Vikan - 23.09.1993, Qupperneq 22
valdi þann kostinn aö aö bíöa þar til ég
væri tilbúin. Þegar ég svo yfirgaf hann bjó
ég yfir reynslu, innri krafti og sjálfsaga sem
ég ávann mér meö því aö búa með manni
eins og Ike.
- Hafa orðið einhver ákveðin straum-
hvörf í lífi þínu?
Að mínu mati er eitt mikilvægasta skref
sem ég hef stigið að taka búddatrú. Það
hófst þegar ég hitti skyggna manneskju
sem sagði að ég ætti eftir að verða stór-
stjarna og búa handan vatnsins. Svo gerð-
ist það í kringum 1967 að kona nokkur,
sem Ike hélt við, benti mér á listina að
kyrja. Það er skrýtið að kona sem Ike hélt
fram hjá mér með gaf mér bestu gjöf lífs
míns. Allar götur síöan hef ég kyrjað
kvölds og morgna.
Trú mín og styrkurinn, sem ég fékk með
því að kyrja, gaf mér hugrekki til að yfir-
gefa Ike árið 1976. Kvöld eitt, þegar Ike
hafði vakað samfleytt í fimm sólarhringa
og var sofnaður eftir að hafa lamið mig
duglega, áttaði ég mig á því að einhvern
daginn myndi hann hreinlega drepa mig.
Ég fór því með 36 sent og bensínkort í
vasanum. Þá stóð ég gjörsamlega ein með
fjögur börn. Ég reiddi mig á matarmiða og
öll þau verkefni sem ég gat fengið; kabar-
ettsýningar, sjónvarpsþætti og klúbba, allt
til að komast af.
Næsti vendipunkturinn var áþreifanlegri
- framkvæmdastjórinn minn, Ástralinn
Roger Davies. Ég var á ferðalagi með
hljómsveit sem ég hafði sett saman, skuld-
aði hálfa milljón dollara og hafði ekki
samning við útgáfufyrirtæki. Roger gerði á-
kveðnar breytingar á hljómsveitinni og kom
mér inn í betri klúbba og síðan nætur-
klúbba í Las Vegas árið 1980.
Ég hitaði upp fyrir The Rolling Stones í
hljómleikaferð þeirra um Evrópu árið 1981.
Stuttu seinna hljóðritaði ég gamla Tempta-
tions-lagið Ball of Confusion, hitaði upp
fyrir Rod Stewart á stórum tónleikum sem
sendir voru beint út frá Los Angeles um
allan heim og meðan á öllu þessu stóð
samdi Roger við fyrirtækið Capital/EMI um
útgáfu. Hann stóð síðan með mér sem
framkvæmdastjóri og vinur þegar ég gerði
plötuna Private Dancer sem seldist í ellefu
milljónum eintaka og vann fjölmörg Gram-
my-verðlaun. Lagið What’s Love Got to Do
with It er einmitt á þeirri plötu. Þessu
fylgdu metsöluplötur, stórar tónleikaferðir
og ferill sem ég er þakklát fyrir.
- Þú hefur verið kölluð kvenútgáfa af
Mick Jagger. Hvað finnst þér um þessa
samlíkingu? Kenndirðu Mick Jagger virki-
lega að dansa?
Áður en við Ike ferðuðumst með The
Rolling Stones árið 1969 unnum við með
þeim í Bretlandi árið 1966. Mick var vinur
Phil Spector og hann fylgdist með þegar
við hljóðrituðum lagið River Deep Mounta-
in High. Ég man eftir honum en talaði lítið
við hann. Þegar við spiluðum í Bretlandi
kom Mick stundum að horfa á. Hann dans-
aði þá ekki en sagöist hafa gaman af því
að sjá stúlkurnar dansa.
Hann var mikið baksviðs þegar við spil-
uðum og sló taktinn með tambúrínu. Ég
man eftir að hafa hugsað að hann hlyti að
spurði hann eitt sinn hvort ég mætti syngja
með honum. Hann játti því en hafði síðan
ekki samband.
