Vikan


Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 11

Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 11
á frómasbeði. Hjálmar sér um að velja vínið.“ - Þú ert stööugt aö blanda geöi viö fólk, ýmist þegar þú heldur boöin sjálf eöa þegar ykkur er boöiö eitthvaö, sem gerist ósjaldan. Getur ekki ver- iö erfitt aö þurfa alltaf aö sýna sína bestu hliö. Ertu aldrei illa upplögð eöa í vondu skapi? „Ég er, sem betur fer, nán- ast aldrei í vondu skapi. Auð- vitað koma tímar þegar maður hugsar sem svo að betra væri að vera heima og taka þaö ró- lega heldur en að fara út á meðal fólks. Þetta hefur alltaf gengið vel og mér finnst frem- ur auðvelt að blanda geði við fólk við mismunandi aðstæð- ur. Ég reyni að ýta frá mér á- hyggjum ef einhverjar eru og gleyma höfuðverknum ef hann hefur látið bæra á sér. Það er hins vegar miklu oftar sem við hittum skemmtilegt og áhuga- vert fólk í svona boðum, frem- ur en það sem manni þykir kannski beinlínis leiðinlegt. Ef við færum i öll þau samkvæmi sem okkur er boðið í þá gerð- um við fátt annað. Okkur er til dæmis ævinlega boðið til mót- töku á hinum ýmsu þjóöhátíð- ardögum en hér í Bonn eru um hundrað og fjörutíu sendi- ráð. Það er augljóst að við för- um ekki í boð af þessu tilefni nema í mesta lagi í þriðjungi tilvika." Í HÁRGREIDSLU TIL ÍRISAR - Mér hefur veriö sagt aö þú látir þig ekki muna um aö aka í eina og hálfa klukkustund til Wiesbaden 'til aö láta leggja á þér háriö þegar mikiö stendur til. Hvernig stendur á því? „Vegna þess að þar er ís- lensk hárgreiðslukona sem er mjög góð, íris Sveinsdóttir. Hún er mjög eftirsótt og til hennar kemur fólk víöa að. Margar kunningjakvenna minna í Bonn hafa kvartað undan hárgreiðslufólki hérna, sem vill vera dálítið einrátt. Þegar ég kom hingað fyrst bað ég ritarann hans Hjálm- ars, sem er öllum hnútum kunnug í Bonn, um aö finna fyrir mig einhverja góða hár- greiðslukonu. Hún spurði mig hvort mér litist ekki vel á að fara til þeirrar sömu og sú sendiherrafrú hafði gert sem var hér á undan mér. Ég kvaðst tilbúin að reyna það. Þegar á hólminn var komið lýsti ég því fyrir henni hvernig ég vildi hafa hárið og hún hófst handa. Árangurinn var samt þónokkuð öðruvísi en ég hafði ætlað og ég hugsaði með mér að konan þyrfti lík- lega að venjast mér og ég henni. Ég fór til hennar í þrjú eða fjögur skipti til viðbótar en kom öðruvísi út frá henni en ég hefði kosið. Loks áttaði ég mig á því að konan var að reyna að gera mig eins og fyr- irrennara minn, sem hún sagði að hefði alltaf verið svo fín um hárið. Hugmynd henn- ar var einfaldlega að sendi- herrafrú ætti að vera um hárið á einhvern þann hátt sem hún hafði gert sér í hugarlund. Ég hef farið nokkrum sinnum til írisar því að mér finnst hún vera mjög fær. Ef ég hef átt erindi til Frankfurt hef ég not- að tækifærið og skotist til hennar því að þaðan og til Wiesbaden er aðeins snerti- spöiur. Þess á milli fer ég á stofu hér í Bonn.“ VIÐ STÝRIÐ - Ekur þú sjálf? „Já, það geri ég ævinlega þegar ég get. Ég verð að hafa það frjálsræði að geta keyrt um. Mér finnst ég þurfa að hreyfa mig það mikið og gæti ekki hugsað mér að vera alltaf upp á aðra komin. Ef ég fer í opinber boð yfir daginn og á von á því að erfitt sé að finna bílastæði þá er gott að not- færa sér bílstjóra sendiráðs- ins, annars ek ég sjálf." - Bílskúrinn stóö opinn þegar blaöamaöur renndi í hlaö. Hann sá aö þar stóöu tvö rennileg reiöhjól. Stundar þú hjóireiöar og jafnvel aöra tíkamsrækt? „Já, við hjólum mjög gjarn- an á kvöldin eftir vinnu, einnig um helgar. Líkamsrækt stunda ég nokkuð reglulega, snemma á morgnana áður en vinnudagur hefst. Um helgar, einkum yfir veturinn, fylgjumst við gjarnan með dóttur okkar, Önnu Karin, sem stundar knattspyrnu af krafti með skólaliði sínu, en hún hefur gengið í bandarískan mennta- skóla hér í Bonn. Leikirnir eru oftast á laugardögum og sunnudögum og við reynum að elta liðið og fylgjast með því eftir föngum." Þar með var Anna þotin til að undirbúa matinn fyrir boðið um kvöldiö. Framundan voru annasamir dagar hjá þeim Hjálmari, heimsókn á menn- ingarviðburði og móttaka fjölda gesta vegna reykvísku menningardaganna. Þeim var mikið kappsmál að allt gengi vel en starfsfólk sendiráðsins hafði undirbúið þennan merka viðburð í tvö ár - nú mátti ekkert fara úrskeiðis. □ 0® Sfl® FYRIRBODAR FORTIDIN KVÚDD ALHEIMSVITUNDIN SKYGGN LÖGREGLA GALDRAR Á ÍSLANDI ALHEIMSLEG LIFSORKA VAR 1ESÚS REIKIMEISTARI? TIMARIT UM EITT HELSTA w r r AHUGAMAL ÞJOÐARINNAR I GEGNUM ALDIRNAR - W DULRÆN MALEFNI S ÁSKRIFTARSÍMI 813122 14.TBL. 1993 VIKAN 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.