Vikan - 15.07.1993, Qupperneq 7
✓ /
ANNA BIRGIS, SENDIHERRAFRU I BONN:
ftm l*ÚSUND
Min A kn i
Það er ævinlega mikill
erill í sendiráði íslands
í Bonn i Þýskalandi
enda mikil samskipti á milli
landanna á ýmsum sviðum.
Þetta er ekki mannmargur
vinnustaður en auk sendiherr-
ans eru þar þrír aðrir starfs-
menn á skrifstofu og síðan
bílstjóri. Sjálft sendiráðið er í
litlu bakhúsi á lóð sendiherra-
bústaðarins að Kronprinzen-
strasse 6 í bæjarhlutanum
Bad Godesberg. Húsið er í
eigu íslenska ríkisins, stórt og
virðulegt með fallegum garði.
Þar hafa þau Hjálmar W.
Hannesson sendiherra og frú
Anna Birgis búið síðastliðin
fjögur ár. A heimili þeirra kem-
ur fjöldi gesta árlega og sann-
arlega engum í kot vísað, þar
ríkir myndarskapur innan sem
utan veggja, glaðværð og hlý-
legt viðmót.
Tíðindamaður Vikunnar átti
þess kost að sækja sendi-
herrahjónin heim á dögunum.
Hann hafði reyndar mælt sér
mót við Önnu sem féllst á að
tekið yrði við hana viðtal um
störf hennar og viðfangsefni.
Hún hefur ekki setið auðum
höndum þann tíma sem hún
hefur búið á þessum góða
stað þvi að auk hefðbundinna
skyldustarfa, sem henni eru á
herðar lögð sem sendiherra-
frúar, hefur hún staðið fyrir
ýmsum viðburðum á heimili
þeirra Hjálmars í því skyni að
kynna land og þjóð. í frístund-
unum má hún heldur ekki
vera að því að láta sér leiðast.
ÚR SKUGGAHVERFINU
Hún er fædd og uppalin við
Lindargötuna í Reykjavík,
dóttir hjónanna Huldu Jóns-
dóttur og Birgis Einarssonar.
„Skuggahverfið var besti stað-
urinn til að vera í fallin spýtan
og boltaleikjum þegar ég var
krakki," segir hún glaðlega
þegar hún er spurð um upp-
runa sinn. „Ég gekk í Miðbæj-
arskólann og síðan lá leiðin í
Lindargötuskólann. Við Hjálm-
ar urðum ung foreldrar, 17
ára, og þá tóku uppeldisstörf-
in við hjá mér en Hjálmar fór í
Kennaraskólann. Þegar son-
urinn, Hannes Birgir, var orð-
inn nokkurra mánaða fór ég
að vinna í Útvegsbankanum.
Þar starfaði ég þangað til við
fórum til Bandaríkjanna þar
sem við vorum í tæp fjögur ár
á meðan Hjálmar lagði stund
marga góða vini og höfum
haldið sambandi við nokkra
þeirra æ síðan. Síðastliðið vor
héldum við þangað til að
halda upp á tuttugu og fimm
ára útskriftarafmæli Hjálmars,
þá hittum við líka þá sem við
höfum ekki haft stöðugt sam-
band við.“
LANDA Á MILLI
Síðan hafa þau Anna, Hjálm-
ar og börnin ekki látið sér
á stjórnmálafræði og sögu við
háskólann í Chapel Hill í
Norður-Karólínufylki. Tvö
seinni árin vann ég á fræðslu-
skrifstofunni í bænum. Eftir að
við komum heim aftur starfaði
ég um skeið sem gjaldkeri i
Landsbankanum og hef verið
þar á milli þess sem við höf-
um verið erlendis.
í Bandaríkjunum áttum við
eiginlega okkar fyrsta sameig-
inlega heimili. Fram að því
höfðum við búið í lítilli íbúð í
húsi ömmu Hjálmars. Við höf-
um alltaf litið til tímabilsins í
Chapel Hill með rómantískum
augum, það var mjög góður
tími. Þar eignuðumst við
bregða þó þau hafi nokkrum
sinnum þurft að flytja heimili
sitt á milli landa.
„Eftir Bandaríkjadvölina
komum við heim og Hjálmar
gerðist kennari við Mennta-
skólann í Reykjavik, þar sem
hann var næstu sjö árin, og
ég vann í bankanum. Að þeim
tíma liðnum, haustið 1977,
fórum við til Brussel í Belgíu
þar sem Hjálmar var sendi-
ráðsritari og þriðji maður (s-
lands hjá NATO næstu þrjú
árin. Frá Brussel fórum við
beint til Stokkhólms þar sem
Hjálmar var sendiráðunautur.
Þar vorum við næstu fjögur
árin. Við vorum því samfleytt
Sendi-
herra-
hjónin í
Bonn,
Anna
Birgis og
Hjálmar W.
Hannes-
son, á
heimili
sínu aó
Krónprins-
götu 6.
Anna er í
pilsi og
blússu
sem hún
hannaöi og
saumaöi
sjálf.
14. TBL. 1993 VIKAN 7
TEXTIOG UÓSM.: HJALTIJÓN SVEINSSON