi leikstjóri geri framhaldsmynd. Leikstjórinn, Robert Rod- riques, kallar myndina að gamni sínu Mad Mex, ekki Mad Max. El Mariachi verður að öllum líkindum sýnd í Stjörnubíói. Að lokum má nefna að Clint Eastwood leikstýrir nú nýjum vestra sem verður með leikar- anum Kevin Costner. Þótt við séum komin langt inn í tölvu- vædda veröld fáum við áfram að heyra byssuskot frá kúrek- um sem klæðast rykfrökkum þrátt fyrir hitann á hvíta tjald- inu. Vel á minnst. Munurinn á amerískum og ítölskum vestr- um er sá að í ítölskum vestr- um eru byssubófarnir oftast ó- rakaðir, íklæddir svörtum eða gráum rykfrökkum og tala brenglaða ensku. Hér er enginn slefberi á ferðinni. Ripley og Alien-skrímslið. HVAÐ ER HROLLVEKJA? Til eru ýmsar gerðir af hroll- vekjum. Við getum talað um ófreskjuhrollvekjur, sálfræði- legar hrollvekjur/trylla, geim- vísindahrollvekjur og það sem kallast „splatter myndir". Þetta síðastnefnda á við um B- myndahrollvekjur þar sem öll áhersla er á blóðugar aðfarir geðveikra morðingja, kvik- dauðra (zombies á ensku) og ófreskja. Við getum í þessu samhengi minnst á ítalskar hrollvekjur Argento (Creep- ers, Tenebrae og Suspiria) og Lamberto Bavas (Demons 1 og 2). Auk þess má ekki gleyma trílógíu George A. Viðbjóðslegur aðskotahlutur í The Thing. Romero um þá kvikdauðu sem hyggja á heimsyfirráð en að vera kvikdauður merkir að vera lifandi dauður. Þessar kvikdauðu mannverur leggja sér mannakjöt til munns. Fyrsta myndin, Night of the Living Dead, var gerð árið 1968 en Romero reið á vaðið með kvikdauðuformúluna. Við megum ekki heldur gleyma Jason sem við sáum í myndaröðinni Friday the 13th en alls gerði Paramount kvikmyndafyrirtækið átta myndir um þennan geðveila axarmorðingja. Síðasta Jason- myndin er Jason Takes Man- hattan. Eftir að hafa orðið kvikdauður sjálfur breytist Jason í ódrepandi skrímsli í áttundu myndinni. Þessar myndir voru ekki sýndar hér á íslandi nema sú fyrsta en hún var sýnd í Austurbæjarbíói meðan það var og hét árið 1981. New Line Cinema fyrir- tækið hefur nú keypt réttindin af Paramount og vill endur- vekja Jason. New Line Cinema var líka með Night- mare on Elmstreet mynda- röðina um Freddy, geðveika barnamorðingjann sem í- klæddist hönskum með hár- beittum hnífsblöðum. Alls voru gerðar sex myndir um Freddy Kruger og von er á sjöundu myndinni bráðlega. Allar þessar myndir má flokka sem „splatter-myndih'. Þegar minnst er á geimvís- indahrollvekjur detta manni Alien-myndirnar strax í hug. Þar þarf kvenhetjan Ripley, leikin af Sigourney Weaver, í þrígang að kljást við slepjuleg geimskrímsli. Auk þess kemur Andlitsfriö er hún ekki. Úr Exorcist 1. upp f hugann mynd Johns Carpenter, The Thing sem raunar var endurgerð. Þar breytast saklausar mannssálir á Suðurheimskautinu í óhugn- anleg skrímsli. Critters- myndirnar má líka flokka sem geimsvísindahrollvekjur þó þær séu með gamansömu ívafi. Critters-verurnar eru hárprúðir boltar sem breytast í einhvers konar Gremlins- kvikindi. Sálfræðilegar hrollvekjur eru af allt öðrum toga. Þar er ekki verið að leggja áherslu á að sýna hvernig fólk er bútað niður eða því misþyrmt. Blóð- ugum og hrikalegum mynd- skeiðum er einfaldlega sleppt. Frekar er um að ræða raf- magnaða spennu sem læðist að áhorfendum. Þeir heyra kannski þrusk eða brak í hurð, síðan er klippt og við vit- um hvernig fór fyrir saklausa fórnarlambinu. Það má segja að Hitchcock hafi fundið upp sálfræðilega hrollvekju. Hver man ekki eftir Psycho? Leik- stjórinn Brian De Palma tók Hitchcock sér til fyrirmyndar og það sjáum við augljóslega þegar við horfum á Sisters, Obsession, Dressed to Kill og nýjustu mynd hans, Rais- ing Caine. Sálfræðileg hroll- vekja sýnir sem sagt ekki endalausar blóðgusur heldur nær tökum á okkur. Við þurf- um ekki að sjá morðið með eigin augum, við ímyndum okkur einfaldlega hvernig það hefur verið framið. Ófreskjuhrollvekjur eru myndir sem til að mynda sýna risavaxinn górilluapa, King Kong, sem er að klifra upp á Empire State bygginguna til að kljást við tvíþekjur. Þar að auki má ekki gleyma risaeðlu- myndum frá fimmta og sjötta áratugnum. Margir minnast líka Godzilla-myndanna í Kanasjónvarpinu meðan það var og hét? Steven Spiel- berg varaði okkur síðan við hafdjúpunum árið 1975 þegar hann gerði Jaws. Þrjár fram- haldsmyndir fylgdu í kjölfarið og nú hefur Spielberg gert risaeðlumynd, Jurassic Park. Þetta kaM- ar maöur nálar- stungu- aöferö í lagi. Svip- mynd úr Hellraiser III. Hell on Earth. 14.TBL. 1993 VIKAN 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.