Vikan


Vikan - 23.09.1993, Page 10

Vikan - 23.09.1993, Page 10
BÖRNIN EKKI Á FORGANGSLISTA Við leggjum áherslu á að hér sé um að ræða fræðslu- og upplýsingasamtök. í rauninni veit almenningur mjög lítið um það sem er að gerast í skólun- um. Skólaumræðan hefur farið fram inni á kennarastofunum, á ráðstefnum og námskeiðum sem almenningur hefur ekki haft aðgang að. í fjölmiðlum hefur lítið verið fjallað um skólamál. Það er undir hverj- um og einum skóla komið hvaða upplýsingar og hversu miklar hann veitir foreldrum. Skólarnir eru mikið að taka við sér í því að upplýsa foreldra til dæmis um innra starf sitt í grófum dráttum og samtökun- um hefur yfirleitt verið tekið mjög vel þó svo að svolítillar tortryggni gæti stundum eins og eðlilegt er í fyrstu. Hlutverk samtakanna er að fræða almenning um skólamál og ýta á yfirvöld sem þurfa að standa vel að skólamálum í stað þess að eyða tíma og fjármunum í að búa til ný og ný grunnskólalög en koma þeim aldrei í framkvæmd. Við þurfum líka að ýta við foreldr- unum sem þurfa að taka sig á í uppeldinu. íslendingar mega hugsa betur um börnin sín, það er kannski ekkert skrítið að skólamálin séu í ólestri. Við erum ekki með börnin á for- gangslistanum, því miður. Markmið okkar er að bæta uppeldis- og menntunarskil- yrði íslenskra barna. Þetta er auðvitað háð því að við séum með ánægða og metnaðar- fulla kennarastétt. Ég sé samt ekki að það sé verkefni sam- takanna að vera framlenging í kjarabaráttu kennara. AÐ LEYSA MÁLIN HÁVAÐALAUST Foreldrar hringja gjarnan til að spyrjast fyrir um leiðir. Þeir veigra sér við að hafa sam- band við skólann af ótta við að kvartanir og athugasemdir geti bitnað á barninu þeirra eða beri vott um óþarfa af- skiptasemi. Við erum oft spurð ráða hvernig best sé að snúa sér í ákveðnum málum sem upp koma. Við förum ekki inn í mál einstaklinga en gefum fólki ábendingar hvert það á að leita og hvernig það á að koma sér að hlutunum. Síðan þessi samtök urðu til á landsgrundvelli geta yfirvöld og félög kennara og skóla- stjóra snúið sér til einhvers á- kveðins aðila til að fá ábend- ingar og svör um það hvað foreldrum finnist um hitt og ■ Ég spyr fólk gjarnan hvort þaó geti ætlast til þess ab börnin þess fari í röö í skólanum ef þau þurfa aldrei ab gera þaö annars staöar. ■ Viö erum meö stóran hóp af tauga- veikluöum börnum og vandamólin eru geysileg. Ég fullyrbi ab þetta óstand sé til komiö vegna þess aö börnin hafa of lítil samskipti viö fulloröiö fólk. ■ Mörg börn hafa verió vegalaus aö skóla loknum. Rannsóknir í fyrra leiddu í Ijós ab óstandiö er slæmt. ■ Sem betur fer eru foreldrar farnir ab sýna skólum barna sinna meiri óhuga og þeir um leiö aib opna dyr sínar. Þetta eykur skilning ó bóöa bóga. þetta sem verið er að gera eða er á döfinni. Við gerum okkur Ijóst að nauðsynlegt er að hafa gott samstarf við þessa aðila en við erum fyrst og fremst málpípa foreldra og hagsmunirnir fara ekki alltaf saman. Við getum nefnt dæmi um kennara sem er áhuga- laus, veikur eða drykkfelldur og mætir illa. Það leita þá til okkar foreldrar sem hafa á- hyggjur af því að tímar hjá börnunum falli svo oft niður og líkur bendi til þess að eitt- hvað sé bogið við frammi- stöðu kennarans. Þegar for- eldrarnir ræða við skólastjór- ann svarar hann því til að málið sé afskaplega erfitt en þessu verði kippt í liðinn. Síð- an líður og bíður án þess að ástandið breytist. Þá leita for- eldrarnir kannski aftur til okkar og við hvetjum þá til að skrifa skólastjóranum formlegt bréf þar sem fram koma áhyggjur þeirra og þeir óski