Vikan


Vikan - 15.07.1993, Síða 47

Vikan - 15.07.1993, Síða 47
aaanaiM^ ^jajwftwj í klettaklifri og skíÖagöngu á Grænlandi g lagði leið mín út í Lðg- Hberg um daginn. Til- ■igangurinn var að hitta Harald Örn Ólafsson sem var þar að lesa undir haustpróf í lögfræðideild háskólans. Á leið minni hitti ég nokkra kunningja mína sem allir vildu fá að vita um ferðir mínar og var viðkvæðið ávallt það sama: „Já, ertu að fara hitta Halla fjallagarp." Það er greinilegt að maðurinn er vel þekktur undir þessu nafni og ekki að ástæðulausu. Á und- anförnum sjö árum hefur hann verið að hlaupa og klifra upp fjöll og jökla á íslandi, Grænlandi og í frönsku Ölp- unum. í apríl síðastliðnum lagði hann upp í leiðangur yfir þveran Grænlandsjökul ásamt tveimur ferðafélögum sínum, Ólafi Erni Haraldssyni, föður sínum, og Ingþóri Bjarnasyni. Hefur ferð þeirra vakið mikla athygli enda er þetta fyrsti ís- lenski leiðangurinn sem fer þessa erfiðu leið og ekki á hvers manns valdi að komast heilu og höldnu yfir illfæran jökul í skafrenningi og frosti allt að 30 gráðum. Það er greinilegt að Halla líður vel á fjöllum og ætla mætti að fjallamennskan væri honum i blóð borin. Hann segist þó ekki hafa byrjað að stunda fjallamennsku fyrr en hann var fjórtán ára og þá al- gjörlega af sjálfsdáðum. „Ég fékk áhugann eftir að hafa lesið bók sem til var heima hjá mér og heitir Fjalla- mennska. Þessa bók las ég aftur og aftur og fann strax að þetta var eitthvað sem óg vildi cjera. Ég gerðist meðlimur í Islenska Alpaklúbbnum og síðan þá hefur fjallamennska verið mitt aðaláhugamál. Til að byrja með stundaði ég eingöngu kletta- og ísklifur og það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum að ég fékk áhuga á skíðagöngu eftir að hafa gengið yfir Vatnajökul. Stuttu eftir þá ferð kviknaði hugmyndin að göngunni yfir Grænlandsjökul. Svona jökla- ferðir eru mjög ólíkar kletta- og ísklifri og ég reyni að stunda þetta sitt á hvað. Áður en ég byrjaði í fjallamennsk- unni æfði ég og keppti á svig- skíðum og upp á síðkastið hef ég stundað dálítið fjallaskíða- mennsku. í stað þess að taka lyftu gengur maður á fjalla- skíðunum upp á fjöll og brun- ar svo niður brattar, ótroðnar brekkur. Ég reyni að stunda sem flestar fjallaíþróttir því veðurfar og aðstæður hér á landi eru þess eðlis að það er erfitt að leggja aðeins stund á einhverja eina grein af krafti." Haraldur hefur einnig stundað innanhússklettaklifur en það felst í því að menn reyna að klifra upp sérhann- aða klifurveggi á sem stystum tíma. „Ég hef stundað innan- hússklettaklifur dálítið en er ekki mjög hrifinn af því. Ef góður árangur á að nást í því þarf að æfa mjög stíft, bæði klifur og líkamsrækt og passa vel upp á mataræðið. Það á ekki vel við mig og mér þykir leiðinlegt að keppa, auk þess sem mér finnst mun skemmti- legra að vera úti í náttúrunni og finna frelsið sem maður hefur þar.“ Haraldur hefur eytt því sem næst öllum sínum frftíma í fjallamennskuna undanfarin ár og vakið áhuga margra á f- þróttinni. Þegar hann var í Verzló stofnaði hann fjalla- klúbb, tókst að draga hóp Verzlinga með sér á fjöll og vekja almennan áhuga innan skólans á fjallgöngum. Innan íslenska Alpaklúbbsins, sem í 14.TBL. V

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.