Vikan


Vikan - 15.07.1993, Page 27

Vikan - 15.07.1993, Page 27
efni myndarinnar - sem er mjög gott sem slíkt en hitt má heldur ekki gleymast. Áhorfendur hafa greinilega skipst í tvo hópa, þann sem er sáttur viö myndina og hinn sem eru ósáttur. Ég er mjög stoltur af aö hafa tekið þátt í aö skapa mynd sem virðist vera svona umdeild, ég er alltaf ánægöur að vera í slíkri stöðu. Ég er einnig ánægður með kvikmyndafyrirtækin sem stóðu við bakið á okkur og einnig þá pólitísku þjóðfélags- hópa sem risu upp og sögðu álit sitt á stöðu mála í þjóðfé- laginu - sem féll saman við það sem við erum að segja í myndinni. Ég held að ástæðan fyrir því hversu umdeild þessi mynd er i Bandaríkjunum sé sú að það eru ekki margar kvikmyndir sem taka á þeim vandamálum sem við okkur blasa nú. Mjög mikið af fólki hefur séð myndina nú þegar og þaö er sama sagan og með aðrar myndir sem ég hef gert - það eru alltaf mismunandi við- brögð, hversu frábærar sem myndirnar almennt hafa þótt. Mér finnst núna aö ég sé einhvers konar prins myrkurs- ins. Að sjálfsögðu hafa við- fangsefni mynda minna verið mismunandi eins og í Fatal Attraction, Wallstreet, Black Rain, War of the Roses, Basic Instinct og nú sfðast Falling Down en mér finnst þetta allt vera of neikvæð hlutverk. Þaö er að vísu nokkuð um grin í Falling Down en mér finnst tími til kominn að íhuga að vera í léttari hlutverkum í framtíðinni, jafnvel léttri, róm- antískri gamanmynd eða þá í hreinu hetjuhlutverki. Því mið- ur er bara ekki um auðugan garð að gresja í sambandi við hetjuhlutverk nú á dögum," segir Michael Douglas að lok- um. Að þessu sinni hefðu sam- ræður okkar geta orðið lengri en þar sem hann hafði ekki kynnt Falling Down í Banda- ríkjunum var mikið af þarlend- um blaðamönnum sem vildu ná tali af honum og vonandi eigum við rólegra og lengra spjall síðar. Michael Douglas sagði að sér þætti mun skemmtilegra að tala við blaðamenn frá Evr- ópu en Bandaríkjunum þar sem bæði framkoma þeirra og áhugi væri töluvert mismun- andi. Hann sagðist vonast til að við hittumst fljótlega þegar hann hefði lokið við næstu mynd sína. □ Michael Douglas eftir viö- taliö viö blaöa- mann Vikunnar. og gerist í myndinni. Fyrst væru voþnin hafnaboltakylfur, síðan kæmi hnífurinn, þá heill sekkur af byssum og að lok- um endaði allt saman með eldflaugabyssu. Mér fannst þetta mjög skynsamleg athugasemd því svona er glæpaferlið í stór- borgunum orðið, því miður. Þessi mynd segir samt alls ekki að allir þeir sem missa vinnuna og skilja verði brjál- aðir. Það er samt til fólk sem bregst svona við ákveðnum aðstæðum. Ekki er langt síð- an einhver náungi tók börn í gíslingu á barnaheimili og f Ijós kom að hann var alls ekki ósviþuð manngerö og ég leik í myndinni. Það er kannski ekki nema von að svona hlutir komi upp á þar sem byssueign er jafn- mikil og raun ber vitni en það eru um tvö hundruð milljónir byssa skráðar í Bandaríkjun- um og um sextíu og átta millj- ónir bara í Texas, sem þýðir um það bil fjórar byssur á hvern íbúa. Það er því engin tilviljun að skjalataska verður að hafna- boltakylfu, hún aö hnífi og svo framvegis og einnig að það er barn sem kennir mér að nota eins fullkomin vopn og flug- skeytabyssu." EINHVERS KONAR PRINS MYRKURSINS - Nú hefur þessi mynd ákveö- inn boðskap. Hvaö finnst þér um aö aðalpersónan skuli láta lifiö í lokin? „Mér finnst þessi endir við- eigandi, sérstaklega vegna þess að þessi maður er ekki í réttum tengslum við raunveru- leikann og þess vegna á hann kannski skilið að deyja. Það er í raun hans eigið val því honum er gefinn kostur á að lifa.“ - Hvernig dóma hefur myndin fengiö þar sem hún hefur veriö sýnd? „í aðeins einni borg f Bandaríkjunum hefur hún ekki fengið góða dóma en það var í Los Angeles. Öll sú mikla sjálfsvörn og gagnrýni á myndina sem þar kom fram kom mér virkilega á óvart. Fólk í L.A. virðist hreinlega af- neita þeirri staðreynd að þjóð- félagiö sé komið í þessa að- stöðu. Það var augljóst, sér- staklega hjá fjölmiðlum þar, að við hittum á mjög við- kvæma taug. Aöaláhyggjuefni þeirra snérist ekki um kvik- myndagerðina sem listgrein og um leið sem afþreyingu heldur sökktu þeir sér niður í 14. TBL. 1993 VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.