Vikan


Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 8

Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 8
cctuME uceizii erlendis í sjö ár en héldum nú heim til lengri dvalar - eða til fimm ára. Á þeim tfma var Hjálmar reyndar þrjú síðustu árin mikið í Vínarborg í tengsl- um við RÖSE, Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu. Þá var hann oft mikið í burtu á meðan við vorum heima, börnin og ég. Reykjavík og útréttingar hvers konar oft tímafrekari. Yngsta barnið okkar, Anna Karin, var aðeins eins og hálfs árs þegar við komum til Brussel, Sveinn Kristinn fimm ára og Hannes Birgir fjórtán." - Þú kynntist snemma diplómatalífinu. Fannst þér eitthvað breytast við það? Spjallaó yfir borð- um. Anna ásamt gestum þeirra Hjálmars ■ tilefni af reyk- vískum menn- ingar- dögum. Þegar Anna og Hjálmar fluttust til Brussel voru þörnin orðin þrjú. „Það var svolítið erfitt en ég var viðbúin þessu. Ég var svo til mállaus á franska tungu þegar ég kom til Brussel en fór í tíma til að bæta úr því. Krakkarnir voru ungir þá og því hafði ég ekki mikinn tíma til að stunda námið. Ég þurfti „Ég set á mig svunt- una um þrjú- leytið.“. Anna útbýr for- réttinn. að koma þeim til og frá skóla og vera ævinlega til staðar. Það fer alltaf mikill tími f hlut- ina þegar maður er á nýjum stað og fjölskyldan þarf að laga sig að nýjum aðstæðum. Vegalengdirnar eru meiri en við eigum að venjast heima í „Já, það má segja það. Strax á þeim tíma þurfti ég að koma fram fyrir íslands hönd hvert sem ég fór, til dæmis við tækifæri þar sem fólk úr utan- ríkisþjónustu hinna ýmsu landa kom saman. Á þeim tíma var það sem laut að diplómatalífinu ekki nærri eins mikið og síðar varð. Það má segja að maður hafi þjálfast í þessu smám saman og ég vandist því að standa sjálf fyr- ir opinberum móttökum og veislum eftir því sem tfminn leið. Það var svo árið 1989 að Hjálmar varð sendiherra í Bonn. Þá verður starf mitt miklu meira og fer að snúast í auknum mæli um landkynn- ingu. Hér í Þýskalandi verður sú breyting um leið að sam- einingin á sér stað og landið verður ennþá stærra. Það er heilmikill áhugi á íslandi í Þýskalandi, við höfum svo sannarlega orðið vör við það. Við höfum þurft að ferðast víða um umdæmið en undir sendiráðið hér heyra auk Þýskalands Sviss, Austurríki, Grikkland, Ungverjaland og Lichtenstein. Við erum mikið á ferðinni innan Þýskalands og til hinna landanna höfum við farið nokkrum sinnum, oftast til Austurríkis og Sviss.“ ÞÝSKA OG FATASAUMUR - Og þú ferð að læra þýsku af krafti. „Þegar við komum hingað fyrst talaði ég varla orð í þessu annars ágæta máli. Fyrstu fjóra mánuðina fór ég í strangt þýskunám og var í skólanum í fimm tíma á dag. Á þeim tíma gat ég ekki farið eins mikið með Hjálmari og ég hefði viljað en hann var þá eins og endranær mikið á ferðinni starfs síns vegna - ég mátti ekki missa úr í skólan- um. Mér fannst námið þurfa að ganga fyrir því að þó svo maður geti bjargað sér hér á ensku þá er það aldrei það sama og að geta tekið þátt í samræðum á þýsku. Tfminn fór því mikið í þetta á daginn fyrstu mánuðina. Ég fór reyndar aftur í þýskunám árið eftir en þá gat ég tekið það talsvert léttara. Ég hafði betra næði til að stunda þýskunám- ið heldur en þegar ég var í Brussel að hressa uþþ á frönskukunnáttuna. Þá voru börnin svo lítil. Mér þótti líka skemmtilegt að eiga þess kost að vera í skóla á ný. Það