Vikan


Vikan - 23.09.1993, Page 6

Vikan - 23.09.1993, Page 6
TEXTIOG UÓSM.: HJALTIJÓN SVEINSSON Á GÓÐVIÐRISDEGI IVIÐEY Sólrfkur og lygn laugar- dagur, seint í ágúst. Við- eyjarsúðin ber blaða- mann ásamt tugum annarra farþega út í eyjuna grænu á sundunum bláu. Fjöldi fólks ætlar að verja þessum síð- sumardegi á þessum afvikna stað sem þó er svo nálægt skarkala borgarinnar. Sigling- in tekur innan við tíu mínútur en samt er eins og að vera kominn langt upp í sveit þegar stigið er á land og fetað í fót- spor Skúla fógeta og liðinna kynslóða í átt að kirkju og Stofu. Flestir ætla að nota þennan fallega dag til að ganga um eyna og skoða hana sér til fróðleiks og heilsubótar. Nokk- ur hópur fólks ætlar að slá tvær flugur í einu höggi, skoða og fræðast í fylgd Örlygs Hálfdan- arsonar, sem er manna fróð- astur um Viðey, og efla ættar- tengslin að því búnu í félags- Á ▲Starfs- manna- bústaönum hefur veriö haganlega fyrir komið í nðgrenni gamla búsins og fellur vel inn í umhverfiö. M Hallgríms- kirkja séö frá skemmtilegu sjónarhorni. A Viöeyjarstofa og Viðeyjarkirkja. ◄í gamla vatnstankinum á eyjunni austanveröri hefur Viöeyingafélagið innréttaö félagsheimili sitt. heimili Viðeyingafólagsins. Það er á eyjunni austanverðri, f fyrr- um vatnstanki sem hefur verið innréttaður á viðeigandi hátt. Þangað hefur líka verið lagt vatn og rafmagn fyrir stuttu og nutu þá fyrrum Viðeyingar ná- býlisins við gamla skólann sem er í næsta nágrenni. Verið er að gera skólahúsið upp um þessar mundir eftir áratuga niðumíðslu og ágang hrossa sem um skeið gengu þar út og inn. Nú er fyrirhugað að setja 6 VIKAN 19.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.