Vikan


Vikan - 23.09.1993, Page 28

Vikan - 23.09.1993, Page 28
 I rr-„'rTTm Bjarni Dagur meö sveitatónlist á geisladiskum í útsendingarstúdíói Bylgjunnar en þar er þáttur hans á dagskrá á sunnudögum. BJARNI c^. '9. o CO 'O i heygarðshornið heit- ir tónlistarþáttur á út- varpsstöðinni Bylgj- unni. Þátturinn er á dagskrá á sunnnudögum að loknum fréttum sem hefjast klukkan fimm síðdegis. Umsjónarmað- ur er Bjarni Dagur Jónsson og hann leikur ameríska sveita- tónlist af hljómplötum og geisladiskum í tvær stundir. [ Bandaríkjunum eru um þessar mundir í kringum tvö þúsund útvarþsstöðvar sem leika einungis sveitatónlist en árið 1961 voru þær áttatíu og tvær. Samtök útvarpsstöðva þar (landi halda ráðstefnu ár- lega og á þeirri síðustu kom fram að sveitasöngva-út- varpsstöðvarnar skiluðu mest- um hagnaði útvarpsstöðva í Bandaríkjunum og stækkuðu áheyrendahópinn meira en aðrar stöðvar. Vegna þess hve sveitatón- list á sífellt vaxandi fylgi að fagna ákvað dagskrárstjóri Bylgjunnar, Björgvin Halldórs- son, að setja af stað sunnu- dagsþátt með amerískri sveitatónlist. Það eru ekki margir dagskrárgerðarmenn sem hafa kynnti sér sveitatón- list eða „kántrí" og geta stjórn- að þætti með þesssari gerð tónlistar. Bjarni Dagur hefur þó til marga ára verið ákafur að- dáandi þessarar tónlistarstefnu og hann tók vel beiðni Vikunn- ar um að segja lesendum svo- lítið frá sveitatónlistinni. „Bandaríska sveitatónlistin er stór hluti af tónlistarmenn- ingu Bandaríkjamanna. Hún er sambland af gamalli evr- ópskri dans- og þjóðlagatón- list og sennilega má rekja helstu áhrifin til írskrar tónlist- ar þó frönsk áhrif séu einnig mikil. í tímans rás hefur söng- og danstónlist Bandarfkja- manna verið með svipuöum hætti og sú evrópska en þar sem Bandaríkin voru einn kraumandi pottur fólks frá öll- um heimshornum varð banda- rfska sveitatónlistin fyrir marg- víslegum áhrifum og mismun- andi eftir svæðum. Þannig er sveitatónlist Louisiana-fylkis- ins kölluð „cajum“ þar sem franskir landnemar, spænskir verkamenn og svertingjar frá Afrfku skópu sérkennilega tónlistarstefnu. Einn angi sveitatónlistarinnar er „blue- grass“ í miðríkjunum og ein- kennist af fiðlum, banjói, mandólíni, gíturum og kontra- bassa. Bluegrass-hljómsveitir syngja margraddað, eru fjög- urra til sjö manna og helst eru konur í þeim hljómsveitum. Svona mætti flokka sveitatón- list Bandaríkjamanna í nokkra flokka og þetta eru aðeins tvö dæmi. Nú til dags tala svo Bandaríkjamenn um „country“ og „young-country". Það var á fyrstu árum þess- arar aldar að þessi tónlist barst til stórborga Bandaríkj- anna og með tilkomu útvarps- ins hljómaði sveitatónlistin um landið þvert og endilangt. Beint útvarp úr Grand Old Opry tónleikahúsinu í Nash- ville í Tennessee á hverju laugardagskvöldi stækkaði aðdáendahóp sveitatónlistar mjög. Þessi beina útsending í klukkustund hófst á WSM-út- varpsstöðinni árið 1925 og enn þann dag í dag er þessi dagskrá á sama tfma á sömu útvarpsstöðinni vikulega. Fyrir unnanda sveitatónlistar er það hápunktur lífsins að vera áhorfandi þegar þessi þáttur er sendur út. Það er líka mögulegt þar sem aðgöngu- 28 VIKAN 19.TBL 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.