er auðvitað hægt að nota enskuna við mörg tæki- færi, eins og í öðrum diþlómataboðum auk þess sem ég á ágætar vinkonur í hinum ýmsu sendiráðum sem ég tala við á ensku. Eftir að ég hafði verið í þýskunámi fannst mér illa með tímann farið ef ég hefði síðan ekki tækifæri til að nota kunnáttu mína. Margir kvarta yfir því að þeir fái sjaldan tækifæri til að tala þýsku og það kann að vera rétt - nema maður leiti eftir því. Ég hef alltaf haft gaman af fatasaumi og fann skóla hér f Bonn þar sem kennd er hönnun og fata- saumur. Ég dreif mig á fyrsta námskeiðið og hef verið við- loðandi skólann síðan. Þar er eingöngu töluð þýska og ég fæ tækifæri til að spreyta mig í málinu og bæta við kunnáttu mína. Þess má jafnframt geta að ég hef líka verið á nám- skeiði í postulínsmálun sem ég hef lengi haft áhuga á.“ Á MEÐAL FÓLKS „Fljótlega eftir að ég kom hingað gerðist ég meðlimur í klúbbi sem konur úr þýska ut- anríkisráðuneytinu standa fyr- ir og nefnist „Velkomin til Bonn“. Þetta er stór kvenna- klúbbur og innan hans eru smærri hóþar, þar á meðal einn sem er ætlaður konum sem vilja æfa sig í þýsku. Um- ræðuefnið er margbreytilegt og aldrei það sama. Þarna hef ég fengið gott tækifæri til að æfa mig og um leið að kynnast landinu betur og menningu þess. Ég hafði kynnst félagsskap af svipuð- um toga í Stokkhólmi en þar var ég formaður samtaka diplómatakvenna í tvö ár.“ - Finnst þér viðmótið breyt- ast þegar þú talar þýsku við innfædda? „Já, greinilega. Þeir eru eins og Islendingar í þessum efnum - þó að maður tali bjagað eða geri málfræðileg mistök virða þeir mann fyrir viðleitnina. Oft situr maður á milli tveggja veislugesta sem ekki tala ensku, aðeins þýsku, þá er það vissulega kostur að geta talað við þá á þeirra máli. Ef maður talar ekki þýskuna getur maður bara setið þegjandi og horft á kert- in á borðinu. Ég held að mað- ur geti orðið hálfeinangraður ef maður talar ekki málið. Þýskukunnáttan gerir mér jafnframt kleift að geta fylgst með öllu í sjónvarpi, útvarpi og í dagblöðum. Að kunna eitthvað fyrir sér í því tungu- máli sem talað er á þeim stað sem maður býr á um lengri eða skemmri tíma opnar ýms- ar dyr. Þær sendiráðskonur sem ég hef heyrt kvarta yfir því að vera einangraðar hafa yfirleitt ekki gert sér far um að tileinka sér málið og leita eftir að kynnast Þjóðverjum. Þær hafa jafnvel ákveðið það með sjálfum sér að þeir séu allir leiðinlegir og frekir, sem margir halda fram sem kynnst hafa þeim utan Þýskalands. Manni hlýtur að fara fljótt að leiðast ef maður hittir aldrei fólk sem maður getur rætt við um sameiginleg áhugamál og skipst á skoðunum við, það er alveg sama hvort það er hér í Þýskalandi eða heima á ís- landi." LANDKYNNING OG LANCIER „Við Hjálmar höfum bryddað upp á ýmsu til þess að kynn- ast fólki og eiga skemmtilegar stundir með þvi. Eitt sinn þeg- ar ég var stödd heima fór ég á fund Sigvalda Þorgilssonar danskennara og bað hann að kenna mér hópdansinn lancier sem hann hefur til dæmis ver- ið að kenna öldruðum f Reykjavík undanfarin misseri. Ég lærði sporin i þessum skemmtilega samkvæmisdansi og ákvað að breyta svolítið til næst þegar við byðum heim á- kveðnum hópi kunningjafólks úr fáeinum sendiráðum hér í nágrenninu. Ég gerði mitt besta til að kenna gestunum dansinn. Fyrst virtist sem allir væru komnir með fjóra fætur 8 VIKAN 14.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.