Árið 1957 var ég ásamt systur minni í
klúbbi á Manhattan. Ike og hljómsveit hans
spiluðu. Þegar hann hljóp út í salinn til að
fá systur mína til að syngja rétti hún mér
hljóðnemann. Ég söng lag eftir B.B. King
og eftir það tróð ég reglulega upp með
hljómsveitinni. Það var þá sem ég breytti
nafni mínu úr Anna Mae í Tinu.
Ég varö ólétt eftir einn hljómsveitar-
manninn árið 1958 og eignaðist dreng,
Craig. Pabbi hans fór áður en hann fædd-
ist og ég vann á spítala til að hafa ofan í
okkur og á. Ég söng áfram með Ike á
kvöldin og smám saman flutti ég til hans.
Ég varð ólétt eftir Ike og árið 1960 eignað-
ist ég Ronnie. Það skrýtna var að Ike var
þá í óvígðri sambúð með annarri konu,
Lorraine Taylor, og bjó hún einnig hjá hon-
um. Hún ógnaði mér einu sinni með byssu,
skaut síðan sjálfa sig hættulausu skotsári
og yfirgaf okkur um það bil sem Ronnie
fæddist. Hún skildi eftir tvo drengi sem þau
Ike áttu saman.
Skyndilega var ég móðir fjögurra
drengja sem allir voru innan við sex ára.
Árið 1962 giftum við okkur í Tijuana, aðal-
lega vegna þess að fyrri eiginkona Ike,
sem hann var giftur áður en hann hitti
Lorraine, vildi fá meðlag.
- Hvenær tókuð þið Ike upp fyrstu plöt-
una ykkar?
Árið 1960 ætlaði Ike að taka upp lagið A
Fool in Love. Söngkonan, sem átti að
syngja á móti honum, mætti ekki og ég
hljóp í skarðið. Það var fyrsta platan sem
við gerðum saman. Fljótlega breyttist heiti
sýningarinnar í „Stórsýning Ike og Tinu
Turner“. Þá bættust einnig þrjár bakradda-
söngkonur í hópinn.
- Allir hafa heyrt sögur af stormasömu
hjónabandi ykkar Ikes. Hvað var það
Ike sem heillaði þig og hvers vegna varstu
hjá honum, jafnvel eftir að barsmíöarnar
hófust?
Ég dýrkaði Ike allt frá því er ég fyrst hitti
hann. Eg reyndi að líkja eftir öllu sem hann
gerði, hreyfingum, dansi og öllu saman.
Áður en ég varð ástfangin af honum vorum
við góðir vinir og þá vildi ég vera nákvæm-
lega eins og hann. Fyrstu hjónabandsárin
voru frábær, það er að segja áður en
varð bara eiginkonan og þrællinn. Allt í
einu gat ég ekki gert neitt án þess að
spyrja Ike. Eg varð jafnvel að fá leyfi til að
versla. Ike vildi hafa stjórn á öllu og hikaði
ekki viö að beita valdi til að undirstrika
það. Hann braut í mér rifbein, kjálkinn
brákaðist og ég fékk fleiri glóðaraugu og
oftar bólgið nef og varir en ég get talið.
Hann var kvennamaður og hikaði ekki við
að koma með stelpurnar heim til okkar.
Einnig bar hann alltaf á sér byssu, var
háður kókaíni og sprengdi jafnvel bíla í lofl
upp.
Fólk sagði að Ike væri svengali [Ensk-ís-
lensk orðabók, ÖÖ: Maður sem býr yfii
miklum dáleiðslukraftij. í það minnsta vai
hann maður sem lamdi mig miskunnar-
laust í sextán ár en eins og ég sagði áðui
hafði ég lofað að vera hjá honum og
22 VIKAN 19.TBL. 1993