Vikan


Vikan - 23.09.1993, Qupperneq 20

Vikan - 23.09.1993, Qupperneq 20
OLAFUR JON JONSSON ÞYDDI HEFUR SLEGIÐ I GEGN VOG VERIÐ SLEGIN I ROT VIÐTAL SEM NICK SPEARING TÓK VIÐ TINU TURNER FYRIR VIKUNA Tina Turner er einn vinsælasti og besti skemmtikrafur okkar tíma, listamaður sem hefur gengið í gegn- um hæðir og lægðir á ferli sínum, verið vinsæl og vansæl, slegið í gegn eða verið slegin í rot; allt þetta gerir hana að hálf- gerðri goðsagnapersónu. Tina Turner er ekkert minna en goðsögn. í kjölfar frum- sýningar myndarinnar TINA: What’s Love Got to Do with It (byggð á sjálfsævisögu Tinu, I, Tina), útgáfu samnefndrar plötu hennar sem vermt hefur efstu sæti vin- sældalista og hljómleikaferðar um fimmtíu borgir um gjörvöll Bandaríkin virðist stjarna hennar rísa hærra en nokkru sinni áður. Hér á eftir fer viðtal sem Nick Spearing átti við Tinu Turner í Los Angeles. - Touchstone kvikmyndin TINA: What’s Love Got to Do with It hefur hlotið jákvæða gagnrýni, bæði fyrir leik og ekki síður fyrir lýsingu á lífi Tinu Turner, konu sem var beitt harðræði og meiðingum af manni sín- um. Þrátt fyrir það og kannski þess vegna tókst henni að ná heimsfrægð. Hvernig finnst þér að opinbera líf þitt og hijóta viss- an ódauðleika í kvikmynd á þennan hátt? Eins og þú veist er myndin lauslega byggð á sjálfsævisögu minni og sannleik- urinn er sá að líf mitt hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Ég vildi ekki gera lítið úr því. Með því að segja sögu mína gerði ég líf mitt upp við sjálfa mig. Þetta var leið fyr- ir mig til að sýna að tónlistarbransinn getur verið ansi harður og ekki síður leið til að sýna öðrum konum sem beittar eru ofbeldi að þær þurfa ekki að sætta sig við það og halda áfram að vera í slíkum samböndum. Kvikmyndin fjallar um tilfinningaþrungna leið til að ná valdi á sjáifum sér en enginn skyldi líta á mig sem fórnarlamb í mynd- inni. Ég stjórnaði alltaf ferðinni sjálf. - Ef þú varst ekki fórnarlamb, hvers vegna varstu svo iengi í þessu storma- sama sambandi [við Ike Turnerj? Ég leit á þetta sem leið - leið sem á endanum myndi gera mig að betri og sterkari manneskju. Ég veit að það sem ég segi næst hljómar undarlega en ég lofaði honum [Ike] að yfirgefa hann ekki fyrr en honum hlotnaðist það sem hann vildi. Þú verður að skilja að hann var blíður og ör- látur þegar ég kynntist honum fyrst og ég lofaði að vera hjá honum og hjálpa honum. Hann kom mér af stað í tónlistinni. Svo voru það líka börnin okkar sem spiluðu inn í. Ég gat ekki farið nema ég væri tilbúin. Tina Turner meö umboösmann sinn á hægri hönd og þann er leikur hann í kvikmyndinni What's Love Got to Do with It. Á stóru myndinni er hún hins vegar meö leik- konunni Pamelu Tyson, sem fer meö hlutverk söngkonunnar í kvikmyndinni og þykir takast verkiö afar vel. - Hvað finnst þér um túlkun Angelu Bassett á sjáifri þér? Ég hef ekki séð myndina ennþá en ég fór nokkrum sinnum á tökustaði. Það litla sem ég sá til Angelu fannst mér frábært. Ég hjálpaði henni með hreyfingar og fram- komu áður en tökur hófust. Allir sem hafa séð myndina segja að Laurence Fishburne (sem leikur Ike) hafi staðið sig frábærlega og að hann og Angela eigi góða möguleika á að verða tilnefnd til óskarsverðlauna. Ég ætla að sjá myndina þegar ég lýk tónleika- ferðalagi mínu seint í október. Það gleður mig mjög að hún skuli hafa fengið góða aðsókn í Bandaríkjunum og að gagn- rýnendur skuli hafa tekið henni vel. - Kate Lanier segir að saga þin minni á hetjulega þjóðsögu. Þú hófst ákveðna leit, barðist við ógurlegan dreka og stóðst uppi sem sigurvegari, jafnvel hetja. Finnst þér þú vera einhver hetja samtimans? Ég komst af. Mér finnst ég hafa verið blessuð. Núna er ég afar glöð. - Hápunktar lífs þíns eru efni í þjóð- sögu, svo ekki sé talað um kvikmynd. En hvar var Tina Turner á unga aldri? Ég fæddist í Nutbush í Tennesseefylki í Bandaríkjunum árið 1939 og var skírð Anna Mae Bullock. Móðir mín var indíáni, faðir minn blökkumaður og þeim kom aldrei vel saman. Þegar faðir minn lést á- kvað móðir mín að fara til St. Louis með Allene systur mína en skildi mig eftir hjá ömmu minni. Ég bjó að nokkru leyti hjá hvítri fjölskyldu og vann fyrir fæði þegar ég var í skóla. Móðir mín hafði síðan sam- band við mig þegar ég var sautján ára og bað mig um að koma til St. Louis. - Hittirðu Ike Turnerþar? Já, ég hitti Ike árið 1956 þegar ég var sautján ára gömul. Ég fór með systur minni að sjá sýningu hans, „Konungar rytmans", í klúbbi í austurhluta St. Louis. Ike var nokkuð þekktur þá, ekki síst fyrir harða og hrjúfa framkomu. Við systurnar unnum á daginn og fórum á R&B klúbba víðs vegar um borgina [Rhythm and Blues] á kvöldin. Allene hafði frá barnæsku sung- ið í kirkjukórum og söngvarakeppnum og hún bað Ike stöðugt um að fá að syngja með honum en hann sýndi því engan á- huga. Þegar ég sá hann fyrst stóð hann uppi á píanói eins og Jerry Lee Lewis og allir í hljómsveitinni voru á ferð og flugi, dansandi og spilandi. Ég hreifst strax af honum. Ég hafði alltaf sungið þannig að ég 20VIKAN 19.TBL. 1993
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.