Vikan


Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 47

Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 47
aaanaiM^ ^jajwftwj í klettaklifri og skíÖagöngu á Grænlandi g lagði leið mín út í Lðg- Hberg um daginn. Til- ■igangurinn var að hitta Harald Örn Ólafsson sem var þar að lesa undir haustpróf í lögfræðideild háskólans. Á leið minni hitti ég nokkra kunningja mína sem allir vildu fá að vita um ferðir mínar og var viðkvæðið ávallt það sama: „Já, ertu að fara hitta Halla fjallagarp." Það er greinilegt að maðurinn er vel þekktur undir þessu nafni og ekki að ástæðulausu. Á und- anförnum sjö árum hefur hann verið að hlaupa og klifra upp fjöll og jökla á íslandi, Grænlandi og í frönsku Ölp- unum. í apríl síðastliðnum lagði hann upp í leiðangur yfir þveran Grænlandsjökul ásamt tveimur ferðafélögum sínum, Ólafi Erni Haraldssyni, föður sínum, og Ingþóri Bjarnasyni. Hefur ferð þeirra vakið mikla athygli enda er þetta fyrsti ís- lenski leiðangurinn sem fer þessa erfiðu leið og ekki á hvers manns valdi að komast heilu og höldnu yfir illfæran jökul í skafrenningi og frosti allt að 30 gráðum. Það er greinilegt að Halla líður vel á fjöllum og ætla mætti að fjallamennskan væri honum i blóð borin. Hann segist þó ekki hafa byrjað að stunda fjallamennsku fyrr en hann var fjórtán ára og þá al- gjörlega af sjálfsdáðum. „Ég fékk áhugann eftir að hafa lesið bók sem til var heima hjá mér og heitir Fjalla- mennska. Þessa bók las ég aftur og aftur og fann strax að þetta var eitthvað sem óg vildi cjera. Ég gerðist meðlimur í Islenska Alpaklúbbnum og síðan þá hefur fjallamennska verið mitt aðaláhugamál. Til að byrja með stundaði ég eingöngu kletta- og ísklifur og það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum að ég fékk áhuga á skíðagöngu eftir að hafa gengið yfir Vatnajökul. Stuttu eftir þá ferð kviknaði hugmyndin að göngunni yfir Grænlandsjökul. Svona jökla- ferðir eru mjög ólíkar kletta- og ísklifri og ég reyni að stunda þetta sitt á hvað. Áður en ég byrjaði í fjallamennsk- unni æfði ég og keppti á svig- skíðum og upp á síðkastið hef ég stundað dálítið fjallaskíða- mennsku. í stað þess að taka lyftu gengur maður á fjalla- skíðunum upp á fjöll og brun- ar svo niður brattar, ótroðnar brekkur. Ég reyni að stunda sem flestar fjallaíþróttir því veðurfar og aðstæður hér á landi eru þess eðlis að það er erfitt að leggja aðeins stund á einhverja eina grein af krafti." Haraldur hefur einnig stundað innanhússklettaklifur en það felst í því að menn reyna að klifra upp sérhann- aða klifurveggi á sem stystum tíma. „Ég hef stundað innan- hússklettaklifur dálítið en er ekki mjög hrifinn af því. Ef góður árangur á að nást í því þarf að æfa mjög stíft, bæði klifur og líkamsrækt og passa vel upp á mataræðið. Það á ekki vel við mig og mér þykir leiðinlegt að keppa, auk þess sem mér finnst mun skemmti- legra að vera úti í náttúrunni og finna frelsið sem maður hefur þar.“ Haraldur hefur eytt því sem næst öllum sínum frftíma í fjallamennskuna undanfarin ár og vakið áhuga margra á f- þróttinni. Þegar hann var í Verzló stofnaði hann fjalla- klúbb, tókst að draga hóp Verzlinga með sér á fjöll og vekja almennan áhuga innan skólans á fjallgöngum. Innan íslenska Alpaklúbbsins, sem í 14.TBL. V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.