Vikan


Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 22

Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 22
SALARKIMINN SIGTRYGGUR JÓNSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR LESENDUM Bréf til Sigtryggs geta snúist um samskipti kynjanna, sam- skipti barna og foreldra, samskipti milli hjóna, kynlíf og annaö þaö sem lýtur aö sálfræöi og sálfræöilegum vanda- málum. Bréfin mega vera nafnlaus eöa undir dulnefni. Utanáskriftin er: Sigtryggur Jónsson sálfræöingur, Álftamýri 3, 108 Reykjavík FANGI A EIGIN Kæri sálfræðingur. Ég er í miklum vanda. Svo er mál með vexti að sonur minn er nýfluttur heim til okkar. Hann er rúmlega tvítugur og hefur ekki búið heima hjá okkur síð- astliðin fimm ár heldur verið við vinnu hingað og þangað um landið. Hann fór að heiman á sínum tíma vegna erfiðieika í samskiptum hans við okkur. Viö hreinlega gáfumst upp á að hafa hann hjá okkur. Ég er ekki gift pabba hans en ég held ekki að þaö skipti máli. Það er strákurinn sem hreiniega gerir allt vitiaust í kringum sig. Hann varð at- vinnulaus og þar sem langt er síðan hann var heima héldum við að það gæti verið ágætt að hann kæmi heim og viö gætum kynnst honum upp á nýtt og gert eitthvað fyrir hann í leiðinni. Hann var varla kominn inn úr dyrunum þegar hann gekk hreinlega yfir okkur. Hann heimtar peninga, hótar bar- smíðum, leggur undir sig sófa og gerir ekki handtak. Við get- um ekkert gert í málinu. Ég geri ráð fyrir aö hann gæti lamið mig ef hann vildi og er hrædd við hann og maðurinn minn vill ekki orsaka vanda- mál og gengur því ekki hart fram. Það versta er að sonur okkar, sem er sjö ára gamall, er logandi hræddur við þenn- an bróður sinn og gerir allt sem sá eldri segir honum aö gera. Hann lætur því misnota sig. Mér finnst ég varnarlaus og get ekkert gert. Strákurinn harðneitar að fara og mér finnst eins og ég sé fangi inni á mínu eigin heimili. Hvað í ósköpunum get ég gert? Ég vil gjarnan þiggja góð ráð afþér. Hrædd móðir. Kæra hrædda móöir. Þú átt sannarlega viö vandamál aö stríða. Það má þó skoða það vandamál út frá víðara samhengi en þú gerir. Sam- skiptaerfiöleikar stafa ætíð af því að samskipti fólks lenda í eins konar vítahring sem hvor- ugur aöilinn brýtur. Báðir aðilar halda áfram aö fara eftir því samskiptamynstri sem viðheld- ur vítahringnum. Til þess að breyta slíkum samskiptum þarf að gera sér grein fyrir því að um samskipti er að ræða en ekki einungis að annar aðilinn sé óhæfur til samskipta. Einnig þarf að gera sér grein fyrir því hver vítahringurinn er og hvern- ig hægt sé að brjóta hann. AD KENNA ÖÐRUM UM Til þess að forðast að horfast f augu við okkur sjálf og þar með forðast að horfast í augu við okkar eigin þátt i samskiptum við aðra gerum viö það gjarnan að kenna öðrum um erfiðleika okkar. Það má vel vera aö aðrir einstaklingar séu erfiðir í sam- skiptum og hegði sér þannig aö þeir láti okkur líða illa. Okkar verkefni verður samt sem áður aö bregðast við þessu atferli hins einstaklingsins. Við getum brugðist við á margan hátt. Hvernig viö bregðumst við ræð- ur hins vegar úrslitum um hvert næsta skref verður og hvernig líðan okkar þróast í framhald- 22 VIKAN 14. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.