síðan eftir svari hvort eitthvað eigi að gera í málinu. Ef viðbrögðin verða engin ráðleggjum við foreldrunum að senda annað bréf þar sem þeir segja að úr því að ekkert svar hafi borist sé nauðsynlegt að greina fræðslustjóra frá ástandinu og svo framvegis. Ég held að unnt sé að gera hluti af þessu tagi hávaðalaust og ég finn að þetta er að gerast í vaxandi mæli. Það held ég að sé ekki síst fyrir tilstilli samtakanna. ERUM MEÐ STYSTA SKÓLAÁRIÐ Nú er starfandi á vegum menntamálaráðherra nefnd um mótun nýrrar menntastefnu. í áfangaskýrslu, sem kom út síðastliðinn vetur, leggur hún meðal annars til að skólaárið verði lengt í 175 daga á ári. Það þýðir að skólarnir þyrftu að byrja 15. ágúst og enda 15. júní. Tillögur af þessu tagi fara ekki inn á borö til foreldra. Svo spyr maður foreldra í dreifbýli hvernig þeim litist á tillögu um lengingu skólaársins. Þeir spyrja þá í örvæntingu hvort slíkt standi virkilega til, þeir hafa ekki hugmynd um það sem í bígerð er. Sjónarmiðin hér að lútandi eru mismunandi en staðreyndin er sú að við erum með stysta skólaárið af öllum nágrannalöndum okkur, við þurfum að fara til Tyrklands til að finna eitthvað sambæri- legt. Viðhorf íslendinga mótast líka af því að sumarið okkar er svo stutt, börnin þurfa að vera úti í leik og starfi. Maður spyr sig á móti hvers vegna verið sé að teygja menntaskólann í fjögur ár. Margir unglingar eru búnir 10. maí og byrja 1. sept- ember og fá svo ekki vinnu yfir sumarið. Algengt er jafnframt að jólafrí hefjist 10. desember. Aðstæður hafa breyst og þjóð- félagsgerðin öll, þetta þarf skólinn að skoða. KOSTAR ÁLÍKA OG NÝIR KORPÚLFSSTAÐIR Okkar hjartans mál er að allir skólar verði einsetnir. Við erum eina þjóðin í Evrópu sem ekki er með einsetningu. Orðið - tvísetinn - er ekki til í orðaforða annarra þjóða. Þessi háttur hefur alltaf verið hafður á, við munum hvernig það var fyrir þrjátíu árum þeg- ar Palli kenndi tólf ára bekk fyrir hádegi og átta ára bekk eftir hádegi. Einsetinn skóli myndi þýða að öll börn byrj- uðu skóladaginn á sama tíma og hver kennari hefði umsjón aðeins með einum bekk. Hann þyrfti þá að sinna tutt- ugu og fimm einstaklingum í staðinn fyrir fimmtíu. Margir skólar eru einsetnir á íslandi, til dæmis úti á landsbyggðinni þar sem börnunum er ekið til og frá skóla. Þetta er verst í þéttbýlinu. Víða er húsnæðið nægilega rúmt til þess að gera skólana einsetna en sums staðar þyrfti að bæta við stofum en það yrði tæp- lega dýrara en öll bílastæða- húsin sem byggð hafa verið í borginni að undanförnu. Það hefur verið bent á að það myndi kosta borgina álíka mikið og nýir Korpúlfsstaðir að gera alla grunnskóla í Fteykjavík einsetna. Húsnæði er samt ekki nóg því að einsetinn skóli er ekki í samræmi við vinnutíma kenn- ara og kjarasamninga þeirra. Kennari í fullu starfi þarf að kenna um þrjátíu stundir á viku. Ef hann kennir tólf ára bekk, sem hefur þrjátíu og þrjár stundir á viku á stunda- skránni, nær hann ekki að kenna inni í bekknum sínum nema svona tuttugu og tvær. Síðan fara krakkarnir í handa- vinnu, sund, matreiðslu og svo framvegis, greinar sem hann kennir ekki. Þá þarf hann að skila hinum tímunum einhvers staðar annars staðar í kennslu en til þess þarf að hafa börn í skólanum eftir há- degi. Spurningin er sú hvort kennsluskyldan verði ekki minnkuð og þeim tíma sem eftir er verji kennarinn í skól- anum, í störfum sem tengjast kennslunni, heimanámi nem- enda, samstarfi við foreldra og svo framvegis. Frh. á bls. 58 10VIKAN 19.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.